Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar 2. mars 2010 10:49 Spænska úrvalsdeildarliðið Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar á síðasta keppnistímabili. Veltan nam yfir 400 milljónum evra eða 70 milljarða kr. Þetta er fimmta árið í röð sem Real Madrid er á toppi listans yfir stærstu fótboltafélög í heimi.Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Deloitte undir heitinu Football Money League. Real Madrid jók veltu sína milli keppnistímabila um 10% og fór hún í 401 milljón evra þrástt fyrir að árangur liðsins þetta ár bæði á heimavelli og í Evrópu væri ekkert til að hrópa húrra fyrir.Barcelona erkifjendur Real Madrid náði mestri aukningu á veltu félagsliða en hún jókst um 57 milljónir evra og fór í 366 milljónir evra. Þar með velti Barcelona enska liðinu Manchester United úr öðru sæti peningalistans.Bresk lið eins og Manchester United falla niður peningalistans vegna veikingar breska pundsins. Þannig kemur fram að ef pundið hefði verið jafnsterkt og það var árið 2007 hefði Manchester United náð fyrsta sætinu af Real Madrid á síðasta keppnistímabili.Velta Manchester United nam 327 milljónum evra og náði liðið þriðja sætinu á peningalistanum.Í fjórða sæti kemur svo Bayern Munich með 290 milljónir evra. Næstu sætin þar fyrir neðan skipa svo Arsenal, Chelsea og Liverpool. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Spænska úrvalsdeildarliðið Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar á síðasta keppnistímabili. Veltan nam yfir 400 milljónum evra eða 70 milljarða kr. Þetta er fimmta árið í röð sem Real Madrid er á toppi listans yfir stærstu fótboltafélög í heimi.Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Deloitte undir heitinu Football Money League. Real Madrid jók veltu sína milli keppnistímabila um 10% og fór hún í 401 milljón evra þrástt fyrir að árangur liðsins þetta ár bæði á heimavelli og í Evrópu væri ekkert til að hrópa húrra fyrir.Barcelona erkifjendur Real Madrid náði mestri aukningu á veltu félagsliða en hún jókst um 57 milljónir evra og fór í 366 milljónir evra. Þar með velti Barcelona enska liðinu Manchester United úr öðru sæti peningalistans.Bresk lið eins og Manchester United falla niður peningalistans vegna veikingar breska pundsins. Þannig kemur fram að ef pundið hefði verið jafnsterkt og það var árið 2007 hefði Manchester United náð fyrsta sætinu af Real Madrid á síðasta keppnistímabili.Velta Manchester United nam 327 milljónum evra og náði liðið þriðja sætinu á peningalistanum.Í fjórða sæti kemur svo Bayern Munich með 290 milljónir evra. Næstu sætin þar fyrir neðan skipa svo Arsenal, Chelsea og Liverpool.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira