Lífið

Skilaði Bítlabassa sem er metinn á tæpa tvo milljarða króna

Paul McCartney hefur endurheimt bassa sem var stolið árið 1972. McCartney keypti bassann í Hamborg í Þýskalandi, þegar Bítlarnir voru að stíga sín fyrstu skref, á þrjátíu pund. Talið er að bassinn sé allt að tíu milljóna punda virði í dag, jafnvirði um 1,75 milljarða króna.

Lífið

Margir upp­lifi kvíða áður en þeir fara á eftir­laun

Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk sem er að nálgast eftirlaunaaldur til þess að hugsa um það hvað það vill gera á þessum árum. Mikilvægt sé að skipuleggja sig en eðlilegt er að upplifa kvíða í aðdraganda tímamótanna.

Lífið

María Birta og Elli tóku upp nýtt eftir­nafn

Listahjónin María Birta og Elli Egilsson ákvaðu að taka upp nýtt eftirnafn eftir að þau fengu bandarískan ríkisborgararétt og bera nú nafnið Fox. Ástæðan var til að tengja fjölskylduna saman, en hjónin og dóttir þeirra Ingacia báru öll sitt hvort eftirnafnið.

Lífið

„Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“

„Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu.

Lífið

Vel hægt að gera Akur­eyri að borg

Stjórnmálafræðingurinn Ásthildur Sturludóttir er bæjarstjóri Akureyrar, var áður bæjarstjóri Patreksfjarðar og er því orðin hokin af reynslu í bæjarpólitíkinni.

Lífið

Unaðs­stund Elizu og Guðna

Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson skelltu sér á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Goldberg-tilbrigðin voru flutt fyrir fullum sal. Unaðsstund að sögn Elizu.

Lífið

Taílenskt hjá Kára Stef og Dorrit heitasta gellan

Forsetaframbjóðendur safna undirskriftum, leikarar fjárfesta í Crocs og Kári Stefánsson er hreinlega úti um allt. Dorrit Moussaieff er orðin 74 ára en bar af á frumsýningu þótt margar gellur væru á svæðinu. Frægir hafa sannarlega verið á ferðinni undanfarið.

Lífið

Ástar­játningar og húð­flúr á Valentínusar­daginn

Rómantíkin sveif yfir landinu á Valentínusardeginum í gær, eða degi elskenda, þar sem fallegar kveðjur og ástarjátningar rigndu inn á samfélagsmiða. Þekktir Íslendingar voru ófeimnir að tjá ást sína á makanum fyrir allra augum líkt og sjá má hér að neðan.

Lífið

„Átti alls ekki von á þessu“

Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Sindri Sindrason við nýja Idol-stjörnu Íslands, Önnu Fanneyju Kristinsdóttur sem stóð uppi sem sigurvegari Idol á föstudagskvöldið á Stöð 2.

Lífið

Einn stærsti teknó plötu­snúður heims spilar á Radar

Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða.

Lífið

Æðis­leg Dorrit stal senunni í Bíó Para­dís

Það var mikið um dýrðir og glæsilegheit á forsýningu fimmtu og jafntframt síðustu  þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði í Bíó Paradís í gærkvöldi. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir og vöktu gríðarlega lukku meðal áhorfenda. 

Lífið

Leið yfir gest á Kannibalen

„Við vitum að textinn er afar grófur. Þó að það sjáist aldrei neitt blóð eru lýsingarnar grafískar,“ segir Fjölnir Gíslason, einn aðalleikari sýningarinnar Kannibalen í Tjarnarbíói.

Lífið

Þyrluflugstjórinn kom ó­vænt og gladdi Vig­dísi

„Vigdís, ef ég segi þér núna að þyrluflugstjórinn sem bjargaði þér stendur við hliðina á þér?“ spyr Óttar Sveinsson Vigdísi Elísdóttur í nýjasta þætti Útkalls, þar sem henni var komið algjörlega á óvart með því að Bogi Agnarsson þyrluflugstjóri kom að hitta hana í lok viðtals.

Lífið

For­seta­hjónin fagna sprengidegi

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fagna sprengideginum eins og fjölmargir Íslendingar. Hjónin kíktu í heimsókn til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í dag og fengu sér saltkjöt og baunir.

Lífið