Viðskipti erlent

Milljarðaeignir Madoffs gerðar upptækar

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að eignir fjárfestingarfélags fjársvikamannsins Bernards Madoffs verði gerðar upptækar. Eignir félagsins eru metnar á rúmlega 170 milljarða dollara en upphæðin samsvarar til rúmlega 22 þúsund milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Hádegisverður með Buffet ódýrari en áður

Hádegisverður með auðkýfingnum Warren Buffett er fimmtungi ódýrari nú enn fyrir ári síðan ef eitthvað er að marka árlegt uppboð sem haldið í góðgerðarskyni. Hádegisverður með Buffet fór á rúmlega 1,7 milljón dollara eða 217 milljónir króna samanborið við 2,2 milljón dollara í fyrra en það var áður en fjármálakreppan skall á af fullum þunga.

Viðskipti erlent

Hagnaður Smith & Wesson meir en tvöfaldast

Vopnaframleiðandinn Smith & Wesson meir en tvöfaldaði hagnað sinn á fyrsta ársfjórðungi ársins m.v. við sama tímabil í fyrra. Fór hagnaðurinn úr 3,3 milljónum dollara í fyrra og í 7,4 dollara í ár eða í tæpan milljarð kr.

Viðskipti erlent

Seðlabanki sakaður um að þvinga banka saman

Bandaríski seðlabankinn er sakaður um að hafa setið á upplýsingum um bága fjárhagsstöðu bandaríska fjárfestingarbankans Merrill Lynch þegar samþykkt var að selja hann í miklum hremmingum á fjármálamörkuðum til Bank of America í september á síðasta ári.

Viðskipti erlent

Efnahagsbati í Simbabve

Hagkerfi Simbabve hefur snúið aftur úr táradal síðustu ára. Dregið hefur hratt úr atvinnuleysi, sem mældist 94 prósent í febrúar, og framleiðni hefur tvöfaldast. Þá hafa stjórnvöld náð taki á verðbólgudraugnum og er stefnt að því að snúa hann niður. Þetta segir Elton Mangoma, viðskiptaráðherra Simbabve.

Viðskipti erlent

Gjaldmiðlaskiptasamningar fram á næsta ár

Bandaríski seðlabankinn framlengdi í gær gjaldeyris­skiptasamninga við þrettán seðlabanka víða um heim fram til febrúar á næsta ári. Samningarnir, sem fyrst voru gerðir síðasta haust í gerningaveðri á fjármagnsmörkuðum, áttu að renna út í október.

Viðskipti erlent

H&M hristi kreppuna af sér

Sænska verslanakeðjan H&M hagnaðist um 4,19 milljarða sænskra króna, jafnvirði rúmra 83 milljarða íslenskra, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 6,3 prósenta aukning frá í fyrra og þykir skjóta nokkuð skökku við í þeim efnahagsþrengingum sem plagað hafa heiminn.

Viðskipti erlent

Icesave eykur við sérfræðinám í Bretlandi

Icesave klúðrið hefur valdið því að breska endurskoðunarfyrirtækið Chartered Institute of Public Finance & Accounting eða CIPFA og Samtök fjármálastjóra fyrirtækja (ACT) í Bretlandi hafa ákveðið að auka við sérfræðinám í alþjóðlegri fjármálastjórnun.

Viðskipti erlent

Tvö erfið ár fram undan hjá Toyota

Nýr forstjóri Toyota-bílaverksmiðjanna japönsku, Akio Toyoda, segir tvö mjög erfið ár fram undan hjá fyrirtækinu. Toyoda er barnabarn stofnanda bílaverksmiðjanna og hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem forstjóri í gær.

Viðskipti erlent

Fjárfestir vill meiri efnahagshvata

Fjárfestirinn Warren Buffett segir stjórnvöld í Bandaríkjunum verða að kasta öðrum björgunarhring til efnahagslífsins. Gerist það ekki megi búast við að fjármálakerfið taki dýfu í annað sinn.

Viðskipti erlent

Umræður um Icesave á hollenska þinginu

Utandagskrárumræður um Icesave standa nú yfir í hollenska þinginu en hópur af fyrrum innistæðueigendum Icesave hefur krafist þess að fá innistæður sínar greiddar að fullu. Þessi hópur segir að handvömm fjármálaeftirlita Íslands og Hollands eigi ekki að bitna á þeim.

Viðskipti erlent

Dollaramilljónamæringum fækkar um 15% í heiminum

Einstaklingum sem eiga meir en eina milljón dollara í persónulegum auðæfum fækkar um tæp 15% í ár miðað við árið í fyrra. Þeir eru nú 8,6 milljónir talsins. Þetta eru niðurstöður árlegrar úttektar á vegum Capgemini/Merrill Lynch sem birt er í dag.

Viðskipti erlent

Betri tíð í spilunum

Alþjóðabankinn spáir samdrætti upp á 2,9 prósent á heimsvísu á þessu ári. Á næstu tveimur árum snúi til betri vegar og muni hagvöxtur nema 3,2 prósentum árið 2011.

Viðskipti erlent

Er vefsíðan mín góð eða slæm?

Ein af skemmtilegri vefsíðum netheima er www.webpagesthatsuck.com, þar sem farið er yfir vefsíður sem eru afar illa hannaðar og þær metnar. Þar segir meðal annars um fyrstu mánuði þessa árs, að „þetta virðist ætla að verða gott ár fyrir slæma vefsíðuhönnun".

Viðskipti erlent

Óttast mengun á erfðavísum villtra þorska

Náttúruverndarsinnar óttast að aukning þorskeldis muni leiða til frekari flótta þorsks úr þorskeldum sem leiði til mengunar á erfðavísum villtra þorska. Náttúruverndarsinnar hafa komið þessum áhyggjum sínum á framfæri vegna mikillar aukningar þorskeldis í Evrópu.

Viðskipti erlent

Hvalaskoðun gefur meira af sér en hvalveiðar

Í nýrri skýrslu sem lögð hefur verið fram á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sem nú stendyr yfir segir að hvalaskoðun gefi nú af sér meiri tekjur á heimsvísu en hvalveiðar. Tekjur af hvalaskoðun nemi nú um 2,1 milljarði punda eða rúmlega 440 milljörðum kr. á ári.

Viðskipti erlent