Skoðun

Endur­kaup í Grinda­vík: Fólk á rétt á raun­veru­legri mynd af hús­næði sínu

Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar

Eftir áramamót munu fyrri eigendur íbúðarhúsnæðis í Grindavík fá tækifæri til að kaupa heimili sín til baka samkvæmt endurkaupaáætlun Þórkötlu fasteignafélags. Áætlunin, sem kynnt verður í byrjun árs 2026, hefur vekur von um að hægt verði að endurheimta eðlilegt líf í bænum eftir langvarandi óvissu vegna náttúruhamfara.

Skoðun

Ný og góð ver­öld í Reykja­víkur­borg?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni.

Skoðun

Krónupíning for­eldra er engin lausn

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun.

Skoðun

Köld kveðja á kvennaári

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti.

Skoðun

Ís­land fyrst

Kjartan Magnússon skrifar

Hvernig stendur á því að jafn sjálfsagður hlutur og Ísland fyrst vefst svo fyrir mönnum sem raun ber vitni? Að menn skuli keppast við að tortryggja það sem ætti að vera sjálfgefið? Er það vegna þess að hugmyndin er of sjálfsögð til að hægt sé að gagnrýna hana efnislega og því þarf að skrumskæla hana?

Skoðun

Gagnaver í leit að orku

Tinna Traustadóttir skrifar

Við lifum á tímum örra tæknibreytinga, þar sem gervigreind er orðin lykilþáttur í þróun samfélags og atvinnulífs um allan heim. Fyrirtæki og þjóðir keppast við að þjálfa líkön, bæta reiknigetu og skapa sér forskot í kapphlaupinu um nýtingu gervigreindar.

Skoðun

Varði Ís­land ó­líkt sumum öðrum

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Við eigum það til að kalla fólk Íslandsvini af minnsta tilefni. Frægt fólk þarf varla að gera mikið meira en að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að öðlast þá nafnbót. Á dögunum kom hins vegar hingað til lands einstaklingur sem á hana svo sannarlega á skilið. Daniel Hannan sem sæti á í lávarðadeild brezka þingsins. Ekki er nóg með að hann hafi komið margoft til landsins á liðnum árum og áratugum og eigi hér marga vini heldur var hann einn af örfáum erlendum stjórnmálamönnum sem komu Íslandi til varnar á ögurstundu í Icesave-deilunni og það gegn eigin stjórnvöldum.

Skoðun

Berum virðingu fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar

Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar.

Skoðun

Það er pólitískt val að upp­ræta fá­tækt

Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Samfélagið tapar meira á því að leyfa fátækt að viðgangast en að uppræta hana. Alþjóðlegur dagur fátæktar er föstudaginn 17. október. Í áratugi hefur verið vitað hverjir eru líklegastir til að lenda í fátækt á Íslandi: einhleypir foreldrar, í flestum tilfellum mæður, innflytjendur og öryrkjar.

Skoðun

Bankarnir og þjáningin

Ingólfur Sverrisson skrifar

Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð.

Skoðun

Stöndum með Ljósinu!

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum.

Skoðun

Við þurfum að tala um Heið­mörk

Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar

Borgarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélag þess, Veitur, ætla að stækka mjög girðingar í kringum vatnsverndarsvæði í Heiðmörk og vill breyta skipulagi þannig að akandi verði gert að leggja í þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá vinsælustu útivistarsvæðum Heiðmerkur.

Skoðun

Aðild Ís­lands að ESB: Veg­vísir til vel­sældar?

Gunnar Pálsson skrifar

Skömmu áður en aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) var hætt árið 2013 sagði þáverandi utanríkisráðherra að gefa ætti þjóðinni kost á að meta aðildina „út frá staðreyndum“. Um það leyti lágu fáar staðreyndir fyrir um afstöðu sambandsins til veigamestu hagsmunanna, en kaflar þar að lútandi höfðu þá enn ekki verið opnaðir.

Skoðun

Á­vinningur fyrri ára í hættu

Ingibjörg Isaksen skrifar

Heilbrigðiskerfið okkar er ein af grunnstoðum samfélagsins. Á síðasta kjörtímabili náðust mikilvægir áfangar í að bæta þjónustu en nú horfum við hins vegar upp á fjölmörg merki um afturför, þar sem nýjar ákvarðanir stjórnvalda virðast grafa undan þeim árangri sem náðst hefur.

Skoðun

Gefum í – því ung­lingarnir okkar eiga það skilið

Það eru margar leiðir að því að stuðla að vellíðan barna og unglinga. Ein af áhrifaríkustu leiðunum er félagsmiðstöðin. Þessi opni vettvangur þar sem ungmenni fá að vera þau sjálf, prófa sig áfram, læra, skapa og vera hluti af hópi þar sem virðing, lýðræði og þátttaka eru leiðarljós. Þarna blómstrar sjálfsmyndin og þar liggur styrkur samfélagsins. Í tilefni af því að í dag er félagsmiðstöðvardagurinn er tækifæri til að draga þær fram.

Skoðun

Það er munur á veð­málum og veð­málum

Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar

Mikil umræða hefur verið síðustu daga og vikur um íþróttaveðmál. Fyrst vegna umræðu á Alþingi en nú síðast vegna auglýsingar erlends veðmálafyrirtækis þar sem íslenskur íþróttamaður var í aðalhlutverki.

Skoðun

Er hægt að bíða lengur?

Björg Baldursdóttir skrifar

Það er með miklum þunga sem Velferðar- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar lýsir yfir áhyggjum af þeirri grafalvarlegu stöðu sem nú ríkir í þjónustu við börn og ungmenni sem þurfa á meðferðarúrræðum að halda – hvort heldur sem er vegna fjölþætts vanda eða vímuefnavanda. Þessi staða hefur verið óviðunandi lengi, en á síðustu mánuðum hefur hún farið úr böndunum.

Skoðun

Jafnréttisbærinn Hafnar­fjörður – nema þegar þú ert þolandi

Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar

Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifar grein þar sem hann segir hvernig bærinn hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum og leggur þar áherslu á aðgerðir við einelti og áreiti. Hann málar Hafnarfjarðabæ upp sem frábæran vinnuveitenda sem er annt um öryggi og velferð starfsmanna sinna.

Skoðun

Um meint hlut­leysi Kína í Úkraínustríðinu

Erlingur Erlingsson skrifar

Ég heyrði viðtal á Morgunvaktinni á mánudaginn um Kína og hugsaði hvað kínverski sendiherrann væri orðinn ægilega sleipur í íslensku. Þetta reyndast þó ekki vera hann, heldur stundakennari í kínverskum fræðum sem færði hlustendum sína greiningu á Kína og hélt því blákalt fram að „þeirra afstaða gagnvart stríðinu í Úkraínu er algerlega að vera hlutlaus”.

Skoðun

Ljósið – sam­tök úti í bæ

Jens Garðar Helgason skrifar

Forsætisráðherra vafðist tunga um tönn þegar að undirritaður spurði hana út í forgangsröðun í fjárlögum, nánar tiltekið tvö hundruð milljóna króna niðurskurð til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Ljósið hefur lyft grettistaki með starfsemi sinni og í hverjum mánuði njóta um 600 manns endurhæfingar og aðstoðar. Þúsundir Íslendinga sem tekist hafa á við krabbamein og aðstandendur þeirra hafa notið þjónustu Ljóssins í gegnum árin.

Skoðun

Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi

Þorgerður M Þorbjarnardóttir og Halldór Reynisson skrifa

Tungumálið er öflugt tæki þegar ramma á hlutina inn svo að þeir fái brautargengi. Lokuð búsetuúrræði er hugtak sem notað var til að ræða frelsissviptingu hælisleitenda á Íslandi af síðustu ríkisstjórn. Sömu bjöllur hringdu hjá undirrituðum þegar þau heyrðu um að Ísland sækist eftir því að framlengja sérlausnir í flugi. Það er hugtak sem notað er til þess að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld hafa fengið síðan í byrjun árs 2024 og gildir til 2027. Undanþágan felst í því að íslenska ríkið fær úthlutað losunarheimildum frá viðskiptakerfi ESB en fær leyfi til þess að gefa þær flugfélögum sem koma til Íslands án endurgjalds, í stað þess að selja þær á almennum markaði.

Skoðun

Á hvaða veg­ferð er heil­brigðis­ráð­herra?

Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

Heilbrigðismál hafa verið til umræðu í samfélaginu enda málaflokkur sem skiptir miklu máli. Nú þegar nýr heilbrigðisráðherra hefur fengið eitt ár til að hrinda sínum stefnumálum í framkvæmd er vert að spyrja sig - hvað hefur eiginlega verið gert í heilbrigðismálum?

Skoðun

VR-félagar, ykkar er valið!

Halla Gunnarsdóttir skrifar

Fyrir tæpum tuttugu árum ákvað VR að leggja af sértæka styrki til félagsfólks og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið VR varasjóður. Sjóðurinn er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins og hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti og innborgun í hann er tekjutengd.

Skoðun

Lauf­ey og brúin milli kyn­slóðanna

Gunnar Salvarsson skrifar

Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg.

Skoðun

Árangur skólanna, hvað veist þú um hann?

Jón Pétur Zimsen skrifar

Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar.

Skoðun

Ég er ekki hættu­leg – ég er veik

Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar

Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka.

Skoðun