Menning

Þjóðlögin vöktu mikinn áhuga

Kristín Ólafsdóttir flytur þjóðlög sem ekki hafa heyrst á tónleikum sem haldnir verða í Siglufjarðarkirkju á morgun klukkan átta á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. "Ég hef aldrei sungið öll þessi lög í heild á tónleikum áður.“

Menning

Íslensk sirkussýning frumsýnd í kvöld

Sirkus Íslands frumsýnir í kvöld sýninguna Ö-Faktor, og er það þriðja fjölskyldusýningin sem sirkusinn setur upp frá því hann var settur á fót árið 2007, en um sex þúsund manns sáu síðustu sýningu hópsins, Sirkus Sóley.

Menning

Íslenskir höfundar á 30 stöðum í Köln

Um helgina hófst alþjóðleg barna- og unglingabókahátíð sem haldin er árlega í Köln í Þýskalandi. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er „Sagenhaft!“ og munu sex íslenskir rithöfundar lesa í bókasöfnum og skólum í Köln. Hátíðin er skipulögð af SK Stiftung Kultur sem óskaði sérstaklega eftir íslenskum rithöfundum vegna heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í haust.

Menning

Hetjur voru einu sinni börn

Ný bók fyrir börn um ævi og störf Jóns Sigurðssonar kemur út á morgun. Brynhildur Þórarinsdóttir, höfundur bókarinnar, segir brýnt að börn séu vakin til vitundar um að þau geti haft áhrif og tekið þátt í mótun samfélagsins.

Menning

Skjaldborg festir sig í sessi

Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg var haldin í fimmta sinn á Patreksfirði um helgina og heppnaðist vel. Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson hreppti áhorfendaverðlaunin. Rúmlega þrjú hundruð gestir lögðu leið sína á heimildarmyndahátíðina Skjaldborg, sem haldin var á Patreksfirði fimmta árið í röð um hvítasunnuhelgina.

Menning

Styrktartónleikar félags flogaveikra

Árlegir styrktartónleikar LAUF, félags flogaveikra, verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld og mun allur ágóði tónleikana renna til styrktar félagsins.

Menning

Blóð- og saltþvegin Biblía

Sýning Þóru Þórisdóttur "Rubrica“ var opnuð í anddyri Hallgrímskirkju síðastliðinn sunnudag. Á sýningunni eru myndverk sem fjalla um túlkun Þóru á heilögum anda.

Menning

Að fanga hverfandi andrá

Núið og hverfulleiki andartaksins eru inntak bókverksins Júní eftir Hörpu Árnadóttur myndlistarmann. Bókin er nátengd sýningunni Mýraljós en báðar byggja þær á eins konar dagbókarbrotum Hörpu frá dvöl hennar á Bæ á Höfðaströnd í fyrrasumar.

Menning

Eins og að róa til fiskjar

Sænski metsöluhöfundurinn Kajsa Ingemarsson var gestur á höfundakvöldi Norræna hússins í gær. Kajsa hefur verið óhrædd við að breyta um stefnu í lífinu og starfaði hjá sænsku öryggislögreglunni og var vinsæl sjónvarpskona áður en hún lagði ritstörfin fyrir sig.

Menning

Bourgeois í Listasafni Íslands

Það var margt um manninn í Listasafni Íslands þegar sýningin Kona, sem samanstendur af 28 verkum Louise Bourgeois, var opnuð á föstudagskvöld en sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Bourgeois var ein fremsta listakona heims á sýningunni og á sýningunni getur helst að líta innsetningar og höggmyndir en einnig málverk, teikningar og vefmyndir. Sýningin stendur til 11.september.

Menning

Önnur upprisa Fönixins í kvöld

Seinni sýning Ferðalags fönixins verður á Stóra sviði Borgarleikhússins á Listahátíð í Reykjavík í kvöld. Í sýningunni fást Eivör Pálsdóttir söngkona, Reijo Kela nútímadansari og María Ellingsen leikkona hver á sinn hátt við hina táknrænu goðsögu um Fönixinn.

Menning

Á ferð um Köben

Sigrún Gísladóttir, sem búsett var í Kaupmannahöfn um árabil, hefur gefið út bók um borgina, Kaupmannahöfn – Í máli og myndum. "Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn byrjaði ég af tilviljun að taka hópa í göngu um borgina,“ segir Sigrún, sem í framhaldinu fékk meiri áhuga á Kaupmannahöfn. Hún segir að bókin sé að hluta til byggð á gögnunum.

Menning

Rosalegt bardagaatriði í Tortímanda

Hasarleikritið Tortímandi fjallar um sjálfsmynd karla. Verkið er lokaverkefni Dóra DNA úr LHÍ og hann lofar miklum hasar. „Tíðarandinn er að breytast og sýningin er uppgjör okkar við karlmennskuna og feðraveldið sem ól okkur upp," segir Halldór Halldórsson, Dóri DNA, útskriftarnemi úr fræðum og framkvæmd í Listaháskóla Íslands.

Menning

Gefa saman út Regnboga

Platan Guðjón Rúdolf – Regnbogi kemur út í dag. Hún er samvinnuverkefni þeirra Guðjóns Rúdolfs Guðmundssonar og Þorkels Atlasonar. Áður hafa þeir gefið út plöturnar Minimanu og Þjóðsöng.

Menning

Þjófnaðarbálkur Eiríks

Út er komið ritið Ást er þjófnaður eftir Eirík Örn Norðdahl; safn ritgerða um höfundarétt, þjófnað og framtíðina í ótal hlutum, eins og segir í tilkynningu frá Perspired by Iceland sem gefur ritið út.

Menning

Ungt fólk drekkur Þórberg í sig

Í ritinu Að finna undraljós má finna safn greina um Þórberg Þórðarson. Bergljót Kristjánsdóttir, annar ritstjóra verksins, segir að enn sé stöðugt verið að gera nýjar uppgötvanir á höfundarverki Þórbergs.

Menning

Ásgerður flytur sönglög Bjarkar

Ásgerður Júníusdóttir messósópran syngur lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Björk Guðmundsdóttur og Magnús Blöndal Jóhannsson á hljómdisknum Langt fyrir utan ystu skóga, sem nýkomin er út.

Menning

Listin tekin af stallinum

Endemi nefnist nýtt tímarit helgað samtímalist íslenskra kvenna. Ritið kemur út þrisvar á ári og er ætlað að brúa bilið milli myndlistar og almennings og jafna hlut kynjanna í listaumfjöllun. Fyrsta tölublað menningarritsins Endemi kom út fyrir helgi. Stefna blaðsins er að beina sjónum að samtímalist íslenskra kvenna en að tímaritinu standa níu konur, flestar nýútskrifaðar úr Listaháskóla Íslands. Lilja Birgisdóttir er þeirra á meðal. „Okkur fannst vanta meiri umfjöllun um myndlist, ekki síst eftir konur," segir Lilja. „En í staðinn fyrir að kvarta yfir því ákváðum við að leggja eitthvað af mörkum og búa til nýjan vettvang."

Menning

Auður Ava verðlaunuð í Quebec

Skáldsagan Afleggjarinn eftir Auði Övu Ólafsdóttir hlaut á mánudag Bóksalaverðlaunin í Quebec í Kanada – Prix des libraires de Quebec. Veitt voru verðlaun fyrir skáldskap frá Quebec og erlend skáldrit. Auk Auðar voru meðal annars Michel Houellebecq og Sofi Oksanen tilnefnd.

Menning

Óperukór í Hafnarborg

Óperukór Hafnarfjarðar heldur sína árlegu vortónleika í Hafnarborg í kvöld klukkan 20. Sungin verða nokkur kórverk úr heimi óperubókmenntanna með einsöngvurum sem allir koma úr röðum kórfélaga. Einnig verða fluttir sviðsettir kaflar úr óperettunni Leðurblökunni eftir Jóhann Strauss undir leikstjórn Ingunnar Jensdóttur, sem einnig syngur með kórnum.

Menning

Hinar ótal hliðar Einars

Teikningar, líkön, hönnunarmunir og heimildir um byggingar eftir Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt eru undirstaða sýningarinnar Hugvit sem opnar í Hafnarborg í dag. Einar Þorsteinn hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Elíassonar undanfarin ár. Pétur Ármannsson sýningarstjóri segir hugmyndaheim Einars Þorsteins einstakan á Íslandi.

Menning

Fínpússaðir skrælingjar

Kristín Svava Tómasdóttir stimplaði sig inn sem eitt efnilegasta ljóðskáld landsins með frumraun sinni, Blótgælum, árið 2007. Önnur ljóðabók hennar, Skrælingjasýningin, kom út á dögunum.

Menning

Íslenskar kvikmyndir í Bíó Paradís

Bíó Paradís, kvikmyndahúsið við Hverfisgötu, hyggst blása til íslensks kvikmyndasumars og hefst það 6. maí. Í hverri viku verður sýnd íslensk kvikmynd með enskum texta og er þetta því kjörið tækifæri fyrir Íslendinga sem vilja sýna útlendingum íslenska kvikmyndamenningu og jafnframt rifja upp gömul kynni við gamlar íslenskar kvikmyndir.

Menning

Hlakkar til að standa á sviðinu

"Þessi salur lítur ótrúlega skemmtilega út. Ég hlakka mjög mikið til að standa á þessu sviði,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu blæs Helgi til stórtónleika í Eldborgarsal Hörpunnar á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þar munu hann og þekktir tónlistarmenn á borð við Bogomil Font, Ragnheiði Gröndal og Högna Egilsson flytja íslenskar dægurlagaperlur. „Víkingur Heiðar var að æfa sig þegar við vorum þarna og það er svaka flottur hljómur, þetta er mikið djásn sem við höfum eignast þarna."

Menning

Alltaf gaman að mæta í vinnuna

Eldhuginn Jón Stefánsson hefur verið lífið og sálin í öflugu tónlistarstarfi Langholtskirkju frá unga aldri. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti Jón á heimavelli í Langholtskirkju og ræddi um tónlist og ástríðuna fyrir að miðla henni.

Menning