Golf

Woods ósammála dómurum

Tiger Woods segir að það hafi verið röng ákvörðun hjá dómurum í BMW Championship mótinu að veita sér tvö högg í víti.

Golf

Web.com draumur Ólafs úti

Ólafur Björn Loftsson hafnaði í 61. sæti af 73 keppendum eftir að hafa leikið hringina þrjá á 223 höggum eða 13 höggum yfir pari.

Golf

Birgir Leifur hafnaði í 47. sæti

Birgir Leifur lék lokahringinn á 73 höggum eða þremur höggum yfir pari. Hann lék hringina fjóra í mótinu á samtals 286 höggum eða sex höggum yfir pari.

Golf

Birgir Leifur fékk tvo skramba og hrundi niður listann

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG og Íslandsmeistari í höggleik árið 2013, náði ekki að fylgja eftir frábærum fyrsta hring á Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne golfmótinu í Frakklandi en hann þurfi átta fleiri högg til að klára annan hringinn í dag. Tveir skrambar fóru illa með Íslandsmeistarann á seinni níu og Birgir Leifur hrundi niður listann eftir að hafa verið í toppbaráttunni eftir fyrstu 18 holurnar.

Golf

Birgir Leifur í toppbaráttunni í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG og Íslandsmeistari í höggleik í ár, byrjaði vel á Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne golfmótinu í Frakklandi sem stendur hún yfir en hann var annar eftir fyrsta hringinn. Birgir Leifur lék fyrstu 18 holurnar á 65 höggum eða á fimm höggum undir pari.

Golf

Hjátrú í hófi

Rúnar og Signý Arnórsbörn fögnuðu sigri á Eimskipamótaröðinni sem lauk í rigningu og roki á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Foreldrar þeirra stóðu vaktina á hliðarlínunni enda glerharðir stuðningsmenn. Signý vann þriðja árið í röð en sigur Rúnars var sá fyrsti.

Golf