Fjölgað um eitt mót og spilað á nýjum velli á mótaröðinni í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2014 15:15 Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, messar yfir liðinu í dag. Vísir/Daníel „Við byrjum fyrr en venjulega þannig allir okkar bestu kylfingar eru ekki komnir heim. Þess vegna er gaman að sjá það sé full skráning í fyrsta mót. Það sýnir að það sé mikil spenna og stemning fyrir mótaröðinni,“ segir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, í samtali við Vísi. Hörður og hans menn hjá GSÍ kynntu verkefni sumarsins á blaðamannafundi í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag, bæði Eimskipsmótaröðina og Íslandsbankamótaröð unglinga. Fyrsta mótið, Nettó-mótið, fer fram strax um helgina á Hólmsvelli í Leiru og er full skráning þrátt fyrir að byrjað sé fyrr en vanalega. Íslandsmótið í höggleik fer fram í fyrsta skipti á Leirdalsvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Klúbburinn fagnar 20 ára afmæli sínu á árinu og heldur upp á það með því að hýsa stærsta mót ársins.Rúnar Arnórsson (fyrir miðju) er ríkjandi stigameistari á Eimskipsmótaröðinni.Vísir/DaníelBirgir Leifur Hafþórsson, fimmfaldur Íslandsmeistari í höggleik, er meðlimur í GKG og starfsmaður klúbbsins og fær því kjörið tækifæri til að jafna þá BjörgvinÞorsteinsson og landsliðsþjálfarann ÚlfarJónsson á heimavelli í sumar. Björgvin og Úlfar hafa báðir unnið sex Íslandsmeistaratitla. Símamótið, þriðja mót ársins á Eimskipsmótaröðinni, fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi en þetta er í fyrsta skipti sem leikið er þar á mótaröðinni. Í heildina eru öll fimm mótin á mótaröðinni, að undanskildum Íslandsmótunum tveimur, haldin fyrir utan höfuðborgarsvæðið. „Ástæðan er fyrst og fremst að álagið er mikið á völlunum á höfuðborgarsvæðinu og við erum að nýta vellina á jaðarsvæðunum. Þetta eru frábærir vellir sem við eigum út um allt land og það er samkomulag í hreyfingunni um að nýta þá í mótahaldið,“ segir Hörður við Vísi. Veturinn fór illa með marga golf- og knattspyrnuvelli og koma þeir misvel undan vetri. En hvernig er standið á þeim völlum sem spilað verður á í sumar? „Þeir eru ekkert allir í 100 prósent standi en þeir standa betur en á horfði. Menn fóru í mikla vinnu í vor, eða frá febrúar, að brjóta klaka og vinna teiga og flatir. Það tókst, en aftur á móti eru skemmdir á brautum eftir þennan erfiða vetur.“Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, fór yfir verkefni landsliða Íslands í sumar.Vísir/DaníelFjölgað hefur verið um eitt mót á Eimskipsmótaröðinni en það var krafa frá afrekshluta GSÍ, landsliðsþjálfaranum og fleirum, að sögn Harðar, sem varð til þess. Menn vildu fá fleiri mót fyrir bestu kylfinga landsins. „Við erum í sjálfu sér bara að auka framboð á mótum fyrir okkar bestu kylfinga og sjá hvort það skilar sér fyrir þá. Vandamálið sem við búum við er, að tugir okkar bestu kylfinga eru í Háskólum í Bandaríkjunum þannig þeir fara snemma á haustin. En við reynum eins og við getum að teygja sumarið eins og við getum og þetta er hluti af því.Mótin á Eimskipsmótaröðinni: 1. Nettó-mótið, 25.-26. maí á Hólmsvelli í Leiru. 2. Egils Gull-mótið, 30.maí-1. júní á Strandavelli á Hellu 3. Símamótið, 13.-15. júní á Hamarsvelli í Borgarnesi 4. Securitas-mótið (Íslandsmótið í holukeppni), 27.-29. júní á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði 5. Eimskipsmótið (Íslandsmótið í höggleik), 24.-27. júlí á Leirdalsvelli í Garðabæ 6. Mót á Garðavelli á Akranesi 15.-17. ágúst 7. Goða-mótið, 30.-31. ágúst á Jaðarsvelli á Akureyri Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Við byrjum fyrr en venjulega þannig allir okkar bestu kylfingar eru ekki komnir heim. Þess vegna er gaman að sjá það sé full skráning í fyrsta mót. Það sýnir að það sé mikil spenna og stemning fyrir mótaröðinni,“ segir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, í samtali við Vísi. Hörður og hans menn hjá GSÍ kynntu verkefni sumarsins á blaðamannafundi í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag, bæði Eimskipsmótaröðina og Íslandsbankamótaröð unglinga. Fyrsta mótið, Nettó-mótið, fer fram strax um helgina á Hólmsvelli í Leiru og er full skráning þrátt fyrir að byrjað sé fyrr en vanalega. Íslandsmótið í höggleik fer fram í fyrsta skipti á Leirdalsvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Klúbburinn fagnar 20 ára afmæli sínu á árinu og heldur upp á það með því að hýsa stærsta mót ársins.Rúnar Arnórsson (fyrir miðju) er ríkjandi stigameistari á Eimskipsmótaröðinni.Vísir/DaníelBirgir Leifur Hafþórsson, fimmfaldur Íslandsmeistari í höggleik, er meðlimur í GKG og starfsmaður klúbbsins og fær því kjörið tækifæri til að jafna þá BjörgvinÞorsteinsson og landsliðsþjálfarann ÚlfarJónsson á heimavelli í sumar. Björgvin og Úlfar hafa báðir unnið sex Íslandsmeistaratitla. Símamótið, þriðja mót ársins á Eimskipsmótaröðinni, fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi en þetta er í fyrsta skipti sem leikið er þar á mótaröðinni. Í heildina eru öll fimm mótin á mótaröðinni, að undanskildum Íslandsmótunum tveimur, haldin fyrir utan höfuðborgarsvæðið. „Ástæðan er fyrst og fremst að álagið er mikið á völlunum á höfuðborgarsvæðinu og við erum að nýta vellina á jaðarsvæðunum. Þetta eru frábærir vellir sem við eigum út um allt land og það er samkomulag í hreyfingunni um að nýta þá í mótahaldið,“ segir Hörður við Vísi. Veturinn fór illa með marga golf- og knattspyrnuvelli og koma þeir misvel undan vetri. En hvernig er standið á þeim völlum sem spilað verður á í sumar? „Þeir eru ekkert allir í 100 prósent standi en þeir standa betur en á horfði. Menn fóru í mikla vinnu í vor, eða frá febrúar, að brjóta klaka og vinna teiga og flatir. Það tókst, en aftur á móti eru skemmdir á brautum eftir þennan erfiða vetur.“Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, fór yfir verkefni landsliða Íslands í sumar.Vísir/DaníelFjölgað hefur verið um eitt mót á Eimskipsmótaröðinni en það var krafa frá afrekshluta GSÍ, landsliðsþjálfaranum og fleirum, að sögn Harðar, sem varð til þess. Menn vildu fá fleiri mót fyrir bestu kylfinga landsins. „Við erum í sjálfu sér bara að auka framboð á mótum fyrir okkar bestu kylfinga og sjá hvort það skilar sér fyrir þá. Vandamálið sem við búum við er, að tugir okkar bestu kylfinga eru í Háskólum í Bandaríkjunum þannig þeir fara snemma á haustin. En við reynum eins og við getum að teygja sumarið eins og við getum og þetta er hluti af því.Mótin á Eimskipsmótaröðinni: 1. Nettó-mótið, 25.-26. maí á Hólmsvelli í Leiru. 2. Egils Gull-mótið, 30.maí-1. júní á Strandavelli á Hellu 3. Símamótið, 13.-15. júní á Hamarsvelli í Borgarnesi 4. Securitas-mótið (Íslandsmótið í holukeppni), 27.-29. júní á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði 5. Eimskipsmótið (Íslandsmótið í höggleik), 24.-27. júlí á Leirdalsvelli í Garðabæ 6. Mót á Garðavelli á Akranesi 15.-17. ágúst 7. Goða-mótið, 30.-31. ágúst á Jaðarsvelli á Akureyri
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira