Viðskipti erlent

Sparaði 600 milljónir með ókeypis tölvuforriti

Finnska dómsmálaráðuneytið náði að spara sem svarar til rúmlega 600 milljóna kr. með því að skipta yfir í ókeypis tölvuforrit sem kallast OpenOffice.org og heldur utan um skrifstofuhald.

Fjallað er um málið á business.dk. Þetta kemur fram í skýrslu með Marti Karjalainen skrifaði en hann sá um breytinguna. Dómsmálaráðuneytið skipti út Lotus SmartSuite forriti sínu árið 2006. Í staðinn fengu 10.500 starfsmenn OpenOffice.org en það getur unnið í Microsoft umhverfi.

Sjálf útskiptingin, aðlögunin og námskeið fyrir starfsmenn kostaði rúmlega 300 milljónir króna. Ef Microsoft Office hefði verið valið hefði það kostað um milljarð króna frá þeim tíma sem liðinn er.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×