Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2025 09:01 Gísli Þorgeir fagnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum Marius Becker/Getty Images Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburgar, er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag að mati handboltaþjálfarans Rúnars Sigtryggssonar sem hefur þjálfað þýska úrvalsdeildarfélagið Leipzig undanfarin ár. Mögnuð frammistaða Gísla Þorgeirs á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handbolta fyrir rúmri viku síðan vakti töluverða athygli. Eftir að hafa næstum því ekki geta tekið þátt í úrslitahelginni vegna meiðsla steig Gísli Þorgeir upp og var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með átta mörk og var valinn besti leikmaður helgarinnar. „Ég held það viti allir að hann er mjög góður handboltamaður, einn sá besti sem við höfum átt en hugarfarið hjá honum er alveg einstakt,“ segir Rúnar í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég held hann hafi sýnt það þessa helgi. Á þremur árum að vinna Meistaradeildina tvisvar sinnum og vera í bæði skiptin valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar segir bara sitt. Hann er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag. Maður getur alveg sagt það og á það bara skilið líka.“ Gísli hafi staðið sig afburðar vel líkt og Magdeburgar liðið allt en Rúnar hefur fengið það krefjandi verkefni að mæta þeim í þó nokkur skipti undanfarin ár. „Þetta er mjög skemmtilegt lið, þeir ná einhvern veginn að halda mjög háu spennustigi innan liðsins. Það er alveg sama hvort einhver meiðist og annar leikmaður komi inn sem hefur ekki spilað í marga leiki, hann virðist koma inn eins og hann hafi spilað síðustu fimm leiki eins vel og hægt er. Maður getur bara dáðst að því hvernig þeir ná að drilla sitt lið og hvernig allir eru meðvitaðir um að þeir þurfi að standa sig þegar að þeim kemur.“ Handboltaþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson hefur þjálfað í þýsku úrvalsdeildinni undanfarin ár.vísir/Getty En hvað er hægt að segja um hugarfar Gísla Þorgeirs? Þegar að hann lendir í mótlæti, virðist hann bara koma sterkari til baka. „Hann er alveg ótrúlegur. Það var örugglega erfitt fyrir hann þegar að þessi meiðsli fóru að gera vart um sig í byrjun en hann virðist bara hafa lært af því. Hann tekur þetta á kassann og stendur sig bara feykilega vel. Það hræðast hann allir hvort sem hann spilar með Magdeburg eða ekki, það óttast hann allir. Fyrir þessa helgi var aðallega talað um það hvort hann yrði með eða ekki, það voru allir að pæla í því. Það borgar sig svo sannarlega að hafa hann með.“ Nánar verður rætt við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld þar sem að hann gerir upp tíma sinn hjá Leipzig en hann var látinn fara sem þjálfari liðsins eftir nýafstaðið tímabil. Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Mögnuð frammistaða Gísla Þorgeirs á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handbolta fyrir rúmri viku síðan vakti töluverða athygli. Eftir að hafa næstum því ekki geta tekið þátt í úrslitahelginni vegna meiðsla steig Gísli Þorgeir upp og var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með átta mörk og var valinn besti leikmaður helgarinnar. „Ég held það viti allir að hann er mjög góður handboltamaður, einn sá besti sem við höfum átt en hugarfarið hjá honum er alveg einstakt,“ segir Rúnar í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég held hann hafi sýnt það þessa helgi. Á þremur árum að vinna Meistaradeildina tvisvar sinnum og vera í bæði skiptin valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar segir bara sitt. Hann er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag. Maður getur alveg sagt það og á það bara skilið líka.“ Gísli hafi staðið sig afburðar vel líkt og Magdeburgar liðið allt en Rúnar hefur fengið það krefjandi verkefni að mæta þeim í þó nokkur skipti undanfarin ár. „Þetta er mjög skemmtilegt lið, þeir ná einhvern veginn að halda mjög háu spennustigi innan liðsins. Það er alveg sama hvort einhver meiðist og annar leikmaður komi inn sem hefur ekki spilað í marga leiki, hann virðist koma inn eins og hann hafi spilað síðustu fimm leiki eins vel og hægt er. Maður getur bara dáðst að því hvernig þeir ná að drilla sitt lið og hvernig allir eru meðvitaðir um að þeir þurfi að standa sig þegar að þeim kemur.“ Handboltaþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson hefur þjálfað í þýsku úrvalsdeildinni undanfarin ár.vísir/Getty En hvað er hægt að segja um hugarfar Gísla Þorgeirs? Þegar að hann lendir í mótlæti, virðist hann bara koma sterkari til baka. „Hann er alveg ótrúlegur. Það var örugglega erfitt fyrir hann þegar að þessi meiðsli fóru að gera vart um sig í byrjun en hann virðist bara hafa lært af því. Hann tekur þetta á kassann og stendur sig bara feykilega vel. Það hræðast hann allir hvort sem hann spilar með Magdeburg eða ekki, það óttast hann allir. Fyrir þessa helgi var aðallega talað um það hvort hann yrði með eða ekki, það voru allir að pæla í því. Það borgar sig svo sannarlega að hafa hann með.“ Nánar verður rætt við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld þar sem að hann gerir upp tíma sinn hjá Leipzig en hann var látinn fara sem þjálfari liðsins eftir nýafstaðið tímabil.
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira