„Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lovísa Arnardóttir skrifar 9. mars 2025 23:52 Stefán Ragnar hefur búið og unnið í Bandaríkjunum síðustu tuttugu árin en stefnir nú á að flytja til Berlínar. Sinfóníuhlljómsveit Íslands Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari bar sigur úr býtum í prufuspili um stöðu sólóflautuleikara við Berlínarfílharmóníuna síðasta föstudag. Stefán Ragnar segir þetta mikinn heiður og meiri háttar draum að rætast. „Ég er búinn að vera í Bandaríkjunum í hátt í tuttugu ár og var að vinna þessa stöðu sólóflautuleikara við Berlínarfílharmóníuna sem er eiginlega virtasta hljómsveit í heimi. Þetta er alveg toppurinn,“ segir Stefán Ragnar. „Þetta er meiri háttar draumur að rætast. Ég ólst upp við upptökur af Berlínarfílharmóníunni þegar ég var að læra á flautuna. Þetta er ótrúlegur heiður.“ Stefán fór til Berlínar fyrir helgi og tók þátt í prufuspili um að komast í hljómsveitina. Stefán Ragnar Höskuldsson með þverflautuna. Todd Rosenberg Allir meðlimir hljómsveitarinnar velja „Það voru margir kandídatar og margir um hituna,“ segir Stefán. Í prufuspilinu spilaði hann flautukonsert eftir Mozart og Reinecke auk búta úr hljómsveitarverkum hljómsveitarinnar. „Allir meðlimir fílharmóníunnar hlustuðu á prufuspilið og þetta er lýðræði. Það þurfa allir að vera sammála um það hver verður fyrir valinu,“ segir Stefán. Stefán fagnaði með því að fara á tónleika með fílharmóníunni um kvöldið. „Ég átti mjög góðan tíma með mínum verðandi kollegum. Ég fór baksviðs og gat átt góða stund með þeim. Það var mikil gleði. Nú er ég komin aftur heim til fjölskyldunnar. Það eru bara flutningar fram undan og mikið ævintýri.“ Blendnar tilfinningar á heimilinu Hann býst við því að byrja í Berlín í september og hefur þá dágóðan tíma til að koma sér og fjölskyldu sinni til Berlínar. Hann á tvö börn, fimm og átta ára, auk konu sem öll koma með honum. Það voru þó blendnar tilfinningar á heimilinu við fréttirnar um flutninginn. „Það komu nokkur tár í morgun en krakkar eru fljótir að venjast,“ segir Stefán Ragnar. Kona Stefáns, Natalie Pilla, er líka í tónlist og hann segir hana mjög spennta fyrir þessu tækifæri. Hér lengst til hægri má sjá Stefán Ragnar spila í Zankel Hall árið 2015. Vísir/Getty Tveir sólóflautuleikarar Hann segir ekki mikið mál að fá miða á tónleika hjá Berlínarfilharmóníunni. Fólk verði þó, vilji það hlusta á hann, að taka mið af því að þeir eru tveir sólóflautuleikarar við hljómsveitina. „Það er ég og Emmanuel Pahud. Hann hefur verið þarna í um 30 ár en við erum báðir sólóflautuleikarar við þessa hljómsveit. Við skiptum stöðunni með okkur,“ segir Stefán og það sé hefð í Evrópu að tveir flautuleikarar deili stöðunni jafnt. „Það gefur færi á að gera aðra hluti. Eins og að koma fram sem einleikari eða taka að sér önnur verkefni. Það er hluti af því að vera heilbrigður tónlistarmaður, að gera alls konar aðra hluti líka.“ Hann segir það til skoðunar að koma til Íslands að spila. „Það er í skoðun en það verður vonandi á næsta ári, hugsanlega.“ Laus við alla stjörnustæla Fjölmargir hafa óskað Stefáni Ragnari til hamingju á samfélagsmiðlum um helgina. „Lítillátur, ljúfur og kátur og laus við alla stjörnustæla. Þetta vann okkar maður,“ segir Diddi Guðnason um ráðningu Stefáns. Hann sé besti flautuleikari heims. Bernharður Wilkinson, hljómsveitarstjóri færeysku sinfóníuhljómsveitarinnar var flautukennarinn hans Stefáns. Hann segir í athugasemd við tilkynningu Stefáns á Facebook að hann hafi ekki getað hamið sig að skrifa honum við þetta tilefni. Hann rifjar það jafnframt upp að faðir Stefáns hafi boðið honum í mat þegar Stefán var ungur drengur með því skilyrði að hann myndi hlusta á son sinn spila á flautuna. „Máltíðin var eitt, en það sem gerðist eftir það var á öðru stigi,“ segir hann og að frá fyrstu hlustun hafi hann vitað að það þyrfti að gera plan. Todd Rosenberg Óslípaður demantur „Hér var óslípaður demantur,“ segir Bernharður og að á þessum tíma hafi Stefán aðeins verið níu ára gamall. Eftir það hafi Stefán ferðast einu sinni í mánuði frá Austfjörðum, 700 kílómetra, til Reykjavíkur til að sækja kennslu í flautuleik í heila viku. Sex árum síðar hafi fjölskyldan svo flutt til Reykjavíkur og þá hafi allt orðið auðveldara. Að loknu námi hér á Íslandi flutti Stefán svo til Manchester þar sem hann stundaði tónlistarnám. Stefán hefur síðustu tuttugu árin búið og starfað í Chicago þar sem hann spilar með Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago. Fyrir það var hann fyrsti flautuleikarinn við hljómsveit Metropolitan-óperunnar. Þýskaland Bandaríkin Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
