Aldrei búið á Spáni og fyrirliðinn vildi hann ekki en gæti mætt Íslandi á morgun Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 14:30 Lorenzo Brown í vináttulandsleik gegn Litháen fyrr í þessum mánuði. EPA-EFE/Elvira Urquijo A NBA-leikmaðurinn fyrrverandi Lorenzo Brown talar ekki spænsku og hefur aldrei búið á Spáni en hann er samt í spænska landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leikinn mikilvæga við Ísland á morgun í undankeppni HM. Brown hlaut spænskan ríkisborgararétt fyrr á þessu ári en spænska körfuknattleikssambandið sóttist mjög eftir því vegna forfalla leikstjórnenda landsliðsins. Óhætt er að segja að það sé umdeilt að Brown sé orðinn spænskur landsliðsmaður en á meðal gagnrýnenda þess er fyrirliði liðsins, Rudy Fernández, sem benti á að Brown hefði engin tengsl við spænskan körfubolta. „Það hljómar ekki rétt. Ég heyrði það bara í fjölmiðlum að það væri kominn ríkisborgararéttur fyrir leikmann sem hefði engin tengsl við landið. Mér hlotnaðist sá heiður að spila með Mirotic og Ibaka. Þeir voru erlendir leikmenn en þeir höfðu æft í spænskum akademíum frá því að þeir voru mjög ungir og voru þannig búnir að mynda sterk tengsl við landið,“ sagði Fernández eftir að tilkynnt var um komu Brown í landsliðið í sumar. Kynntist þjálfaranum hjá Toronto Sergio Scariolo, þjálfari spænska landsliðsins, var aðstoðarþjálfari Toronto Raptors á árunum 2018-2021 og kynntist þar Brown. Scariolo segir það þó alls ekki hafa verið sína hugmynd að Brown fengi spænskan ríkisborgararétt, þó að hann fagni því að fá inn svo öflugan leikstjórnanda. Sjálfur hefur Brown, sem er leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael, talað um komuna í spænska landsliðið líkt og hann hafi verið að semja við félagslið og aðeins sagt að sér hafi boðist tækifæri sem hafi verið of gott til að hafna. Brown er eins og fyrr segir í sextán manna hópi Spánar sem æfir fyrir leikina við Ísland og Holland í undankeppni HM, og fyrir lokakeppni EM sem hefst í næsta mánuði. Tólf úr þessum hópi mæta Íslandi annað kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Brown hefur farið mikinn með spænska liðinu í æfingaleikjum að undanförnu og skorað næstflest stig að meðaltali fyrir liðið, í leikjum við Litháen og Grikkland. Spánn lék tvo leiki við hvort lið en tapaði þremur leikjanna og vann einn, 87-80 gegn Grikklandi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Brown hlaut spænskan ríkisborgararétt fyrr á þessu ári en spænska körfuknattleikssambandið sóttist mjög eftir því vegna forfalla leikstjórnenda landsliðsins. Óhætt er að segja að það sé umdeilt að Brown sé orðinn spænskur landsliðsmaður en á meðal gagnrýnenda þess er fyrirliði liðsins, Rudy Fernández, sem benti á að Brown hefði engin tengsl við spænskan körfubolta. „Það hljómar ekki rétt. Ég heyrði það bara í fjölmiðlum að það væri kominn ríkisborgararéttur fyrir leikmann sem hefði engin tengsl við landið. Mér hlotnaðist sá heiður að spila með Mirotic og Ibaka. Þeir voru erlendir leikmenn en þeir höfðu æft í spænskum akademíum frá því að þeir voru mjög ungir og voru þannig búnir að mynda sterk tengsl við landið,“ sagði Fernández eftir að tilkynnt var um komu Brown í landsliðið í sumar. Kynntist þjálfaranum hjá Toronto Sergio Scariolo, þjálfari spænska landsliðsins, var aðstoðarþjálfari Toronto Raptors á árunum 2018-2021 og kynntist þar Brown. Scariolo segir það þó alls ekki hafa verið sína hugmynd að Brown fengi spænskan ríkisborgararétt, þó að hann fagni því að fá inn svo öflugan leikstjórnanda. Sjálfur hefur Brown, sem er leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael, talað um komuna í spænska landsliðið líkt og hann hafi verið að semja við félagslið og aðeins sagt að sér hafi boðist tækifæri sem hafi verið of gott til að hafna. Brown er eins og fyrr segir í sextán manna hópi Spánar sem æfir fyrir leikina við Ísland og Holland í undankeppni HM, og fyrir lokakeppni EM sem hefst í næsta mánuði. Tólf úr þessum hópi mæta Íslandi annað kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Brown hefur farið mikinn með spænska liðinu í æfingaleikjum að undanförnu og skorað næstflest stig að meðaltali fyrir liðið, í leikjum við Litháen og Grikkland. Spánn lék tvo leiki við hvort lið en tapaði þremur leikjanna og vann einn, 87-80 gegn Grikklandi.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik