Paul Casey tekur forystuna á Memorial 31. maí 2014 01:23 Paul Casey hefur verið frábær á Memorial mótinu til þessa. Getty. Englendingurinn Paul Casey leiðir á Memorial mótinu sem fram fer á Muirfield vellinum í Ohio en hann er á 12 höggum undir pari eftir 36 holur. Casey hefur leikið hringina tvo á 66 höggum eða sex undir pari og leiðir hann mótið með þremur höggum. Í öðru sæti á níu höggum undir pari er hinn högglangi Bubba Watson en Chris Kirk er í þriðja sæti á átta undir. Það sem vakti mesta athygli í dag var þó frammistaða Rory McIlroy sem leiddi mótið með þremur höggum eftir að hafa leikið fyrsta hring á 63 höggum eða níu undir pari. Hann fór greinilega vitlaust fram úr í morgun en hann lék annan hring á 78 höggum eða sex yfir pari, heilum 15 höggum frá skorinu í gær. McIlroy er jafn í 24. sæti á þremur höggum undir pari en áhugavert verður að sjá í hvernig stuði hann mætir til leiks á morgun.Jordan Spieth er einnig á þremur höggum undir pari eftir 36 holur en Phil Mickelson er á tveimur höggum undir eftir að hafa leikið á 70 höggum eða tveimur undir í dag. Þá er Adam Scott í fínum málum í tíunda sæti á fimm höggum undir pari og gæti með góðum hring á morgun blandað sér í baráttu efstu manna en þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 16:30. Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Englendingurinn Paul Casey leiðir á Memorial mótinu sem fram fer á Muirfield vellinum í Ohio en hann er á 12 höggum undir pari eftir 36 holur. Casey hefur leikið hringina tvo á 66 höggum eða sex undir pari og leiðir hann mótið með þremur höggum. Í öðru sæti á níu höggum undir pari er hinn högglangi Bubba Watson en Chris Kirk er í þriðja sæti á átta undir. Það sem vakti mesta athygli í dag var þó frammistaða Rory McIlroy sem leiddi mótið með þremur höggum eftir að hafa leikið fyrsta hring á 63 höggum eða níu undir pari. Hann fór greinilega vitlaust fram úr í morgun en hann lék annan hring á 78 höggum eða sex yfir pari, heilum 15 höggum frá skorinu í gær. McIlroy er jafn í 24. sæti á þremur höggum undir pari en áhugavert verður að sjá í hvernig stuði hann mætir til leiks á morgun.Jordan Spieth er einnig á þremur höggum undir pari eftir 36 holur en Phil Mickelson er á tveimur höggum undir eftir að hafa leikið á 70 höggum eða tveimur undir í dag. Þá er Adam Scott í fínum málum í tíunda sæti á fimm höggum undir pari og gæti með góðum hring á morgun blandað sér í baráttu efstu manna en þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 16:30.
Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira