Bretar, Svíar og Danir lána Írum beint 29. nóvember 2010 08:25 Bretar hafa samþykkt að lána Írum 3,2 milljarða punda, eða hátt í 600 milljarða kr. með tvíhliða lánasamningum. Svíar og Danir hafa ákveðið að lána Írum en þessi lán eru til hliðar við neyðaraðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Í frétt um málið í Financial Times segir að George Osborne fjármálaráðherra Bretlands hafi auk þessa láns ákveðið að Bretar leggi til 2,6 milljarða punda í gegnum neyðaraðstoð ESB og 800 milljónir punda gegnum AGS. Í heild nema lán Breta til Íra því um 6,6 milljörðum punda eða um 1.200 milljörðum kr. „Við reiknum fastlega með að fá þetta fé endurgreitt," segir Osborne. Bretar eiga mikilla hagsmuna að gæta á Írlandi sökum þess að breskir bankar hafa veitt Írum umfangsmikil lán á undanförnum árum. Svíar muni lána Írum tæplega 600 milljónir evra eða um 92 milljarða kr. í gegnum tvíhliða lánasamninga og Danir munu leggja til rúmlega 300 milljónir evra. Fram kemur í Financial Times að af Norðurlöndunum eigi Danir mestra hagsmuna að gæta við að Írland haldi efnahagslegum stöðguleika sínum. Þetta er sökum þess að Danske Bank er með umfangsmikla bankastarfsemi á Írlandi í gegnum eignarhald sitt í National Irish Bank. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bretar hafa samþykkt að lána Írum 3,2 milljarða punda, eða hátt í 600 milljarða kr. með tvíhliða lánasamningum. Svíar og Danir hafa ákveðið að lána Írum en þessi lán eru til hliðar við neyðaraðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Í frétt um málið í Financial Times segir að George Osborne fjármálaráðherra Bretlands hafi auk þessa láns ákveðið að Bretar leggi til 2,6 milljarða punda í gegnum neyðaraðstoð ESB og 800 milljónir punda gegnum AGS. Í heild nema lán Breta til Íra því um 6,6 milljörðum punda eða um 1.200 milljörðum kr. „Við reiknum fastlega með að fá þetta fé endurgreitt," segir Osborne. Bretar eiga mikilla hagsmuna að gæta á Írlandi sökum þess að breskir bankar hafa veitt Írum umfangsmikil lán á undanförnum árum. Svíar muni lána Írum tæplega 600 milljónir evra eða um 92 milljarða kr. í gegnum tvíhliða lánasamninga og Danir munu leggja til rúmlega 300 milljónir evra. Fram kemur í Financial Times að af Norðurlöndunum eigi Danir mestra hagsmuna að gæta við að Írland haldi efnahagslegum stöðguleika sínum. Þetta er sökum þess að Danske Bank er með umfangsmikla bankastarfsemi á Írlandi í gegnum eignarhald sitt í National Irish Bank.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira