Tíska og hönnun

Fyrirsætur í hár saman á Twitter

Íraelska ofurfyrirsætan Bar Refaeli reitti samstarfskonu sína, Irinu Shayk, til reiði þegar hún birti skoðun sína á klippingu fótboltakappans Cristiano Ronaldo, kærasta Shayk, á Twitter. Refaeli var ekki par hrifin af hárgreiðslunni sem Ronaldo skartar á meðan hann spilar með portúgalska landsliðinu á EM í knattspyrnu og skrifaði á Twitter: ?Það eina sem ég get hugsað um þegar ég sé Ronaldo er að það ætti að banna hárgel.?

Tíska og hönnun

Burton fær orðu drottningarinnar

Fatahönnuðurinn Sarah Burton hefur fengið orðu frá bresku drottningunni fyrir framlag sitt til breskrar fatahönnunar. Burton, sem tók við tískuhúsi Alexanders McQueen eftir að hann lést árið 2010, hannaði brúðarkjól Katrínar hertogaynju af Cambrigde er hún gekk í það heilaga með Vilhjálmi Bretaprins í fyrra. Kjóllinn þótti einkar vel heppnaður hjá Burton.

Tíska og hönnun

Zara vann Louboutin - Mega selja rauða sóla

Spænska fatamerkið Zara vann mál sem skóhönnuðurinn Christian Louboutin höfðaði gegn fyrirtækinu árið 2008. Ástæða málsins var að Zara seldi skó með rauðum sóla, en það taldi Louboutin sig hafa einkarétt á. Málið hefur verið lengi á leið sinni í gegnum réttarkerfið í Frakklandi sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Zöru er leyfilegt að selja skó með rauðum sóla og þarf Louboutin því að greiða verslunarkeðjunni vinsælu um hálfa milljón í skaðabætur.

Tíska og hönnun

Gyðja Collection kynnir nýja sumarlínu

Um glænýja skó- og fylgihlutalínu fyrir sumarið er að ræða sem unnin er úr hágæða íslensku roði. „Ég nota mikið íslenskt roð í fylgihlutina frá Gyðju en allir skórnir eru úr ekta leðri og roði að innan sem utan. Fiskleður er bæði sterkt og meðfærilegt og hefur frá náttúrunnar hendi einstaka eiginleika.Það er mjög gaman að vinna með þetta flotta hráefni því að í hverri tegund er hægt að leika sér með áferð, liti og yfirborðsmeðferðir. Þekktu alþjóðlegu merkin eins og Prada, Dior, Nike, Ferragamo og Puma eru einnig farin að nýta sér þetta einstaka íslenska hráefni sem unnið er í Sjávarleðri á Sauðárkróki." segir Sigrún Lilja, framkvæmdastjóri Gyðju

Tíska og hönnun

Svartklædd Gaga

Söngkonan Lady Gaga, 26 ára, brosti blítt þegar hún var mynduð í Sydney í Ástralíu í gærdag klædd í hælaskó sem fóru ekki fram hjá neinum...

Tíska og hönnun

Ekki hrifinn af Bundchen

Karlfyrirsætan David Gandy hefur barist ötullega fyrir launajöfnuði innan fyrirsætubransans, en kvenfyrirsætur fá að jafnaði töluvert hærri laun en karlfyrirsætur. Að auki segir Gandy að sumar ofurfyrirsæturnar séu hortugar og erfiðar að vinna með.

Tíska og hönnun

Börn í D&G

Ítalska, litríka hönnunartvíeykið Dolce & Gabbana, það er Domenico Dolce og Stefano Gabbana, sýna fyrstu barnafatalínuna sína í næsta mánuði. Fötin eru ætluð börnum frá fæðingu allt til tíu ára aldurs. „Við tókum viðtöl við mæður því línan verður að vera praktísk. Við lærðum fullt af því, til dæmis að krakkar vilja ekki að eitthvað þrengi að þeim,“ segir Domenico, en þeir segjast báðir hafa verið frekar fáfróðir um heim barna. Línan samanstendur af dagfatnaði, nærfatnaði, sundfötum, fylgihlutum og skófatnaði og mun eflaust vera í skrautlegri kantinum.

Tíska og hönnun

Sætir sumarsandalar

Leikkonan Jessica Alba, 31 árs, var klædd í neonlitaða sandala þegar hún var mynduð á ferðinni í Santa Monica í fyrradag. Hún hefur í nægu að snúast því samhliða leiklistinni hefur hún stofnað barnafatalínu en hún er tveggja barna móðir. Eins og sjá má í myndasafni voru sandalarnir með fylltum hæl en þeir fóru leikkonunni sem var klædd í gallabuxur afskaplega vel.

Tíska og hönnun

Hera Björk gerist búðarkona

"Langþráður draumur um að verða búðarkona og mikil ástríða fyrir fallegum gömlum og nýjum hlutum,“ svarar Hera Björk þegar hún er spurð af hverju hún ætlar að opna búð á Laugaveginum á næstu dögum.

Tíska og hönnun

Beyonce glæsileg í gulu

Beyonce Knowles geislar sem aldrei fyrr eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. Söngkonan sást fyrir utan hótel í París í vikunni þar sem hún er í fríi ásamt fjölskyldu sinni. Hún var sumarleg og smart til fara klædd gulum stuttbuxum, bol og blazer. Einnig má sjá söngkonuna með dóttur sína í fanginu að reyna að forðast ágenga ljósmyndara.

Tíska og hönnun

Myntugræn Longoria

Það skiptir ekki máli hvort Desperate Housewives leikkonan Eva Longoria sé klædd í hversdagslegan fatnað eða mynstraðan kjól eins og hún gerði í Monter Carlo í gærdag þá lítur hún ávallt vel út...

Tíska og hönnun

Margiela fyrir H&M

Sænski verslunarrisinn Hennes & Mauritz hefur flett hulunni af næsta hönnuðasamstarfi sínu en það er tískuhúsið Maison Marton Margiela sem hannar næstu gestalínu fyrir tískurisann. Línan á að koma í verslanir í byrjun nóvember og inniheldur tískufatnað og fylgihluti fyrir bæði herra og dömur.

Tíska og hönnun

Töskusafn súperfyrirsætu

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr þykir ekki bara eins sú fremsta á sínu sviði heldur þykir hún afar smart líka. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brot af þeim töskum sem fyrirsætan hefur sést með, bæði í daglega lífinu sem og á rauða dreglinum.

Tíska og hönnun

Amanda Seyfried í umdeildu dressi

Leikkonan stórglæsilega, Amanda Seyfried, mætti á rauða dregilinn á Tony Awards Í New York á dögunum í líklega umtalaðasta dressi kvöldsins. Leikkonan var í fallega fjólubláum Givenchy kjól með mjóum hlýrum en það sem vakti minni lukku var rauða beltið, varaliturinn og veskið sem hún bar við. Dæmi hver fyrir sig!

Tíska og hönnun