Handbolti

Eyjakonur vinna einvígið í Evrópubikarnum

ÍBV vann einvígi sitt í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta gegn portúgalska liðinu Colé­gio de Gaia. Seinni leikurinn tapaðist með einu marki en sigurinn í gær dugði til og einvígið endar 53-50 samanlagt fyrir ÍBV. 

Handbolti

Patrekur hættir sem þjálfari Stjörnunnar

Patrekur Jóhannesson hefur látið af störfum sem aðalþjálfari Stjörnunnar í handbolta. Hrannar Guðmundsson mun taka við af honum og Patrekur færir sig í nýtt hlutverk innan félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum Stjörnunnar.

Handbolti

Lærisveinar Halldórs áfram í fallsæti

Halldór Jóhann Sigfússon og lærisveinar hans í Nord­sjæl­land hafa ekki farið vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta, en liðið situr í neðsta sæti með einn sigur eftir sex leiki.

Handbolti

Ellefu mörk Sigvalda dugðu ekki til

Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæsti maður vallarins er Kolstad heimsótti RK Zagreb í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þrátt fyrir það máttu Sigvaldi og félagar þola ellefu marka tap, 31-20.

Handbolti

Anna Úrsúla aftur heim í Gróttu

Handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir tók aftur fram skóna í haust og hefur verið að spila með Valskonum í Olís deild kvenna í handbolta á þessu tímabili. Hún er líka komin á nýjan stað utan handboltavallarins.

Handbolti