Menning Hirðfífl íslenska krimmans „Já, ætli ég sé þá ekki bara hirðfífl íslenska krimmans? Er það ekki fínt? Það eru þau sem hafa hin raunverulegu völd. Rödd sannleikans. Eins og ástandið er í dag held ég að hinir titlarnir séu ekkert sérlega eftirsóknarverðir,“ segir Ævar Örn Jósepsson sem á föstudag sendi frá sér sinn fimmta krimma: Land tækifæranna. Menning 29.11.2008 03:00 Framlag Haralds Einn helsti áhrifamaður þjóðarinnar á síðustu öld var Haraldur Nielsson. Á morgun er þess minnst með málþingi í Þjóðarbókhlöðu að 140 ár eru liðin frá fæðingu hans og öld liðin frá því hann gaf út umdeilda þýðingu á Gamla testamentinu. Á málþinginu talar sonur Haralds, Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri, um föður sinn og prófessorarnir Pétur Pétursson, Gunnlaugur A. Jónsson, Erlendur Haraldsson og Gunnar Kristjánsson prófastur fjalla um ævi og störf Haralds.. Dagskráin hefst í Fríkirkjunni í Reykjavík með messu kl. 11 og málþingið hefst í Þjóðarbókhlöðunni kl. 13.15. Sýningin verður opnuð kl. 15.30. Menning 29.11.2008 03:00 Hjördís í Gilinu Hjördís Frímann opnar málverkasýningu í Festarkletti, efst í listagilinu á Akureyri, kl. 15 í dag. Sýningin ber nafnið „Heimkoman“ og vísar til þess að Hjördís er nýlega flutt á heimaslóðir á Akureyri. Hjördís vinnur með akrýl á striga og pappír og nýtir jafnan litaskalann til hins ítrasta. Menning 29.11.2008 02:15 Fjórða prentun Fjórða prentun af ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur, Blótgælur, er komin í búðir. Bókin kom fyrst út í október í fyrra: önnur prentun var prentuð í nóvember og sú þriðja í desember og er hún löngu uppseld. Það er bókaforlaginu Bjarti sönn ánægja að dreifa fjórðu prentun á þessari frábæru ljóðabók í dag. Þessi fyrsta ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur hefur sannarlega slegið í gegn enda í henni ferskur og áleitinn bragur. Menning 29.11.2008 02:15 Ástarljóð Strandamanns Strandamaðurinn Bjarni Ómar Haraldsson hefur gefið út sína aðra sólóplötu sem nefnist Fyrirheit. Hefur hún að geyma melódískt popp í rólegri kantinum. Menning 29.11.2008 01:30 Þjóðleikhússtjóri leikur hórumömmu Lögfræðidramasjónvarpsþættirnir Réttur eru nú í tökum en þar fara þau hjón Egill Ólafsson, tónlistarmaður og leikari, og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri með veigamikil hlutverk. Meðan Egill fer með hlutverk eldri lögmanns hér í bæ þá er hlutverk Tinnu öllu nýstárlegra. Hún leikur hórumömmu í Reykjavíkurborg. Að sögn Sigurjóns Kjartanssonar handritshöfundar er Tinna sem sköpuð fyrir hlutverkið. Menning 28.11.2008 06:45 Kvennasýningar blómstra Listakonur eru fyrirferðarmiklar í myndlistarsölum þessa dagana og kennir í verkum þeirra frá liðnu ári margra grasa. Hér er líka uppi athyglisverð sýning hollenskrar listakonu þar sem bent er á hlut horfinna kvenna í myndlistinni. Menning 28.11.2008 04:30 Grýla og familía Í dag er opnuð sýning í Hafnarborg á nýjum myndskreytingum eftir Brian Pilkington af íslensku jólasveinunum, foreldrum þeirra, Grýlu og Leppalúða, þessari séríslensku vandamálafjölskyldu. Sýningin mun standa fram á þrettándann og er tilvalið að fara með börnin í Fjörðinn til að skoða þessar teikningar Brians. Menning 28.11.2008 04:00 Janis áfram Rokksöngleikurinn Janis 27 eftir Ólaf Hauk Símonarson hefur verið sýndur í Íslensku óperunni við miklar vinsældir í allt haust og verður síðasta sýning haustsins næstkomandi föstudag, 28. nóvember, kl. 20. Menning 27.11.2008 06:00 Bandarísk bókmenntaverðlaun Peter Matthiessen, rithöfundur og stofnandi Paris Review, hlaut á miðvikudag National Book Award fyrir skáldsögu sína Wednesday night for Shadow Country sem er endurritun á verki hans frá áttunda áratugnum. Hann hefur áður fengið þessi verðlaun fyrir eitt sitt frægasta verk, The Snow Leopard. Menning 27.11.2008 06:00 Moka Myrká Arnaldar út „Já, Myrká mokast út. Mikil söluaukning milli ára,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Menning 27.11.2008 04:45 Ekki á dánarbeði „Það eru gróusögur um að við séum háð einum banka og ef hann fer þá förum við líka en það er bara ekki þannig,“ segir Rakel Garðarsdóttir hjá leikhópnum Vesturporti þar sem fjöldi verkefna er fram undan. Menning 25.11.2008 03:00 Gefur út tónlist úr leikriti „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sem tónlist við leikverk,“ segir Jarþrúður Karlsdóttir sem gefur úr plötu með tónlistinni úr leikritinu Dansaðu við mig, en verkið er sýnt í Iðnó um þessar mundir. Menning 24.11.2008 05:00 Franskir lúðrahljómar Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr býður upp á franska tónlist og stemmningu á tónleikum á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 17. Menning 23.11.2008 06:00 Lögfræðingur frekar en skáld Sænski rithöfundurinn Jens Lapidus hefur slegið í gegn í heimalandi sínu með bók sinni Fundið fé. Nú er röðin kominn að Íslandi. Freyr Gígja Gunnarsson hitti þennan best klædda mann Svíþjóðar og forvitnaðist um það hvernig lögfræðingur verður skáld. Menning 23.11.2008 06:00 Barokk-popp í Langholti Annað kvöld bregður Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir sig betri fætinum, flytur sig af Melunum upp í Langholt: í Langholtskirkju verður besta hljómsveit landsins með efnisskrá sem helguð er helstu perlum barokksins; sum þessara verka eru öllum kunn: Vatnamúsík Händels, Hljómsveitarsvíta nr. 3 eftir Bach, en í henni er einmitt Aría á G-streng, og hin sívinsæla kanón Pachelbels eru þeirra á meðal. Poppið úr barokkinu. Menning 21.11.2008 06:00 Út með sjálfsmynd þrælsins Á stærstu sýningu Tolla til þessa vísa verkin til kynslóðar sem við miklu verri kost byggði upp almennilegt samfélag. „Nei, alls ekki. Tímasetningin er snilld,“ segir myndlistarmaðurinn Tolli spurður hvort ekki sé óðs manns æði að efna til myndlistarsýningar nú á þessum síðustu og verstu. Menning 21.11.2008 06:00 Nýtt starfsár hafið Á morgun er opið hús í Hallgrímskirkju á degi heilagrar Sesselju og verður dyrum kirkjunnar lokið upp kl. 13.30. Dagskráin er þríþætt, kynning í tali og tónum á óratoríunni Ceceliu eftir Áskel Másson, kynning á nýjum geisladisk Mótettukórsins og dagskrá Listvinafélags Hallgrímskirkju. Menning 21.11.2008 06:00 Hverflyndi gæfunnar Á morgun munu fornir, þýskir, blautlegir og andríkir söngvar hljóma yfir Grafarvoginn úr kirkjunni þegar Vox academica flytur Carmina Burana eftir Carl Orff ásamt liðsstyrk. Menning 21.11.2008 06:00 Steinar rís úr djúpi Á föstudagskvöld frumsýnir þrettán manna leikhópur undir stjórn Rúnars Guðbrandssonar verkið Steinar í djúpinu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Menning 20.11.2008 06:00 Lapidus les fyrir Íslendinga Sænski glæpasagnahöfundurinn Jens Lapidus ætlar að sækja landið heim og lesa upp úr bók sinni Fundið fé sem kemur út á vegum JPV fyrir þessi jól. Lapidus þessi hefur slegið í gegn meðal sænsku þjóðarinnar með sakamálasögum sínum en bakgrunnur hans er nokkuð óvenjulegur. Menning 20.11.2008 06:00 Fullt hús hjá Stúdentaleikhúsinu „Um fjörutíu manns sóttu um að komast inn í Stúdentaleikhúsið í ár,“ segir Halldóra Rut Bjarnadóttir, einn af stjórnendum leikhússins, sem sýnir nú leikverkið Scarta undir stjórn Víkings Kristjánssonar. „Víkingur lagði fram hugmynd að handriti, valdi þá sem honum fannst passa í hlutverkin og í kjölfarið hófst átta vikna spunaferli þar sem verkið var sniðið í samvinnu við leikara og listræna stjórnendur,“ útskýrir Halldóra, en Scarta var frumsýnt fyrir rúmri viku og hlaut góðar viðtökur. Menning 17.11.2008 06:00 Sigurður Björn Blöndal: Í aðalhlutverki í athyglisverðri bók Góður forstjóri á vel við „Hugmyndin kviknaði á Gljúfrasteini og vatt upp á sig. Þar var verið að borða taílenskan mat – „take away“. Rithöfundur, myndlistarmaður og gamall poppari. Við töluðum við þá Forlagsfeðga sem kveiktu á þessu. Og svo var þetta unnið mjög hratt,“ segir Sigurður Björn Blöndal sérfræðingur. Menning 16.11.2008 08:00 Óttar skrifar um gosið í Eyjum „Þarna eru margir Eyjamenn sem segja frá upplifun sinni á dramatískan hátt og opna sig með tilfinningar sínar," segir Óttar Sveinsson rithöfundur. Fimmtánda Útkallsbók Óttars er komin í verslanir og að þessu sinni fjallar höfundurinn um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973. Menning 13.11.2008 06:00 Rómantískur Stefán Máni Glæpasagnahöfundurinn Stefán Máni virðist við fyrstu sýn ekki vera hinn dæmigerði mjúki maður. Sögur hans eru uppfullar af hörkutólum og ofbeldisseggjum. Menning 12.11.2008 06:00 Uppboð í Fold Galleri Fold heldur uppboð á mánudagskvöldið kemur í húsnæði sínu við Rauðarárstíg og hefst það kl. 18. Fjöldi verka verða boðin upp að venju og þar á meðal fjölmörg verka gömlu meistaranna en einnig eftir nokkra af samtímalistamönnum okkar. Menning 8.11.2008 06:00 Mikið að gera hjá Snorra Snorri Ásmundsson myndlistarmaður hefur mikið að gera þessa dagana. Á einni viku kemur hann að þremur sýningum í Reykjavík. Í dag á hann verk á samsýningu í Kling og Bang gallerí á Hverfisgötu, á þriðjudeginum 11. nóvember opnar hann einkasýningu á Gallerí Vegg hjá Helga Þorgilssyni myndlistarmanni og á föstudeginum 14. nóvember opnar hann einkasýningu í Gallerí Turpentine í Ingólfsstræti. Þá hefur Snorri sett upp nýja heimasíðu: http://flotakona.com. Menning 8.11.2008 06:00 Dansandi aftur á svið Um helgina hefjast sýningar í Borgarleikhúsinu á nóvemberverkum Íslenska dansflokksins og verða sýningar á þeim næstu sunnudaga. Menning 8.11.2008 06:00 Þýskir gestir Í dag opnar ný sýning í Kling & Bang gallerí á Hverfisgötu 42 þar sem 16 listamenn frá Berlín slást í lið með 9 íslenskum listamönnum er reka Kling & Bang gallerí. Menning 8.11.2008 06:00 Leiðsögn listamanns Eirún Sigurðardóttir, myndlistamaður og félagi í Gjörningaklúbbnum, gengur með gestum um sýninguna ID-LAB í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á morgun kl. 15 og fjallar um verk Gjörningaklúbbsins á sýningunni. Menning 8.11.2008 06:00 « ‹ 175 176 177 178 179 180 181 182 183 … 334 ›
Hirðfífl íslenska krimmans „Já, ætli ég sé þá ekki bara hirðfífl íslenska krimmans? Er það ekki fínt? Það eru þau sem hafa hin raunverulegu völd. Rödd sannleikans. Eins og ástandið er í dag held ég að hinir titlarnir séu ekkert sérlega eftirsóknarverðir,“ segir Ævar Örn Jósepsson sem á föstudag sendi frá sér sinn fimmta krimma: Land tækifæranna. Menning 29.11.2008 03:00
Framlag Haralds Einn helsti áhrifamaður þjóðarinnar á síðustu öld var Haraldur Nielsson. Á morgun er þess minnst með málþingi í Þjóðarbókhlöðu að 140 ár eru liðin frá fæðingu hans og öld liðin frá því hann gaf út umdeilda þýðingu á Gamla testamentinu. Á málþinginu talar sonur Haralds, Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri, um föður sinn og prófessorarnir Pétur Pétursson, Gunnlaugur A. Jónsson, Erlendur Haraldsson og Gunnar Kristjánsson prófastur fjalla um ævi og störf Haralds.. Dagskráin hefst í Fríkirkjunni í Reykjavík með messu kl. 11 og málþingið hefst í Þjóðarbókhlöðunni kl. 13.15. Sýningin verður opnuð kl. 15.30. Menning 29.11.2008 03:00
Hjördís í Gilinu Hjördís Frímann opnar málverkasýningu í Festarkletti, efst í listagilinu á Akureyri, kl. 15 í dag. Sýningin ber nafnið „Heimkoman“ og vísar til þess að Hjördís er nýlega flutt á heimaslóðir á Akureyri. Hjördís vinnur með akrýl á striga og pappír og nýtir jafnan litaskalann til hins ítrasta. Menning 29.11.2008 02:15
Fjórða prentun Fjórða prentun af ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur, Blótgælur, er komin í búðir. Bókin kom fyrst út í október í fyrra: önnur prentun var prentuð í nóvember og sú þriðja í desember og er hún löngu uppseld. Það er bókaforlaginu Bjarti sönn ánægja að dreifa fjórðu prentun á þessari frábæru ljóðabók í dag. Þessi fyrsta ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur hefur sannarlega slegið í gegn enda í henni ferskur og áleitinn bragur. Menning 29.11.2008 02:15
Ástarljóð Strandamanns Strandamaðurinn Bjarni Ómar Haraldsson hefur gefið út sína aðra sólóplötu sem nefnist Fyrirheit. Hefur hún að geyma melódískt popp í rólegri kantinum. Menning 29.11.2008 01:30
Þjóðleikhússtjóri leikur hórumömmu Lögfræðidramasjónvarpsþættirnir Réttur eru nú í tökum en þar fara þau hjón Egill Ólafsson, tónlistarmaður og leikari, og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri með veigamikil hlutverk. Meðan Egill fer með hlutverk eldri lögmanns hér í bæ þá er hlutverk Tinnu öllu nýstárlegra. Hún leikur hórumömmu í Reykjavíkurborg. Að sögn Sigurjóns Kjartanssonar handritshöfundar er Tinna sem sköpuð fyrir hlutverkið. Menning 28.11.2008 06:45
Kvennasýningar blómstra Listakonur eru fyrirferðarmiklar í myndlistarsölum þessa dagana og kennir í verkum þeirra frá liðnu ári margra grasa. Hér er líka uppi athyglisverð sýning hollenskrar listakonu þar sem bent er á hlut horfinna kvenna í myndlistinni. Menning 28.11.2008 04:30
Grýla og familía Í dag er opnuð sýning í Hafnarborg á nýjum myndskreytingum eftir Brian Pilkington af íslensku jólasveinunum, foreldrum þeirra, Grýlu og Leppalúða, þessari séríslensku vandamálafjölskyldu. Sýningin mun standa fram á þrettándann og er tilvalið að fara með börnin í Fjörðinn til að skoða þessar teikningar Brians. Menning 28.11.2008 04:00
Janis áfram Rokksöngleikurinn Janis 27 eftir Ólaf Hauk Símonarson hefur verið sýndur í Íslensku óperunni við miklar vinsældir í allt haust og verður síðasta sýning haustsins næstkomandi föstudag, 28. nóvember, kl. 20. Menning 27.11.2008 06:00
Bandarísk bókmenntaverðlaun Peter Matthiessen, rithöfundur og stofnandi Paris Review, hlaut á miðvikudag National Book Award fyrir skáldsögu sína Wednesday night for Shadow Country sem er endurritun á verki hans frá áttunda áratugnum. Hann hefur áður fengið þessi verðlaun fyrir eitt sitt frægasta verk, The Snow Leopard. Menning 27.11.2008 06:00
Moka Myrká Arnaldar út „Já, Myrká mokast út. Mikil söluaukning milli ára,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Menning 27.11.2008 04:45
Ekki á dánarbeði „Það eru gróusögur um að við séum háð einum banka og ef hann fer þá förum við líka en það er bara ekki þannig,“ segir Rakel Garðarsdóttir hjá leikhópnum Vesturporti þar sem fjöldi verkefna er fram undan. Menning 25.11.2008 03:00
Gefur út tónlist úr leikriti „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sem tónlist við leikverk,“ segir Jarþrúður Karlsdóttir sem gefur úr plötu með tónlistinni úr leikritinu Dansaðu við mig, en verkið er sýnt í Iðnó um þessar mundir. Menning 24.11.2008 05:00
Franskir lúðrahljómar Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr býður upp á franska tónlist og stemmningu á tónleikum á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 17. Menning 23.11.2008 06:00
Lögfræðingur frekar en skáld Sænski rithöfundurinn Jens Lapidus hefur slegið í gegn í heimalandi sínu með bók sinni Fundið fé. Nú er röðin kominn að Íslandi. Freyr Gígja Gunnarsson hitti þennan best klædda mann Svíþjóðar og forvitnaðist um það hvernig lögfræðingur verður skáld. Menning 23.11.2008 06:00
Barokk-popp í Langholti Annað kvöld bregður Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir sig betri fætinum, flytur sig af Melunum upp í Langholt: í Langholtskirkju verður besta hljómsveit landsins með efnisskrá sem helguð er helstu perlum barokksins; sum þessara verka eru öllum kunn: Vatnamúsík Händels, Hljómsveitarsvíta nr. 3 eftir Bach, en í henni er einmitt Aría á G-streng, og hin sívinsæla kanón Pachelbels eru þeirra á meðal. Poppið úr barokkinu. Menning 21.11.2008 06:00
Út með sjálfsmynd þrælsins Á stærstu sýningu Tolla til þessa vísa verkin til kynslóðar sem við miklu verri kost byggði upp almennilegt samfélag. „Nei, alls ekki. Tímasetningin er snilld,“ segir myndlistarmaðurinn Tolli spurður hvort ekki sé óðs manns æði að efna til myndlistarsýningar nú á þessum síðustu og verstu. Menning 21.11.2008 06:00
Nýtt starfsár hafið Á morgun er opið hús í Hallgrímskirkju á degi heilagrar Sesselju og verður dyrum kirkjunnar lokið upp kl. 13.30. Dagskráin er þríþætt, kynning í tali og tónum á óratoríunni Ceceliu eftir Áskel Másson, kynning á nýjum geisladisk Mótettukórsins og dagskrá Listvinafélags Hallgrímskirkju. Menning 21.11.2008 06:00
Hverflyndi gæfunnar Á morgun munu fornir, þýskir, blautlegir og andríkir söngvar hljóma yfir Grafarvoginn úr kirkjunni þegar Vox academica flytur Carmina Burana eftir Carl Orff ásamt liðsstyrk. Menning 21.11.2008 06:00
Steinar rís úr djúpi Á föstudagskvöld frumsýnir þrettán manna leikhópur undir stjórn Rúnars Guðbrandssonar verkið Steinar í djúpinu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Menning 20.11.2008 06:00
Lapidus les fyrir Íslendinga Sænski glæpasagnahöfundurinn Jens Lapidus ætlar að sækja landið heim og lesa upp úr bók sinni Fundið fé sem kemur út á vegum JPV fyrir þessi jól. Lapidus þessi hefur slegið í gegn meðal sænsku þjóðarinnar með sakamálasögum sínum en bakgrunnur hans er nokkuð óvenjulegur. Menning 20.11.2008 06:00
Fullt hús hjá Stúdentaleikhúsinu „Um fjörutíu manns sóttu um að komast inn í Stúdentaleikhúsið í ár,“ segir Halldóra Rut Bjarnadóttir, einn af stjórnendum leikhússins, sem sýnir nú leikverkið Scarta undir stjórn Víkings Kristjánssonar. „Víkingur lagði fram hugmynd að handriti, valdi þá sem honum fannst passa í hlutverkin og í kjölfarið hófst átta vikna spunaferli þar sem verkið var sniðið í samvinnu við leikara og listræna stjórnendur,“ útskýrir Halldóra, en Scarta var frumsýnt fyrir rúmri viku og hlaut góðar viðtökur. Menning 17.11.2008 06:00
Sigurður Björn Blöndal: Í aðalhlutverki í athyglisverðri bók Góður forstjóri á vel við „Hugmyndin kviknaði á Gljúfrasteini og vatt upp á sig. Þar var verið að borða taílenskan mat – „take away“. Rithöfundur, myndlistarmaður og gamall poppari. Við töluðum við þá Forlagsfeðga sem kveiktu á þessu. Og svo var þetta unnið mjög hratt,“ segir Sigurður Björn Blöndal sérfræðingur. Menning 16.11.2008 08:00
Óttar skrifar um gosið í Eyjum „Þarna eru margir Eyjamenn sem segja frá upplifun sinni á dramatískan hátt og opna sig með tilfinningar sínar," segir Óttar Sveinsson rithöfundur. Fimmtánda Útkallsbók Óttars er komin í verslanir og að þessu sinni fjallar höfundurinn um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973. Menning 13.11.2008 06:00
Rómantískur Stefán Máni Glæpasagnahöfundurinn Stefán Máni virðist við fyrstu sýn ekki vera hinn dæmigerði mjúki maður. Sögur hans eru uppfullar af hörkutólum og ofbeldisseggjum. Menning 12.11.2008 06:00
Uppboð í Fold Galleri Fold heldur uppboð á mánudagskvöldið kemur í húsnæði sínu við Rauðarárstíg og hefst það kl. 18. Fjöldi verka verða boðin upp að venju og þar á meðal fjölmörg verka gömlu meistaranna en einnig eftir nokkra af samtímalistamönnum okkar. Menning 8.11.2008 06:00
Mikið að gera hjá Snorra Snorri Ásmundsson myndlistarmaður hefur mikið að gera þessa dagana. Á einni viku kemur hann að þremur sýningum í Reykjavík. Í dag á hann verk á samsýningu í Kling og Bang gallerí á Hverfisgötu, á þriðjudeginum 11. nóvember opnar hann einkasýningu á Gallerí Vegg hjá Helga Þorgilssyni myndlistarmanni og á föstudeginum 14. nóvember opnar hann einkasýningu í Gallerí Turpentine í Ingólfsstræti. Þá hefur Snorri sett upp nýja heimasíðu: http://flotakona.com. Menning 8.11.2008 06:00
Dansandi aftur á svið Um helgina hefjast sýningar í Borgarleikhúsinu á nóvemberverkum Íslenska dansflokksins og verða sýningar á þeim næstu sunnudaga. Menning 8.11.2008 06:00
Þýskir gestir Í dag opnar ný sýning í Kling & Bang gallerí á Hverfisgötu 42 þar sem 16 listamenn frá Berlín slást í lið með 9 íslenskum listamönnum er reka Kling & Bang gallerí. Menning 8.11.2008 06:00
Leiðsögn listamanns Eirún Sigurðardóttir, myndlistamaður og félagi í Gjörningaklúbbnum, gengur með gestum um sýninguna ID-LAB í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á morgun kl. 15 og fjallar um verk Gjörningaklúbbsins á sýningunni. Menning 8.11.2008 06:00