Körfubolti

Baldur: Þurfum klárlega að vera betri en þetta

„Þetta var áframhald frá síðasta leik gegn Keflavík þar sem við erum bara flatir og í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist" sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls eftir tap liðsins gegn Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld.

Körfubolti

Bjarni: Varnarleikur liðsins vann leikinn

Haukar tóku stórt skref með sigri í kvöld á Keflavík í átt að heimaleikja rétt í úrslitakeppninni. Haukar spiluðu mjög vel í kvöld og var Bjarni Magnússon þjálfari liðsins afar kátur með frammistöðuna.

Körfubolti

„Höfum enn svigrúm til að verða betri“

„Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld.

Körfubolti

„Finnst við enn eiga fullt inni“

Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 87-79 | Gestirnir í vondum málum

Það var fallegt vorkvöld í hlíðunum þar sem heimamenn í Val tóku á móti Haukum. Valsmenn fyrir leikinn í sjötta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og KR og Grindavík. Með sigri myndu þeir færast upp í fjórða sætið. Haukarnir á botninum fyrir leikinn en pakkinn þar er þéttur og allt getur gerst í lokaumferðunum.

Körfubolti