Veður

Ekki út­lit fyrir sól­bjartan þjóð­há­tíðar­dag

Í dag er spáð suðlægri átt, fimm til tíu metrum á sekúndu og má gera ráð fyrir að það verði skýjað með köflum og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Þurrt að kalla norðvestantil framan af degi en þar einnig stöku skúrir seinnipartinn.

Veður

Gular við­varanir í gildi til mið­nættis

Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag sem gilda til miðnættis. Ástæðan er hvassviðri og varhugavert ferðaveður fyrir ökutæki og tengivagna sem taka á sig mikinn vind.

Veður

Víða skúrir á landinu eftir há­degi

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt í dag, yfirleitt þremur til tíu metrum á sekúndu. Sums staðar verður þoka við norður- og austurströndina, en víða skúrir á landinu eftir hádegi.

Veður

Snjór og varasöm hálka á Öxnadalsheiði í nótt

Nú er regnsvæði á leið yfir landið frá vestri til austurs og því rignir um tíma í dag í flestum landshlutum. Í kvöld kemur kalt loft úr vestri og fer hratt yfir. Á Öxnadalsheiði og eflaust víðar á fjallvegum norðanlands gerir seint í kvöld og nótt snjó eða krapa með varasamri hálku.

Veður

Víða vætu­samt og svalt veður

Veðurstofan reiknar með suðlægum áttum í dag þar sem víða verður vætusamt og fremur svalt veður. Þó verður úrkomulítið og heldur hlýrra norðaustanlands.

Veður

Hiti fer yfir tuttugu stig

Bjart veður verður víða um land í dag og á morgun og fer hiti yfir tuttugu stig syðra þegar best lætur. Spáð er norðlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu og víða bjartviðri, en skýjað með köflum vestast og sums staðar þokuloft við ströndina með kvöldinu.

Veður

Allt að átján stig um helgina

Spáð er norðlægri átt, þremur til átta metrum á sekúndu og dálítilli súld norðan- og austanlands fram eftir degi en léttir síðan til. Annars víða bjart og sólríkt veður og ágætlega milt. Stöku síðdegisskúrir syðra. Hiti fjögur til fjórtán stig, hlýjast syðst.

Veður

Víða rigning eða skúrir í dag

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði austanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndur, í dag. Reikna má með rigningu í allan dag á Suðausturlandi en annars skúrir, einkum síðdegis og þurrt að kalla norðantil.

Veður

Úr­koma víða um land í dag

Úrkomubakki kemur inn á austanvert landið og færist svo til norðurs og vesturs í dag. Samt sem áður snertir hann Suðurland og sunnanverðan Faxaflóa lítið sem ekkert, en á móti má búast við skúrum á víð og dreif, einkum síðdegis og í kvöld.

Veður