Viðskipti erlent

Robert Peston: Við erum öll Íslendingar núna

„Ef tekið er tillit til þess hve mikið við höfum öll greitt fyrir ábyrgðarlausa hegðun bankanna kemur kannski á óvart afhverju við erum ekki öll eins reið og Íslendingar," segir í niðurlagi greinar hins áhrifamikla viðskiptafréttaritstjóra BBC, Robert Peston, sem hann birtir á bloggsíðu sinni hjá BBC.

Viðskipti erlent

Sakar Goldman Sachs um að hafa komið AIG á hnéin

Hank Greenberg, fyrrum forstjóri tryggingarisans AIG, hefur sakað Goldman Sachs um að hafa valdið því að AIG rambaði á barmi gjaldþrots eftir að fjármálakreppan skall á. Bandarísk stjórnvöld neyddust til að bjarga AIG með ærnum tilkostnaði undir lok ársins 2008.

Viðskipti erlent

Argentína vill komast út úr íslensku gildrunni

„Fyrir átta árum hlaut Argentína sömu örlög og Ísland. Landið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og aðrar alþjóðlegar lánastofnanir neituðu landinu um ný lán þar til hin gömlu höfðu verið gerð upp."

Viðskipti erlent

Skuldsettir leita til London

Stjórnendur DP World, sem rekur 49 hafnir í arabíska furstadæminu Dúbaí, leita eftir að skrá hlutabréf fyrirtækisins í bresku kauphöllina í London á öðrum fjórðungi þessa árs.

Viðskipti erlent

Ecclestone vill kaupa SAAB

Eigandi Formúlu 1 kappakstursins, Bretinn Bernie Ecclestone, er í hópi fjárfesta sem hafa áhuga á því að kaupa sænsku bílaverksmiðjurnar SAAB. Tilkynning þess efnis kom rétt eftir að frestur til þess að skila inn tilboði hafði runnið út en hollenski bílaframleiðandinn Spyker hefur einnig lagt inn tilboð. Bandaríski bílarisinn GM hefur tvívegis reynt að selja SAAB á síðustu mánuðum en í bæði skiptin hafa samningaviðræður farið út um þúfur.

Viðskipti erlent

Telur nýjar samningaviðræður um Icesave þegar í gangi

Lise Lyck forstöðumaður ferðamála- og menningardeildar Copenhagen Business School telur að nýjar samningaviðræður um Icesave séu þegar í gangi. Hún segir að slíkt hljóti að vera svo að samingsaðilar séu viðbúnir því að íslenska þjóðin felli núverandi Icesave frumvarp í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Viðskipti erlent

Versnandi tengsl Breta og Íslands valda áhyggjum í Grimsby

Hinir fornfrægu löndunarstaðir Íslendinga í Grimsby og Hull hafa verulegar áhyggjur af versnandi diplómatískum tengslum Bretlands og Íslands. Fram kemur í frétt um málið á fréttasíðunni FISHupdate að störf um 5.000 manns í þessum bæjarfélögum eru háð fiskinnflutningi frá Íslandi.

Viðskipti erlent

Álverð heldur áfram að hækka í London

Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka á markaðinum í London á fyrstu dögum þessa árs. Í morgun stóð verðið í 2.258 dollurum fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hafði hækkað um 16 dollara frá því í gærdag.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu yfir 80 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 80 dollara á tunnuna á markaðinum í New York í dag sem er hækkun um 2% frá því fyrir helgina. Brent-olían í London hefur einnig hækkað um 2% í morgun og stendur í 79,55 dollurum. Olíuverðið hefur ekki verið hærra frá því í nóvember s.l.

Viðskipti erlent