Lífið

Tryllt orma­keppni í stór­af­­mæli Kalla

Karl Sigurðsson, Baggalútur og fyrrverandi borgarfulltrúi, fagnaði fimmtugs afmæli sínu um helgina sem leið. Í tilefni þess hélt eiginkona hans, Tobba Marinós, fjölmiðlakona og frumkvöðull, glæsilega veislu honum til heiðurs. 

Lífið

Kynntu nýjan íslenskan leik á GamesCom

Íslensku leikjaframleiðendurnir Joon Van Hove og Torfi Ásgeirsson kynntu nýjasta leik þeirra á GamesCom ráðstefnunni í Þýskalandi í síðustu viku. Leikurinn heitir Phantom Spark og er kappakstursleikur sem gefa á út snemma á næsta ári.

Leikjavísir

Stjörnulífið: Nekt í Hvammsvík og Manuela aftur á föstu

Sól, rómantík og útivist einkenndi liðna viku hjá stjörnum landsins. Leikkonan Aldís Amah Hamilton baðaði sig í náttúrulaug á Evuklæðunum í Hvammvík. Afrekshlaupakonan Mari Jaersk tók þátt í utanvegahlaupinu, Tindahlaupið í Mosfellsbæ þar sem hún bar sigur úr bítum og varð Tindahöfðingi.

Lífið

Hélt að hún gæti ekki lært en stefnir nú á háskólanám

„Stærsti fjársjóðurinn sem ég hef með mér frá Menntastoðum Mímis er sjálfsvirðingin. Að hafa upplifað þá tilfinningu að vera góð í einhverju og fengið staðfestingu á því að ég get menntað mig,“ segir Stella Guðrún Arnardóttir en hún settist aftur á skólabekk eftir 14 ára hlé.

Lífið samstarf

Gildran valin bæjarlistamaður

Hljómsveitin Gildran hefur verið útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2023. Hljómsveitin hefur gefið út sjö plötur og hóf stór hluti meðlima tónlistarferil sinn sem unglingar í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar en Gildran var stofnuð árið 1985.

Menning

Ungmenni fari ennþá í andaglas en á ólíkan hátt

Frá örófi alda hefur fólk gert tilraunir til að ná sambandi við handanheima og við það hafa margar aðferðir verið reyndar og þeirra á meðal er Andaglas. Fyrirbærið hefur verið áberandi í poppmenningu síðustu áratuga, líkt og bíómyndum og bókmenntum. Nú síðast í hryllingsmyndinni Talk to Me þar sem ungmenni fara í leik sem minnir að mörgu leiti á andaglas. En hver er staða andaglass í nútímasamfélagi?

Lífið

Manstu eftir Tívolíinu í Vatnsmýri?

„Útiskemmtistaðurinn „Tívolí“ var opnaður fyrir almenning kl. 8 í gærkveldi. Er þetta fyrsti skemmtistaður sinnar tegundar hér á landi og verður án efa stór þáttur í skemmtanalífi íbúa höfuðborgarinnar.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Alþýðublaðinu þann 10. júlí árið 1946. Tívolíið sem rekið var í Vatnsmýrinni á árunum 1946 til 1963 á sérstakan stað í hjörtum margra Íslendinga.

Lífið

Kubbaði Eif­­fel­turn úr tíu þúsund og einum kubbi

Gestum og gangandi gafst tækifæri á að skoða einstakt Legosafn í bílskúr á Seltjarnarnesi í tilefni af Bæjarhátíð. Eigandi safnsins segir fullorðna fólkið oft mun áhugasamara um safnið en þau sem yngri eru. Safnið telur yfir 500 Legosett, það elsta frá um 1940 og þau nýjustu glæný. 

Lífið

Ævarandi leit að réttu stemningunni

„Þetta er kærulaus tónlist um hversdagsleg málefni. Um sápukúludiskótek og sangríu. Um þjóðarsálina, íslenska sumarið og hina eilífu leit að réttu stemningunni,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson um lagið Andalúsía sem hljómsveit hans JónFrí var að senda frá sér.

Tónlist

Ókeypis kjötsúpa á Hvolsvelli í dag

Unnendur íslensku kjötsúpunnar ættu að vera á Hvolsvelli um helgina því þar fer fram kjötsúpuhátíð. Fjölbreytt dagskrá er í boði og í dag er gestum og gangandi boðið upp á ókeypis kjötsúpu á miðbæjartúni staðarins.

Lífið

„Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“

Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Floni stríðir aðdáendum og lætur glytta í nýja plötu

Rapparinn Floni er fyrir löngu orðinn þekkt stærð í íslensku tónlistarsenunni. Hann gaf síðast út plötu fyrir tveimur árum, og því ekki úr vegi að ætla að heitustu aðdáendur hans séu þyrstir í nýtt efni. Nú er útlit fyrir að þeim gæti orðið að ósk sinni á næstunni. Segja má að hann hafi „strítt“ aðdáendum sínum um liðna helgi. 

Tónlist

Ó­vænt pálma­tré settu strik í stóra daginn

Listaparið Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson hittust fyrst á tónlistarhátíðinni LungA sumarið 2016. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Húrra haustið eftir. Í byrjun næsta árs breyttist líf parsins svo snögglega þegar ljóst var að þau ættu von á barni. Síðan þá hafa tekið við ótal ævintýri, þar á meðal þátttaka þeirra í Eurovision og ævintýralegt brúðkaup sem haldið var í Vestmannaeyjum fyrr í sumar.

Makamál

Dóttir Hildar og Jóns komin með nafn

Yngsta dóttir Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Jóns Skaftason, stjórnarformanns Sýnar, er komin með nafn. Stúlkan heitir Hólmfríður Áslaug.

Lífið

Langvían Moli í Vestmannaeyjum heldur að hann sé lundi

Starfsfólk Sea Life Trust safnsins í Vestmannaeyjum eru í vandræðum með langvíu á safninu, sem heldur að hún sé lundi. Ástæðan er sú að starfsfólkið hefur farið með hana átta sinnum út á sjó til að freista þess að sleppa henni en hún kemur alltaf aftur og býður við dyr safnsins þegar starfsfólk mætir til vinnu á morgnana og heimtar að koma inn.

Lífið

Skærasta stjarna landsins á lausu

Söngkonan Bríet Ísis Elfar og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo hafa slitið samvistum. Parið ruglaði fyrst saman reytum sumarið 2020 og hafa verið áberandi á listasviðinu síðan.

Lífið