Viðskipti erlent

Hlutabréfaverð í Noregi hækkar

Úrvalsvísitala Óslóarkauphallarinnar í Noregi hefur hækkað um 37 prósent frá áramótum. Og það þrátt fyrir að hægt hafi á hjólum atvinnulífsins þar, líkt og annars staðar í heiminum.

Viðskipti erlent

Auknar afskriftir á evrusvæðinu

Ennfrekari afskriftir eru væntanlegar hjá bönkum á evrusvæðinu og býst Seðlabanki Evrópu við því að afskrifa þurfi 283 milljarða Dollara til viðbótar á þessu ári og því næsta vegna slæmra lána og verðbréfa

Viðskipti erlent

Rolexúr Steve McQueen selt á 25 milljónir

Rolexúr sem áður var í eigu leikarans Steve McQueen seldist á uppboði fyrir yfir 25 milljónir kr. Verðið var nær tuttugufalt matsverð á úrinu en greinilegt var á uppboðinu að margir vildu eignast þetta úr sem fyrrum prýddi manninn sem hafði viðnefnið Konungur Kúlsins.

Viðskipti erlent

Harrison Ford tekjuhæstur karlleikara í heiminum

Hinn 66 ára gamli Harrison Ford reyndist vera tekjuhæstur karlleikara í heiminum á síðasta ári samkvæmt nýbirtum lista Forbes tímaritisins. Tekjur Ford reyndust 9 milljarðar kr., að mestu vegna nýjustu Indiana Jones myndarinnar Kingdom of the Crystalskull.

Viðskipti erlent

Spá því að álverðið hækki um 23% til áramóta

Markaðssérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka um 23% til áramóta frá því sem nú er. Í dag stendur verðið í 1.670 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London og muni fara í rúma 2.000 dollara í desember, að því er segir í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni um málið.

Viðskipti erlent

Bankahrun framundan í Eve Online tölvuleiknum

Ebank, hinn opinberi banki í Eve Online tölvuleiknum, er í miklum vandræðum eftir að ljóst varð að bankastjórinn sem gengur undir nafninu Ricdic stal miklum upphæðum úr sjóðum bankans og seldi á svörtum markaði til hliðar við leikinn.

Viðskipti erlent

Royal Unibrew býr sig undir það versta í Lettlandi

Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew sem og önnur dönsk fyrirtæki undirbúa sig nú fyrir það versta mögulega í efnahagsmálum Lettlands, mikið fall á gengi latsins, gjaldmiðils landsins. Og slíkt gengisfall gæti breiðst eins og bylgjur á vatni til hinna Eystrasaltsríkjanna.

Viðskipti erlent

Bagger í sjö ára fangelsi

Danski fjárglæframaðurinn Stein Bagger var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa dregið til sín jafnvirði nærri þrjátíu milljarða íslenskra króna þegar hann var stjórnandi upplýsingatæknifyrirtækisins IT Factory.

Viðskipti erlent

Eigendur D´Angleterre hafa tapað öllu eiginfé

Íslenska félagið NP Hotels Holding, sem á m.a. hótelin D´Angleterre og Kong Fredrik, hefur tapað öllu eigin fé sínu og er eiginfjárstaðan orðin neikvæð um 3 milljónir danskra kr. eða 72 milljónir kr. Tapið af rekstri NP Hotels Holding á síðasta ári nam 22 milljónum dkr. eða rúmlega hálfum milljarði kr.

Viðskipti erlent