Menning

Fjölbreytt hönnun í Forynju

Forynja nefnist ný búð sem Sara María Eyþórsdóttir opnar í dag en Sara er oftast kennd við búðina Nakta apann sem hún rekur einnig. Í Forynju verður margt spennandi í boði og þar á meðal heimilisvörur eins og koddar og rúmföt sem hönnuð eru af Söru og hennar aðstoðarteymi.

Menning

Banksy og Warhol í eina sæng

Í menningarmiðstöðinni The Hospital Gallery er nú att saman New York-listamanninum Andy Warhol og breska götulistamanninum Banksy. Þó þessir tveir listamenn eigi alls ólíkan bakgrunn er list þeirra ekki svo ósvipuð og sést það á sýningunni þar sem verk þeirra eru sýnd saman.

Menning

Herðubreið á bók

Í síðustu viku var haldinn blaðamannafundur í Vatnasafninu í Stykkishólmi og kynnt ný bók eftir Roni Horn sem geymir ljósmyndir hennar af íslenskum heimilum.

Menning

Verk Kristjáns í Gallerí Fold á menningarnótt

Gallerí Fold opnar sali sína upp á gátt á menningarnótt: þrjár ólíkar sýningar verða á Rauðarárstígnum og að vanda verður dagskrá allan daginn og hið vinsæla happadrætti en vinningar þetta árið eru verk eftir tvo þeirra sem sýna: Kristján Davíðsson og Harald Bilson.

Menning

Ástir í enska boltanum

Það hefur verið dauflegt yfir leiksviðum landsmanna síðustu vikur. Engar sumarsýningar eru í gangi á stærri sviðum landsins og smærri hópar hafa hægt um sig. Gegn þessari deyfð rísa hinir ungu og efnilegu.

Menning

Kunna ekki að skrifa

Sænsku krimmahöfundarnir Liza Marklund og Camilla Lackberg, sem þekktar eru hér á landi af glæpasögum sínum sem ARI útgáfa hefur gefið út hin síðari misseri, hafa á þessu sumri mátt þola nokkurt mótlæti af hendi starfsbræðra sinna.

Menning

Ísland áberandi á tískuviku

Tískuvikan í Kaupmannahöfn hófst á miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Samhliða henni er haldinn fjöldi sölusýninga, sem margir íslenskir hönnuðir taka þátt í.

Menning

Sex manna sýning á Seyðisfirði

Sýningarhöllin í Skaftfelli á Seyðisfirði er öxullinn í sýningarhaldi á Austurlandi. Þar verður opnuð sýning á laugardag á verkum sex myndlistarmanna.

Menning

Tekur laumumyndir

Laumumyndir af fólki er viðfangsefnið á ljósmyndasýningu Ara Sigvaldasonar í galleríinu Fótógrafíu. Yfirsikrft sýningarinnar er Götulíf og vissu fyrirmyndirnar ekki af því að verið væri að taka myndir af þeim.

Menning

„Einfaldir hlutir“ í Listagili

Brynhildur Kristinsdóttir opnar í dag sýninguna „Einfaldir hlutir, höfuð, stóll og samskipti“ á Karólínu Restaurant í Listagilinu á Akureyri. „Í þessari sýningu mætast gömul og ný verk.

Menning

Frá Vibskov til Willhelm

Sara María Skúladóttir er nýsnúin frá Danmörku, þar sem hún vann í stúdíói fatahönnuðarins þekkta, Henrik Vibskov í einn mánuð. Í lok ágústmánaðar heldur hún svo til Parísar, þar sem hún hefur fengið vinnu hjá öðrum þekktum hönnuði, Bernhard Willhelm.

Menning

Íslensk sýning í Hangar-7

Listasafnið Hangar-7 í Austurríki setur í lok september upp sýningu tileinkaða íslenskum listamönnum. Sjö íslenskir listamenn verða valdir til að sýna þar. Mikill fjöldi fólks sækir sýningar þarna og er þetta því mikill fengur fyrir þá listamenn sem verða valdir.

Menning

ArtFart hefst í annað sinn

Sviðslistahátíðin artFart hefst um helgina, með frumsýningu á dansverkinu Moment Seen í Tjarnarbíói. Samband ungra sviðslistamanna stendur að hátíðinni, sem hóf göngu sína í fyrra.

Menning

Einkasýning Heklu

Hekla Dögg Jónsdóttir opnar einkasýningu í Nýlistasafninu í dag. Sýningin ber heitið „Liminality; alveg á mörkunum“ og stendur til 19. ágúst. „Liminality” vísar til millibilssvæðis eða griðastaðar sem áhorfanda gefst færi á að dvelja í, að því er segir í fréttatilkynningu.

Menning

Syndug hjörtu á Rauðasandi

Bjartur útgáfa gaf út tvær skáldsögur Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl og Aðventu, nú í vikunni. Í tilefni af útgáfu Svartfugls verður boðið upp á menningardagskrá að Saurbæ á Rauðasandi annað kvöld. Dagskráin ber titlinn „Við klukknahljóm syndugra hjarta“.

Menning

Vinir í 101 Gallerí

Helgi Þórsson og Morgan Betz opna í dag samsýninguna Bermuda Love Triangle: the story of Doctor Son and Mister Bates, í 101 Gallerí að Hverfisgötu 18a.

Menning

Sótti áhrif í íslensk sjómannaklæði

Hildigunnur Sigurðardóttir lauk nýverið við BA í fatahönnun í skóla í Bretlandi. Þar fékk hún hæstu eink­unn fyrir lokalínu sína og fékk þann heiður að sýna á London Graduate Week ásamt útskriftarnemum úr öðrum skólum.

Menning

Í fótspor Möðruvallamunka

Minjasafnið á Akureyri, í samvinnu við Amtmannssetrið á Möðruvöllum, stendur fyrir sögugöngu frá miðaldakaupstaðnum Gásum að Möðruvöllum í Hörgárdal. Gangan hefst á því að Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnisstjóri Gásaverkefnisins, veitir gestum leiðsögn um Gásakaupstað.

Menning

Reykjavík skynjuð á nýjan og framandi hátt

Í sumar hafa menningarstofnanir Reykjavíkurborgar staðið fyrir kvöldgöngum frá Kvosinni þriðja sumarið í röð. Í kvöld kl. 20 mun Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona fara fyrir göngunni og varpa nýju ljósi á miðbæ Reykjavíkur á leiðinni.

Menning

LungA lokið

Vikulangri Listahátíð ungs fólks á Austurlandi lauk í gær með uppskeruhátíð á Seyðisfirði og gekk hátíðin vel fyrir sig.

Menning

Hark að vera ljóðskáld á Íslandi

Þórdís Björnsdóttir hefur gefið út þriðju ljóðabók sína. Fyrsta skáldsaga hennar er svo væntanleg fyrir jólin. „Í bókinni er margt ósagt. Það er ýjað að mörgu og í ljóðunum er ákveðinn undirliggjandi óhugnaður. Nafn bókarinnar kemur úr þessum þætti hennar, þessari dulúð,“ segir Þórdís Björnsdóttir.

Menning

Galdrafár um alla Reykjavík

Sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn, Harry Potter and the Deathly Hallows, kemur í verslanir á föstudaginn og mikill spenningur er kominn í aðdáendur bókanna.

Menning

Götulistakeppni í reykporti

Kaffihúsið Prikið stendur fyrir götulistakeppni um þessar mundir, en vinningshafi í keppninni fær að skreyta flennistórt svæði í portinu á bak við húsnæðið.

Menning

Magnús Pálsson minnist Þórarins Nefjólfssonar í i8

Í gær opnaði Magnús Pálsson athyglisverða sýningu í Galleríinu i8 á Klapparstíg 33. Sýningin mun standa til 18. ágúst næstkomandi og ber yfirskriftina Minning Þórarins Nefjólfssonar. „Frá unga aldri hefur setið í mér sagan af Þórarni og viðskiptum hans við Noregskonung,“ segir Magnús.

Menning

Síðasta Föstudagsfiðrildið í dag

Síðasta Föstudagsfiðrildi sumarsins fer fram í dag. Skapandi sumarhópar hafa verið duglegir að skemmta gangandi vegfarendum miðbæjarins í sumar og hafa fengið mjög góðar undirtektir. Í dag er því um að gera að kíkja niður í bæ og athuga hvað unga fólkið hefur upp á að bjóða.

Menning

Jónsi og Alex sýna í Arkansas

Riceboy Sleeps, sameiginlegt verkefni Jóns Þórs Birgissonar, sem flestir þekkja sem Jónsa í Sigur rós, og Alex Somers, kærasta hans, heldur utan á næstunni. Jónsi og Alex halda sýningu í Arkansas um næstu mánaðamót og í Melbourne í Ástralíu í október.

Menning

InfoPHR opnar á Korpúlfsstöðum

Sýningin InfoPHR opnar í sýningarrými Sambands íslenskra myndlistarmanna á Korpúlfsstöðum á morgun. Þar sýna níu listamenn frá Reykjavík, Hamborg og Prag afrakstur samstarfs síns síðastliðin þrjú ár.

Menning

Björgum Harry Potter

Í vikunni verður fimmta kvikmyndin um galdrastrákinn Harry Potter frumsýnd. Aðdáendur bókanna bíða hins vegar margir hverjir spenntari eftir sjöundu bókinni og vona heitt og innilega að Potter haldi lífi. Vefsíða Waterstone-netbókaverslunarinnar hefur sett af stað undirskriftalista og biðlar þar til J.K Rowling um að gefa galdraunglingnum grið.

Menning

Vinna myndir og tóna

Slefberi nefnist einn af hinum skapandi sumarhópum Hins Hússins. Hópinn skipa þau Logi Leó Gunnarsson, Birna Björnsdóttir og Helena Aðalsteinsdóttir.

Menning