Handbolti

„Það er mjög skrýtið“

Elín Rósa Magnúsdóttir átti frábæra innkomu í leik Íslands við Slóveníu í fyrsta leik landsliðsins á HM í handbolta í fyrradag. Hún er afar spennt fyrir leik dagsins við Ólympíumeistara Frakka.

Handbolti

„Lærum eitt­hvað nýtt á hverjum degi“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir að leikmenn og starfsteymi íslenska kvennalandsliðsins læri margt á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Ísland mætir Ólympíumeisturum Frakka klukkan 17:00 í dag.

Handbolti

Þórir um Ís­land: „Rosa­lega mikil­vægt“

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs, segir gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska kvennalandsliðið að vera á yfirstandandi heimsmeistaramóti upp á frekari þróun liðsins. Hann vonast til að fleiri leikmenn í liðinu komist að utan landssteinanna.

Handbolti

„Hlakka til að berja að­eins á þeim“

Hægri skyttan Díana Dögg Magnúsdóttir segir að það þýði ekki að dvelja við tap Íslands fyrir Slóveníu í fyrsta leik á HM í fyrradag. Afar spennandi verkefni gegn Frakklandi er fram undan í dag.

Handbolti

„Snerist um brjóta vonina þeirra“

Þórir Hergeirsson, þjálfari ríkjandi heims- og Evrópumeistara Noregs, var að vonum ánægður með yfirgnæfandi sigur hans kvenna á Austurríki í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Lykillinn var að drepa von andstæðingsins, sem tókst snemma.

Handbolti

Stjarnan upp úr fall­sæti

Stjarnan lyfti sér upp úr fallsæti Olís-deildar karla í handbolta á kostnað Víkinga með góðum sigri í kvöld. Þá vann Grótta botnlið Selfoss.

Handbolti

Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur

Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik.

Handbolti

Janus Daði og Haukur Þrastar­son marka­hæstir

Evrópumeistarar Magdeburg unnu fjögurra marka sigur á Montpellier í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Magdeburg. Sömu sögu er að segja af Hauki Þrastarsyni en Kielce vann stórsigur á RK Pelister.

Handbolti

Magnaður leikur Odds dugði ekki

Oddur Gretarsson var hreint út sagt magnaður í liði Balingen-Weilstetten sem mátti þola fjögurra mark tap gegn Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Handbolti

„Auð­vitað hefði maður bara viljað stela þessu“

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var eðlilega súr eftir sex marka tap liðsins gegn Slóvenum í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið gaf því slóvenska hörkuleik og lokatölurnar gefa skakka mynd af leiknum.

Handbolti

„Flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum“

„Við ætluðum okkur sigur í þessum leik. Sást á löngum köflum að við eigum fullt erindi í að spila við þessar stelpur og gátum alveg unnið þær,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta.

Handbolti

HM í hand­bolta: Þýska­land marði Japan

Fjórum af leikjum dagsins á HM kvenna í handbolta er nú lokið. Ísland tapaði fyrir Slóveníu en á sama tíma vann Þýskaland eins marks sigur á Japan, Svartfjallaland rúllaði yfir Kamerún og Holland skoraði 41 mark gegn Argentínu.

Handbolti

Lang­þráður draumur að rætast

„Við erum mjög spenntar og kannski aðeins óþolinmóðar,“ segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir um leik Íslands við Slóveníu sem fram fer í dag. Leikurinn verður hennar fyrsti á stórmóti á ferlinum, líkt og hjá stærstum hluta íslenska hópsins.

Handbolti

„Núna er komið að al­vörunni“

Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Slóveníu á HM kvenna í handbolta í dag. Hún naut góðs af hvíld gegn Angóla á sunnudaginn var.

Handbolti