„Ég er búinn að vera í Bandaríkjunum í hátt í tuttugu ár og var að vinna þessa stöðu sólóflautuleikara við Berlínarfílharmóníuna sem er eiginlega virtasta hljómsveit í heimi. Þetta er alveg toppurinn,“ segir Stefán Ragnar. „Þetta er meiri háttar draumur að rætast. Ég ólst upp við upptökur af Berlínarfílharmóníunni þegar ég var að læra á flautuna. Þetta er ótrúlegur heiður.“ Stefán fór til Berlínar fyrir helgi og tók þátt í prufuspili um að komast í hljómsveitina. Stefán Ragnar Höskuldsson með þverflautuna. Todd Rosenberg Allir meðlimir hljómsveitarinnar velja „Það voru margir kandídatar og margir um hituna,“ segir Stefán. Í prufuspilinu spilaði hann flautukonsert eftir Mozart og Reinecke auk búta úr hljómsveitarverkum hljómsveitarinnar. „Allir meðlimir fílharmóníunnar hlustuðu á prufuspilið og þetta er lýðræði. Það þurfa allir að vera sammála um það hver verður fyrir valinu,“ segir Stefán. Stefán fagnaði með því að fara á tónleika með fílharmóníunni um kvöldið. „Ég átti mjög góðan tíma með mínum verðandi kollegum. Ég fór baksviðs og gat átt góða stund með þeim. Það var mikil gleði. Nú er ég komin aftur heim til fjölskyldunnar. Það eru bara flutningar fram undan og mikið ævintýri.“ Blendnar tilfinningar á heimilinu Hann býst við því að byrja í Berlín í september og hefur þá dágóðan tíma til að koma sér og fjölskyldu sinni til Berlínar. Hann á tvö börn, fimm og átta ára, auk konu sem öll koma með honum. Það voru þó blendnar tilfinningar á heimilinu við fréttirnar um flutninginn. „Það komu nokkur tár í morgun en krakkar eru fljótir að venjast,“ segir Stefán Ragnar. Kona Stefáns, Natalie Pilla, er líka í tónlist og hann segir hana mjög spennta fyrir þessu tækifæri. Hér lengst til hægri má sjá Stefán Ragnar spila í Zankel Hall árið 2015. Vísir/Getty Tveir sólóflautuleikarar Hann segir ekki mikið mál að fá miða á tónleika hjá Berlínarfilharmóníunni. Fólk verði þó, vilji það hlusta á hann, að taka mið af því að þeir eru tveir sólóflautuleikarar við hljómsveitina. „Það er ég og Emmanuel Pahud. Hann hefur verið þarna í um 30 ár en við erum báðir sólóflautuleikarar við þessa hljómsveit. Við skiptum stöðunni með okkur,“ segir Stefán og það sé hefð í Evrópu að tveir flautuleikarar deili stöðunni jafnt. „Það gefur færi á að gera aðra hluti. Eins og að koma fram sem einleikari eða taka að sér önnur verkefni. Það er hluti af því að vera heilbrigður tónlistarmaður, að gera alls konar aðra hluti líka.“ Hann segir það til skoðunar að koma til Íslands að spila. „Það er í skoðun en það verður vonandi á næsta ári, hugsanlega.“ Laus við alla stjörnustæla Fjölmargir hafa óskað Stefáni Ragnari til hamingju á samfélagsmiðlum um helgina. „Lítillátur, ljúfur og kátur og laus við alla stjörnustæla. Þetta vann okkar maður,“ segir Diddi Guðnason um ráðningu Stefáns. Hann sé besti flautuleikari heims. Bernharður Wilkinson, hljómsveitarstjóri færeysku sinfóníuhljómsveitarinnar var flautukennarinn hans Stefáns. Hann segir í athugasemd við tilkynningu Stefáns á Facebook að hann hafi ekki getað hamið sig að skrifa honum við þetta tilefni. Hann rifjar það jafnframt upp að faðir Stefáns hafi boðið honum í mat þegar Stefán var ungur drengur með því skilyrði að hann myndi hlusta á son sinn spila á flautuna. „Máltíðin var eitt, en það sem gerðist eftir það var á öðru stigi,“ segir hann og að frá fyrstu hlustun hafi hann vitað að það þyrfti að gera plan. Todd Rosenberg Óslípaður demantur „Hér var óslípaður demantur,“ segir Bernharður og að á þessum tíma hafi Stefán aðeins verið níu ára gamall. Eftir það hafi Stefán ferðast einu sinni í mánuði frá Austfjörðum, 700 kílómetra, til Reykjavíkur til að sækja kennslu í flautuleik í heila viku. Sex árum síðar hafi fjölskyldan svo flutt til Reykjavíkur og þá hafi allt orðið auðveldara. Að loknu námi hér á Íslandi flutti Stefán svo til Manchester þar sem hann stundaði tónlistarnám. Stefán hefur síðustu tuttugu árin búið og starfað í Chicago þar sem hann spilar með Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago. Fyrir það var hann fyrsti flautuleikarinn við hljómsveit Metropolitan-óperunnar.
Þýskaland Bandaríkin Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira