Lífið

„Það er saga á bak­við þetta lag“

Klara Einarsdóttir, sautján ára, bar sigur úr býtum í söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands nýverið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Klara heilmikla reynslu úr heimi tónlistar. Hún gaf nú út sitt fyrsta jólalag en sagan á bak við það er einstaklega falleg.

Lífið

Vill njóta þess að skapa og sam­tímis ná að lifa af

Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir fann fljótt að hönnun hennar ætti erindi erlendis og stefnir því á að flytjast alfarið út með vinnustofu sína. Hún bjó lengi vel í London þar sem hún lagði stund á meistaranám í fatahönnun en neyddist til að klára námið heima á Íslandi vegna Covid. Sól er viðmælandi í Kúnst.

Menning

Fyndin, fiðrildi og flug­freyja

Flugfreyjan Anna Guðný Ingvarsdóttir lýsir sjálfri sér sem fiðrildi, stemmningskonu með stórt hjarta sem elskar ferðalög, tísku og allt sem viðkemur húðumhirðu og förðun.

Makamál

Gleði og ást við völdin í Köben

Guðrún Ragna Hreinsdóttir, gæðastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hafa gert vel við sig í mat og drykk í Kaupmannahöfn undanfarna daga. Þau eru eitt nýjasta par landsins.

Lífið

„Vildi ekki að amma heyrði af mér í erótískri mynd“

Valdimar Flygenring, tónlistarmaður og leikari, segist aldrei hafa átt séns þegar kom að áfengi sem tók yfir líf hans í áraraðir. Valdimar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist hafa þurft að fara mjög djúpt til þess að finna loksins leiðina út.

Lífið

„Þessi tími er stundum kallaður glæpaöldin“

Frelsisþrá, áköf réttlætiskennd og fjötrar fátæktar, ævintýralegar persónur byggðar á sannsögulegum fyrirmyndum, uppreisnarhugur og eldfjörug atburðarás: Allt þetta má finna í nýrri og bráðskemmtilegri sögulegri skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Því dæmist rétt vera, þar sem sagt er frá raunverulegum glæp, undirbúningi hans, eftirmálum og þungum refsidómum í litlu sjávarplássi á Íslandi snemma á 19. öld.

Lífið samstarf

Litrík hjónasvíta Guð­rúnar Veigu í Eyjum

Í fimmta þætti af Skreytum hús heimsótti Soffía Dögg Garðarsdóttir samfélagsmiðlastjörnuna Guðrúnu Veigu Guðmundsdóttur til Vestmannaeyja þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. 

Lífið

Best að búa á Spáni

Fólki sem flyst til annarra landa finnst best að búa á Spáni. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var á meðal fólks sem vinnur og starfar fjarri heimalandi sínu. Spænskar borgir raða sér í þrjú efstu sætin. 

Lífið

Svona var lífið hjá setu­liðinu í Kefla­vík árið 1955

Fyrir nokkrum árum rakst Einar Óskar Sigurðsson fyrir tilviljun á ljósmyndasafn til sölu á Ebay. Hluti myndanna reyndust vera frá Íslandi á árunum eftir seinna stríð og voru teknar af óþekktum bandarískum manni sem gegndi herþjónustu hér á landi á sjötta áratugnum.

Lífið

Ástin og þráin alltaf eins

Sagnfræðingur segir ástina alltaf eins. Það megi lesa úr gömlum ástarbréfum sem séu til á Kvennasögusafninu. Oftast sé þráin mest í upphafi sambands og svo taki meiri praktík við. Skekkja sé þó í safninu því flest bréfin komi frá pörum þar sem kom til sambands. Önnur hafi líklega endað í eldinum. 

Lífið

„Ég var aldrei heilsuhrædd fyrr en allt hrundi“

Líf Elenoru Rósar hefur aldrei verið auðvelt en hún fæddist með fæðingargallann Omphalocele. Þrátt fyrir einelti í æsku og langvinn veikindi lét hún ekkert stöðva sig og lét drauminn um að verða kökugerðarkona rætast. Hún er í dag metsöluhöfundur, búsett í London og og gerði nýverið samning við einn stærsta sælgætisframleiðanda Íslands.

Lífið

Hrútaskráin lesin í eld­húsinu, rúminu og á salerninu

Bændur landsins, ekki síst sauðfjárbændur brosa breitt þessa dagana því uppáhalds ritið þeirra, Hrútaskráin er komin út en þar er yfirlit yfir bestu hrúta landsins, sem verða á sauðfjársæðingarstöðvum nú þegar fengitíminn fer að byrja. Hrúturinn Hreinn verður eflaust vinsælastur en hann er fyrsti arfhreini hrúturinn gegn riðu á sæðingarstöð.

Lífið

Tiffany Haddish hand­tekin

Leikkonan og uppistandarinn Tiffany Haddish var handtekin í vikunni í Los Angeles í Bandaríkjunum, grunuð um ölvunarakstur. Hún var handtekin grunuð um sama brot á síðasta ári. 

Lífið

Myndaðasta fólk ársins

Sumt fólk getur ekki stigið út yfir eigin dyr án þess að vera elt af ljósmyndurum. Það á við leikara, stjórnmálamenn, íþróttamenn og marga aðra.

Lífið

Ungmennaþing á Hvols­velli – hlustað á börn og ung­linga

Það var mikið um að vera á Hvolsvelli í dag því þá fór fram ungmennaþing þar sem unga fólkið ræddi skólamál, félagslíf, menningu og fræðslumál. Tillögum þingsins verður síðan komið til sveitarstjórnar með von um úrbætur um það sem betur mætti fara.

Lífið

Klæðir sig fyrir sjálfa sig og er sama um á­lit annarra

Tónlistarkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir hefur alla tíð elskað að klæða sig upp og er stíll hennar stór hluti af því hver hún er. Hún er óhrædd við að taka áhættur í tískunni og segir Eurovision klæðnaðinn án efa hvað eftirminnilegastan. Svala Björgvins er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun

Fundu bróður sinn fyrir hreina til­viljun eftir ára­tuga leit

Snemma á níunda áratugnum fengu hálfsysturnar Ingibjörg Gréta og Magga Gísladætur að vita að faðir þeirra hefði eignast son áður en þær tvær fæddust. Drengurinn hafði verið gefinn til ættleiðingar og ekkert var vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir langa og ítarlega leit, sem spannaði hartnær fjóra áratugi, tókst systrunum ekki að hafa uppi bróður sínum.

Lífið