Landstjóri Guernsey á leið til Íslands að ræða Landsbankamál 31. júlí 2009 09:05 Lyndon Trott landstjóri eyjarinnar Guernsey er væntanlegur til Íslands í næstu viku til að ræða við stjórnvöld um málefni innistæðueigenda í útibúi Landsbankans á eyjunni. Þetta kemur fram í frétt á BBC en Trott hefur legið undir mikilli gagnrýni á Guernsey fyrir aðgerðarleysi í Landsbankamálinu þar. Innistæðueigendur áttu um 3,5 milljónir punda inni á reikningum Landsbankans þegar hann hrundi s.l. haust. Trott átti fund með innistæðueigendum í október s.l. og lofaði þá að hjálpa þeim. Nú er komið í ljós að stjórnvöld á Guernsey hafa ekki haldið neina fundi með breska dómsmálaráðuneytinu um málið. Aðgerðahópur innistæðueigenda Landsbankans á eyjunni (LGDAG) er ekki sáttur við þróun mála. „Okkur hefur margoft verið sagt að stöðugir fundir hafi verið í gangi við fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið," segir Nick Dickens talsmaður LGDAG. „Lykilatriðið er að dómsmálaráðuneytið á að verja Guernsey gegn utanaðkomandi ógnunum og íslenska bankahrunið er utanaðkomandi ógnun." Dickens bendir á að Guernsey sé eina lögsagan á Bretlandseyjyum sem ekki hafi komið innistæðueigendum í íslensku bönkunum til hjálpar. Hann nefnir sem dæmi að á eyjunni Mön hafi stjórnvöld lagt fram 193 milljónir punda til innistæðueigenda þar. Trott segir að hann muni í næstu viku fara til Íslands ásamt hópi af háttsettum embættismönnum eyjarinnar. „Við munum ræða við íslensk stjórnvöld um lausn á þessu máli," segir hann. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Lyndon Trott landstjóri eyjarinnar Guernsey er væntanlegur til Íslands í næstu viku til að ræða við stjórnvöld um málefni innistæðueigenda í útibúi Landsbankans á eyjunni. Þetta kemur fram í frétt á BBC en Trott hefur legið undir mikilli gagnrýni á Guernsey fyrir aðgerðarleysi í Landsbankamálinu þar. Innistæðueigendur áttu um 3,5 milljónir punda inni á reikningum Landsbankans þegar hann hrundi s.l. haust. Trott átti fund með innistæðueigendum í október s.l. og lofaði þá að hjálpa þeim. Nú er komið í ljós að stjórnvöld á Guernsey hafa ekki haldið neina fundi með breska dómsmálaráðuneytinu um málið. Aðgerðahópur innistæðueigenda Landsbankans á eyjunni (LGDAG) er ekki sáttur við þróun mála. „Okkur hefur margoft verið sagt að stöðugir fundir hafi verið í gangi við fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið," segir Nick Dickens talsmaður LGDAG. „Lykilatriðið er að dómsmálaráðuneytið á að verja Guernsey gegn utanaðkomandi ógnunum og íslenska bankahrunið er utanaðkomandi ógnun." Dickens bendir á að Guernsey sé eina lögsagan á Bretlandseyjyum sem ekki hafi komið innistæðueigendum í íslensku bönkunum til hjálpar. Hann nefnir sem dæmi að á eyjunni Mön hafi stjórnvöld lagt fram 193 milljónir punda til innistæðueigenda þar. Trott segir að hann muni í næstu viku fara til Íslands ásamt hópi af háttsettum embættismönnum eyjarinnar. „Við munum ræða við íslensk stjórnvöld um lausn á þessu máli," segir hann.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira