Körfubolti

Nei eða Já: „Verðum eigin­­lega að fá Lakers inn í þetta“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort Memphis Grizzlies ætti að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, hversu gott umspilið verður, hversu góður Nikola Jokić er að senda boltann og hvort Anthony Edwards á bjartari framtíð en LaMelo Ball.

Körfubolti

Jón Axel og félagar aftur á sigurbraut

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro eru komnir aftur á sigurbraut eftir að liðið vann öruggan 29 stiga sigur gegn Treviso í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 101-72.

Körfubolti

Sara setti átta í mikilvægum sigri

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir skoraði átta stig fyrir Faenza er liðið vann góðan tíu stiga sigur gegn Libertas Moncalieri í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 72-62.

Körfubolti

„Vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli“

Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, körfuboltadómari, lagði flautuna á hilluna í síðasta mánuði. Ástæðan er svívirðingar, dónaskapur og persónuníð. Formaður dómaranefndar KKÍ, Jón Bender, segir starfsumhverfið óboðlegt og undanskilur ekki yngri flokka.

Körfubolti