Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Elvar skráður inn á EM

Þjálfarateymi íslenska landsliðsins hefur ákveðið að skrá Elvar Ásgeirsson formlega inn sem átjánda leikmann í hópi Íslands á EM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Verða að koma með stemninguna sjálfir

Gísli Þorgeir Kristjánsson benti á að mörg sæti hefðu verið auð í höllinni í Malmö í gær, á leiknum við Sviss á EM, og ekki ríkt sama andrúmsloft og á móti Svíum á sunnudaginn. Rúnar Kárason segir íslenska liðið verða að mynda eigin stemningu, alveg sama hver staðan sé í stúkunni.

Handbolti
Fréttamynd

Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ís­land

Jafntefli Svía gegn Ungverjum í kvöld í milliriðlum EM í handbolta sér til þess að íslenskur sigur á morgun gegn Slóveníu tryggir Strákunum okkar sæti í undanúrslitum mótsins. Litlu sem engu munaði að staðan hefði verið allt önnur. 

Handbolti
Fréttamynd

„Snorri á alla mína sam­úð“

Farið var yfir svekkjandi jafntefli Íslands gegn Sviss í milliriðlum EM í handbolta í Besta sætinu. Mat sérfræðinga þáttarins var að það vantaði upp á skítavinnuna hjá Strákunum okkar og þá var Snorra Steini, landsliðsþjálfara sýnd samúð í þessari stöðu.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er þungt“

„Því miður vorum við langt frá okkar besta varnarlega“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir 38-38 jafntefli Íslands gegn Sviss.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er al­gjör við­bjóður akkúrat núna“

Elliði Snær Viðarsson og félagar í íslenska landsliðinu voru skiljanlega mjög svekktir eftir jafnteflið á móti Sviss í dag. Tapað stig þýðir að nú þarf íslenska landsliðið að treysta á aðra ætli liðið að komast í undanúrslitin.

Handbolti
Fréttamynd

Sviss - Ís­land 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik

Ísland gerði 38-38 jafntefli við Sviss í þriðja leik milliriðilsins á EM í handbolta. Strákarnir okkar spiluðu slakan varnarleik, tókst samt að jafna leikinn undir lokin en náðu ekki að stela sigrinum í síðustu sókninni. Stigið gerir lítið fyrir liðið í baráttunni um undanúrslit og Ísland þarf að treysta á önnur úrslit.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó í hópnum gegn Sviss

Leikmannahópur Íslands er óbreyttur fyrir leik dagsins við Sviss. Viggó Kristjánsson er í hópnum þrátt fyrir að hafa meiðst gegn Svíþjóð í fyrradag.

Handbolti
Fréttamynd

Vill Wille burt

Þriðji markahæsti leikmaður í sögu norska handboltalandsliðsins vill losna við þjálfara þess. Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit á Evrópumótinu.

Handbolti