Viðskipti erlent

Boeing gerir 430 milljarða samning við Rússa

Bandaríski flugvélarisinn Boeing hefur gert samning upp á 3,7 milljarða dollara, eða um 430 milljarða kr., við rússneska ríkisfyrirtækið Russian Technologies. Um er að ræða sölu á 50 Boeing 737 vélum sem Russian Technologies leigir síðan til Aeroflot flugfélagsins.

Viðskipti erlent

Metatvinnuleysi hámenntaðs fólks í Danmörku

Metfjöldi hámenntaðs fólks, eins og lögfræðingar og hagfræðingar, skráðu sig atvinnulausa í Danmörku í ágúst s.l. Nú eru 2.424 manns sem teljast hámenntaðir á atvinnuleysisskrá í landinu og hefur fjöldi þeirra ekki verið meiri síðan árið 2003.

Viðskipti erlent

Olíuæði geysar á Grænlandi

Eftir að skoska olíufélagið Cairn fann gas undan vesturströnd Grænlands hafa 12 önnur olíufélög rokið til og tryggt sér leyfi til olíuleitar á hafinu úti fyrir Uummannaq á norðvesturhluta landsins.

Viðskipti erlent

Telur silfur vera betri fjárfestingarkost en gull

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur aldrei verið hærra í sögunni en verðhækkanir á gulli hafa valdið því að silfur hefur einnig hækkað í verði og hefur ekki verið hærra síðan árið 2008. Greinandi telur að silfur sé nú betri fjárfestingarkostur en gull.

Viðskipti erlent

Heimilað að banna skortsölu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, samþykkti í gær tillögu sem veitir eftirlitsstofnunum innan ESB umboð til að grípa til aðgerða gegn skortsölu þegar nauðsyn krefur.

Viðskipti erlent

Kínverjar ætla sér forystu í framleiðslu vistvænna bíla

Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku.

Viðskipti erlent

Mafían fjárfesti í endurnýjanlegri orku

Lögreglan á Ítalíu hefur lagt hald á eignir að andvirði 227 milljarða króna hjá ítölskum viðskiptajöfri sem grunaður er um tengsl við mafíuna. Þetta er hæsta upphæðin sem tekin hefur verið vegna máls tengdu mafíunni, að því er segir á vef BBC.

Viðskipti erlent

Schwarzenegger fær 4700 milljarða lán frá Japan

Samgöngumálaráðherra Japan ætlar að bjóða Kalíforníufylki lán til þess að leggja hraðlestarbraut. Arnold Schwarzenegger var staddur í Omiya í Japan í dag. Þar prófaði hann að ferðast um í hraðlest líkt og þeirri sem til stendur að leggja í Kalíforníu og kvaðst vera mjög hrifinn af slíkri tækni.

Viðskipti erlent

Fjölskylda Marleys varð af milljónum dala

Ekkja og níu börn reggísöngvarans Bobs Marley urðu af milljónum bandaríkjadala þegar að dómur á Manhattan úrskurðaði á föstudag að útgáfurétturinn af fimm helstu plötum hans tilheyrðu útgáfufyrirtækinu en ekki fjölskyldunni.

Viðskipti erlent

Deutsche Bank eykur hlut sinn í Deutsche Postbank

Deutsche Bank tilkynnti i dag að þeir ætla að ráðast í 12,5 milljarða dala skuldabréfaútboð. Peningana ætla þeir einkum að nota til þess að kaupa hlut í Deutsche Postbank. Hlutina í Deutsche Postbank ætla þeir að kaupa á 24 og 25 evrur á hlut. Deutsche Bank á í dag rétt tæplega 30% í Deutsche Postbank.

Viðskipti erlent

OECD: Bakslag komið í efnahagsbatann

Samkvæmt efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gæti verið að draga hraðar og meira úr efnahagslegum bata en áður var gert ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu stofnunarinnar sem birt var í morgun.

Viðskipti erlent

Launaveisla í dönskum bönkum

Þrátt fyrir almennar þrengingar á danska vinnumarkaðinum hafa starfsmenn danskra banka upplifað mikla launaveislu á síðasta ári. Laun þeirra hækkuðu um allt að 9% að meðatali á árinu meðan að aðrir almennir launþegar þurftu að láta sér nægja hækkanir upp á 2% til 3%.

Viðskipti erlent

Lego selst fyrir milljarða

Velta Lego jókst um 34% á fyrstu sex mánuðum ársins, eða úr 4,4 milljörðum danskra króna á fyrri helmingi ársins í fyrra í 5,9 milljarða á fyrri helmingi þessa árs. Því lætur nærri að veltan á fyrri helmingi þessa árs hafi numið 118 milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn jókst líka úr 927 milljónum danskra króna í 1,5 milljarð á fyrri helmingi þessa árs.

Viðskipti erlent