Royal Unibrew á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni 26. ágúst 2009 08:34 Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Ástæðan að baki þessarar miklu hækkunnar er að stjórn Unibrew býst nú við að hagnaður af kjarnastarfsemi sinni í ár verði á bilinu 170 til 210 milljónir danskra kr. eða allt að rúmlega fimm milljarðar kr. Áður lágu væntingar um hagnaðinn „í kringum 135 milljónir" danskra kr. Stoðir seldu Straumi rúmlega 5,2% af eignarhlut sínum í Royal Unibrew s.l. vor en um er að ræða næststærsta bruggverksmiðjur Danmerkur. Eftir söluna á Stoðir áfram 16,3% í Unibrew en samanlagður hlutur þessarar tveggja aðila er 21,6%. Í frétt um málið í börsen.dk segir að frá því að hlutir í Unibrew náðu sínu lægst verði í mars s.l. hafa þeir hækkað um 350%. Þeir eiga samt nokkuð í land enn að ná hámarksverði sínu eins og það var fyrir ári síðan. Ástæðan fyrir uppfærðum hagnaðarvæntingum er aukin sala á vörum Unibrew sem m.a. framleiðir Faxe Kondi gosdrykkinn og Ceres ölið. Þá hefur markaðurinn einnig tekið jákvætt í að stjórn Unibrew hefur markvisst unnið að því að minnka skuldir sem hvíla á bruggverksmiðjunum. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins hjá Unibrew sem kynnt var í morgun nam hagnaður á tímabilinu tæpum 17 milljónum danskra kr. eftirt skatta. Til samanburðar var tæplega 12 milljón danskra kr. tap á rekstrinum á sama tímabili í fyrra. Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Ástæðan að baki þessarar miklu hækkunnar er að stjórn Unibrew býst nú við að hagnaður af kjarnastarfsemi sinni í ár verði á bilinu 170 til 210 milljónir danskra kr. eða allt að rúmlega fimm milljarðar kr. Áður lágu væntingar um hagnaðinn „í kringum 135 milljónir" danskra kr. Stoðir seldu Straumi rúmlega 5,2% af eignarhlut sínum í Royal Unibrew s.l. vor en um er að ræða næststærsta bruggverksmiðjur Danmerkur. Eftir söluna á Stoðir áfram 16,3% í Unibrew en samanlagður hlutur þessarar tveggja aðila er 21,6%. Í frétt um málið í börsen.dk segir að frá því að hlutir í Unibrew náðu sínu lægst verði í mars s.l. hafa þeir hækkað um 350%. Þeir eiga samt nokkuð í land enn að ná hámarksverði sínu eins og það var fyrir ári síðan. Ástæðan fyrir uppfærðum hagnaðarvæntingum er aukin sala á vörum Unibrew sem m.a. framleiðir Faxe Kondi gosdrykkinn og Ceres ölið. Þá hefur markaðurinn einnig tekið jákvætt í að stjórn Unibrew hefur markvisst unnið að því að minnka skuldir sem hvíla á bruggverksmiðjunum. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins hjá Unibrew sem kynnt var í morgun nam hagnaður á tímabilinu tæpum 17 milljónum danskra kr. eftirt skatta. Til samanburðar var tæplega 12 milljón danskra kr. tap á rekstrinum á sama tímabili í fyrra.
Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent