Þarf að velja á millli fótboltaliðsins og bankans 6. mars 2010 09:26 Stjörnuhagfræðingurinn Jim O´Neill stendur nú frammi fyrir valinu á milli uppáhalds fótboltaliðs síns og bankans sem hann vinnur fyrir. O´Neill er þekktur fyrir nákvæmar spár sínar á sveiflum á gjaldeyrismörkuðum og hann er talinn áhrifamesti hagfræðingur heimsins í einkageiranum.Fótboltaliðið sem hér um ræðir er Manchester United og bankinn er Goldman Sachs. O´Neill hefur verið einlægur aðdáandi liðsins allt sitt líf og hann er í forystu fyrir hópnum Rauðu riddararnir sem nú reyna að rífa liðið úr höndum Glazer-fjölskyldunnar bandarísku.Skilaboð Goldman Sachs til þessarar stjörnu sinnar eru skýr: Þú þarft að velja á milli vinnu þinnar og ástarinnar á fótboltaliðinu Manchester United, að því er segir í ítarlegri umfjöllun á börsen.dk um Jim O´Neill.O´Neill er ekki auðmaður eins og hinir Rauðu riddararnir fjórir en á móti kemur að hann nýtur nær takmarkalausrar virðingar í fjármálaheimi London-borgar. Það umfram annað hefur leitt til þess að Rauðu riddararnir segja að þeir geti nú lagt fram tilboð upp á 1,5 milljarð punda í Manchester United. Tilboð sem Glazer-fjölskyldan á erfitt með að hafna.Jim O´Neill ólst upp sem sonur fátæks póstmanns í suðurhluta Manchester borgar. Sem unglingur hafnaði hann skólastyrk frá virtum einkaskóla þar sem skólinn tók fótbolta ekki alvarlega. O´Neill tekur fótbolta hinsvegar mjög alvarlega, svo mjög að hann er tilbúinn að fórna starfi sínu fyrir lið sitt.Það var Goldman Sachs sem aðstoðaði Glazer-fjölskylduna við að afla 500 milljón punda til að kaupa Manchester United á sínum tíma. Sama dag sagði O´Neill án þess að blikna eða blána í samtali við Bloomberg fréttaveituna að kaupin á liðinu væru slæm viðskipti. Liðið væri of skuldsett. Hann myndi ekki kaupa neitt af þeim skuldabréfum sem voru í boði. „Ég set ævilangan stuðning minn við Manchester United framar öllu öðru," sagði hann.Þetta leiddi til þess að Glazer-fjölskyldan kom kvörtunum á framfæri við Lloyd Bankfein forstjóra Goldman Sachs sem reiddist yfirlýsingum hagfræðings síns og skammaði hann fyrir þær.Það kemur í ljós á næstu dögum hvort Glazer-fjölskyldan stenst tilboð Rauðu riddarana eða ekki. Kannski nær O´Neill að uppfylla drauma sína og kaupa Manchester United. Fari svo eru vandamál hans hjá Goldmans Sachs úr sögunni. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stjörnuhagfræðingurinn Jim O´Neill stendur nú frammi fyrir valinu á milli uppáhalds fótboltaliðs síns og bankans sem hann vinnur fyrir. O´Neill er þekktur fyrir nákvæmar spár sínar á sveiflum á gjaldeyrismörkuðum og hann er talinn áhrifamesti hagfræðingur heimsins í einkageiranum.Fótboltaliðið sem hér um ræðir er Manchester United og bankinn er Goldman Sachs. O´Neill hefur verið einlægur aðdáandi liðsins allt sitt líf og hann er í forystu fyrir hópnum Rauðu riddararnir sem nú reyna að rífa liðið úr höndum Glazer-fjölskyldunnar bandarísku.Skilaboð Goldman Sachs til þessarar stjörnu sinnar eru skýr: Þú þarft að velja á milli vinnu þinnar og ástarinnar á fótboltaliðinu Manchester United, að því er segir í ítarlegri umfjöllun á börsen.dk um Jim O´Neill.O´Neill er ekki auðmaður eins og hinir Rauðu riddararnir fjórir en á móti kemur að hann nýtur nær takmarkalausrar virðingar í fjármálaheimi London-borgar. Það umfram annað hefur leitt til þess að Rauðu riddararnir segja að þeir geti nú lagt fram tilboð upp á 1,5 milljarð punda í Manchester United. Tilboð sem Glazer-fjölskyldan á erfitt með að hafna.Jim O´Neill ólst upp sem sonur fátæks póstmanns í suðurhluta Manchester borgar. Sem unglingur hafnaði hann skólastyrk frá virtum einkaskóla þar sem skólinn tók fótbolta ekki alvarlega. O´Neill tekur fótbolta hinsvegar mjög alvarlega, svo mjög að hann er tilbúinn að fórna starfi sínu fyrir lið sitt.Það var Goldman Sachs sem aðstoðaði Glazer-fjölskylduna við að afla 500 milljón punda til að kaupa Manchester United á sínum tíma. Sama dag sagði O´Neill án þess að blikna eða blána í samtali við Bloomberg fréttaveituna að kaupin á liðinu væru slæm viðskipti. Liðið væri of skuldsett. Hann myndi ekki kaupa neitt af þeim skuldabréfum sem voru í boði. „Ég set ævilangan stuðning minn við Manchester United framar öllu öðru," sagði hann.Þetta leiddi til þess að Glazer-fjölskyldan kom kvörtunum á framfæri við Lloyd Bankfein forstjóra Goldman Sachs sem reiddist yfirlýsingum hagfræðings síns og skammaði hann fyrir þær.Það kemur í ljós á næstu dögum hvort Glazer-fjölskyldan stenst tilboð Rauðu riddarana eða ekki. Kannski nær O´Neill að uppfylla drauma sína og kaupa Manchester United. Fari svo eru vandamál hans hjá Goldmans Sachs úr sögunni.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira