Viðskipti erlent Svínaflensan frestar mótmælum gegn Landsbanka Sparifjáreigendur sem töpuðu fé sínu hjá Landsbankanum á Guernsey hafa ákveðið að fresta boðuðum mótmælum gegn bankanum vegna svínaflensunnar. Fólk frá öllum heimshornum ætlaði að koma saman til mótmælafundarins í næsta mánuði. Viðskipti erlent 5.5.2009 13:20 Danske Bank afskrifar 180 milljarða vegna lélegra lána Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, afskrifaði 8 milljarða danskra kr. eða um 180 milljarða kr. vegna lélegra lána á fyrsta ársfjórðungi ársins. Viðskipti erlent 5.5.2009 08:24 Kauphöllin kannar lagaákvæði um undanþágu frá uppgjörum Stjórn kauphallarinnar er nú að láta lögfræðinga sína kanna lagaákvæði sem yfir tíu félög hafa notað sem undanþágu frá því að birta ársuppgjör sín á réttum tíma, það er fyrir 30. apríl s.l. Þórður Friðjónsson forstjóri kauphallarinnar segir að hann telji að þessi notkun á ákvæðinu samræmist ekki tilgangi þess. Viðskipti erlent 4.5.2009 14:02 Buffett hraunar yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku Warren Buffett stjórnarformaður Berkshire Hathaway notaði tækifærið á aðalfundi félagsins um helgina til þess að hrauna yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku sem leiddi til fjármálakreppunnar nú. Viðskipti erlent 4.5.2009 12:59 Fiat verði einn stærsti bílaframleiðandi heims Ítalski bílaframleiðandinn Fiat stefnir að því að koma á einni stærstu bílaverksmiðju heims. Fiat reynir nú að kaupa rekstur bandaríska bílarisans General Motors í Evrópu eftir að hafa ná samning um yfirtöku á gjaldþrota risanum Chrysler. Viðskipti erlent 4.5.2009 12:27 Versta efnahagslægð í Evrópu frá seinna stríði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að efnahagssamdráttur í ríkjum ESB í ár verður ríflega tvöfalt meiri en spáð hafi verið fyrir aðeins fjórum mánuðum. Álfan sé að sigla inn í verstu kreppu frá lokum seinna stríðs. Viðskipti erlent 4.5.2009 12:18 Fiat vill kaupa GM í Evrópu Eftir að hafa nýverið samið um að kaupa 20 prósenta hlut í Chrysler-bílaverksmiðjunum hyggst ítalski bílaframleiðandinn Fiat að auki festa kaup á General Motors í Evrópu og mynda með því stærstu bílaverksmiðju heims á eftir Toyota. Viðskipti erlent 4.5.2009 08:17 Talsmenn Fiat segjast eiga í viðræðum um yfirtöku á Opel Talsmenn Fiat Group hafa staðfest að þeir eigi í viðræðum um yfirtöku á General Motor í Evrópu og Chrysler. Viðskipti erlent 3.5.2009 19:03 Citigroup gæti þurft 10 milljarða dala frá ríkinu í viðbót Bandaríski bankinn Citigroup gæti þurft á 10 milljörðum bandaríkjadala að halda í nýtt hlutafé þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fer yfir niðurstöður álagsprófa sem verið er að gera á bönkunum. Þetta er fullyrt í Wall Street Journal. Viðskipti erlent 2.5.2009 13:58 Hækkun á Wall Street Hlutabréf á Wall Street hækkuðu lítillega í dag við lokun markaða. Hækkandi olíuverð hefur þar mest áhrif auk þess sem útlit er fyrir að sumir hlutar fjármálakerfisins séu að rétta úr kútnum, að því er fram kemur hjá Reuters. Dow Jones iðnaðarvísitalan hækkaði um 0,54 prósent og S&P 500 vísitalan hækkaði um sama prósentuhlutfall. Viðskipti erlent 1.5.2009 20:17 Aldrei fleiri gjaldþrot í Englandi og Wales Nær fimmþúsund fyrirtæki í Englandi og Wales urðu fjaldþrota á fyrstu þrem mánuðum ársins. Metfjöldi einstaklinga fór einnig í gjaldþrot, eða rúmlega 29 þúsund manns, sem er hæsta tala síðan mælingar hófust árið 1960. Viðskipti erlent 1.5.2009 10:51 Segja að Chrysler muni lýsa sig gjaldþrota Heimildir herma að bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler muni lýsa sig gjaldþrota en fyrirtækið hefur átt í viðræðum við ríkisstjórn Obama um frekari aðstoð vegna erfiðleika í rekstrinum. Viðskipti erlent 30.4.2009 13:20 ESB vill herða reglur um vogunarsjóði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að reglur um vogunarsjóði verði hertar. Hún vill einnig að evrópsk fjármálafyrirtæki geti tekið aftur kaupauka frá stjórnendum sem tapa fé með því að taka óhóflega áhættu. Viðskipti erlent 30.4.2009 12:07 Um 3.700 Pólverjar á atvinnuleysisbótum í Noregi Atvinnuleysi meðal Pólverja í Noregi hefur aukist um 555% frá því í apríl í fyrra. Er nú um 3.700 Pólverjar á atvinnuleysisbótum í landinu. Viðskipti erlent 30.4.2009 11:17 Framtíð Chrysler ræðst fyrir miðnætti Bakslag kom í björgunaráætlun bílaframleiðandans Chrysler í gær þegar samningaviðræður bandaríska fjármálaráðuneytisins og lánardrottna Chrysler sigldu í strand. Viðskipti erlent 30.4.2009 08:10 Bouton kveður risabankann Daniel Bouton, fyrrverandi forstjóri og núverandi stjórnarformaður franska risabankans Societe Generale, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með næsta mánuði.Ástæðurnar segir hann vægðarlausa gagnrýni á störf sín. Viðskipti erlent 30.4.2009 04:30 Bjartsýni innan ESB Íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa ekki verið bjartsýnni um horfur í efnahagslífinu í tæp tvö ár, samkvæmt niðurstöðum könnunar á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) og birtar voru í gær. Væntingarvísitala íbúa ESB-landanna fór úr 60,4 stigum í 63,9 stig, sem jafngildir 5,8 prósenta hækkun. Í evrulöndunum jukust væntingar um tæp 3,9 prósent. Viðskipti erlent 30.4.2009 04:00 Ljós í myrkrinu hjá Royal Unibrew Það er ljós í myrkrinu hjá Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Uppgjör Unibrew fyrir fyrsta ársfjórðung ársins er mun betra en vænst var. Stoðir eru meðal stærstu hluthafa með um fimmtungs hlut. Viðskipti erlent 29.4.2009 15:54 Oliver Stone gerir framhald af myndinni Wall Street Kvikmyndaleikstjórinn Oliver Stone hefur undirritað saming við Fox um að gera framhald af mynd sinni Wall Street frá árinu 1987. Viðskipti erlent 29.4.2009 14:11 Töluverðar sveiflur á álmarkaðinum Töluverðar sveiflur hafa verið á álverðinu í heiminum undanfarna sjö daga. Verðið miðað við þriggja mánaða afhendingu fór hæst í tæplega 1.470 dollara tonnið en í dag er það komið í tæplega 1.430 dollara tonnið. Viðskipti erlent 29.4.2009 13:07 Nasdaq frestar afskráningu deCODE Stjórn Nasdaq-kauphallarinnar í New York hefur ákveðið að fresta afskráningu á deCODE á meðan endurskoðun á stöðu félagsins fer fram. Viðskipti erlent 29.4.2009 11:02 Woodstock fjármálaheimsins haldið um næstu helgi Aðalfundur Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags milljarðamæringsins Warren Buffett, verður haldið um næstu helgi en fundir þessir hafa gengið undir nafninu Woodstock fjármálaheimsins. Viðskipti erlent 29.4.2009 09:58 Chrysler bjargaði sér fyrir horn Bílaframleiðandinn Chrysler náði í gær samkomulagi við bandarísk stjórnvöld um enn frekari aðstoð til þess að komast hjá gjaldþroti. Sex komma níu milljarðar dollara af skuldum fyrirtækisins verða að öllum líkindum afskrifaðar nái samkomulagið fram að ganga. Viðskipti erlent 29.4.2009 07:30 Samdráttur í Japan Stjórnvöld í Japan hafa fært efnahagsspá sína fyrir árið úr núlli í samdrátt upp á 3,3 prósent. Fjárlagaárið þar í landi hófst um mánaðamótin. Viðskipti erlent 29.4.2009 05:00 Greitt fyrir uppljóstrun Mary Schapiro, forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins, segir ekki útilokað að greitt fyrir þær upplýsingar sem leiða til þess að efnahagsbrot verða upprætt. Viðskipti erlent 29.4.2009 04:15 Viðsnúningur til hins verra hjá JJB Sports Mikill viðsnúningur hefur orðið til hins verra hvað varðar verð á hlutum í íþróttaverslanakeðjunni JJB Sports í dag. Eftir mikla hækkun í gær hafa hlutirnir fallið um 8% í dag að því er segir á Reuters. Viðskipti erlent 28.4.2009 16:19 Snekkjum sökkt eða þeim siglt í strand í kreppunni Leiðindasjón blasir nú víða við í höfnum Bandaríkjanna og meðfram ströndum landsins, einkum við Flórída. Það eru snekkjur sem sökkt hefur verið eða þeim siglt í strand af örvæntingarfullum eigendum sem eiga ekki lengur fyrir afborgunum eða rándýrum leguplássum. Viðskipti erlent 28.4.2009 15:18 Svínaflensan gæti minnkað hagvöxt heimsins um 5% Alþjóðabankinn telur að svínaflensan gæti minnkað hagvöxt (landsframleiðslu) heimsins um 5% ef hún verður að heimsfaraldri. Viðskipti erlent 28.4.2009 13:49 SAS flýgur inn í blóðrautt sólarlag SAS skilaði lélegu uppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung ársins en tap flugfélagsins nam rúmlega hálfum milljarði danskra kr. eða um 11,5 milljörðum kr. Samkvæmt fregnum í norrænum fjölmiðlum í morgun er tapið nokkuð í takt við væntingar sérfræðinga. Viðskipti erlent 28.4.2009 13:19 Deutsche Bank skilar yfir 200 milljarða hagnaði Deutsche Bank, stærsti banki Þýskalands, skilaði mjög góðu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn reyndist tæplega 1,2 milljarður evra eða rúmlega 200 milljarðar kr. Á sama tímabili fyrir ári síðan var tap á rekstri bankans upp á 131 milljón evra. Viðskipti erlent 28.4.2009 10:36 « ‹ 308 309 310 311 312 313 314 315 316 … 334 ›
Svínaflensan frestar mótmælum gegn Landsbanka Sparifjáreigendur sem töpuðu fé sínu hjá Landsbankanum á Guernsey hafa ákveðið að fresta boðuðum mótmælum gegn bankanum vegna svínaflensunnar. Fólk frá öllum heimshornum ætlaði að koma saman til mótmælafundarins í næsta mánuði. Viðskipti erlent 5.5.2009 13:20
Danske Bank afskrifar 180 milljarða vegna lélegra lána Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, afskrifaði 8 milljarða danskra kr. eða um 180 milljarða kr. vegna lélegra lána á fyrsta ársfjórðungi ársins. Viðskipti erlent 5.5.2009 08:24
Kauphöllin kannar lagaákvæði um undanþágu frá uppgjörum Stjórn kauphallarinnar er nú að láta lögfræðinga sína kanna lagaákvæði sem yfir tíu félög hafa notað sem undanþágu frá því að birta ársuppgjör sín á réttum tíma, það er fyrir 30. apríl s.l. Þórður Friðjónsson forstjóri kauphallarinnar segir að hann telji að þessi notkun á ákvæðinu samræmist ekki tilgangi þess. Viðskipti erlent 4.5.2009 14:02
Buffett hraunar yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku Warren Buffett stjórnarformaður Berkshire Hathaway notaði tækifærið á aðalfundi félagsins um helgina til þess að hrauna yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku sem leiddi til fjármálakreppunnar nú. Viðskipti erlent 4.5.2009 12:59
Fiat verði einn stærsti bílaframleiðandi heims Ítalski bílaframleiðandinn Fiat stefnir að því að koma á einni stærstu bílaverksmiðju heims. Fiat reynir nú að kaupa rekstur bandaríska bílarisans General Motors í Evrópu eftir að hafa ná samning um yfirtöku á gjaldþrota risanum Chrysler. Viðskipti erlent 4.5.2009 12:27
Versta efnahagslægð í Evrópu frá seinna stríði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að efnahagssamdráttur í ríkjum ESB í ár verður ríflega tvöfalt meiri en spáð hafi verið fyrir aðeins fjórum mánuðum. Álfan sé að sigla inn í verstu kreppu frá lokum seinna stríðs. Viðskipti erlent 4.5.2009 12:18
Fiat vill kaupa GM í Evrópu Eftir að hafa nýverið samið um að kaupa 20 prósenta hlut í Chrysler-bílaverksmiðjunum hyggst ítalski bílaframleiðandinn Fiat að auki festa kaup á General Motors í Evrópu og mynda með því stærstu bílaverksmiðju heims á eftir Toyota. Viðskipti erlent 4.5.2009 08:17
Talsmenn Fiat segjast eiga í viðræðum um yfirtöku á Opel Talsmenn Fiat Group hafa staðfest að þeir eigi í viðræðum um yfirtöku á General Motor í Evrópu og Chrysler. Viðskipti erlent 3.5.2009 19:03
Citigroup gæti þurft 10 milljarða dala frá ríkinu í viðbót Bandaríski bankinn Citigroup gæti þurft á 10 milljörðum bandaríkjadala að halda í nýtt hlutafé þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fer yfir niðurstöður álagsprófa sem verið er að gera á bönkunum. Þetta er fullyrt í Wall Street Journal. Viðskipti erlent 2.5.2009 13:58
Hækkun á Wall Street Hlutabréf á Wall Street hækkuðu lítillega í dag við lokun markaða. Hækkandi olíuverð hefur þar mest áhrif auk þess sem útlit er fyrir að sumir hlutar fjármálakerfisins séu að rétta úr kútnum, að því er fram kemur hjá Reuters. Dow Jones iðnaðarvísitalan hækkaði um 0,54 prósent og S&P 500 vísitalan hækkaði um sama prósentuhlutfall. Viðskipti erlent 1.5.2009 20:17
Aldrei fleiri gjaldþrot í Englandi og Wales Nær fimmþúsund fyrirtæki í Englandi og Wales urðu fjaldþrota á fyrstu þrem mánuðum ársins. Metfjöldi einstaklinga fór einnig í gjaldþrot, eða rúmlega 29 þúsund manns, sem er hæsta tala síðan mælingar hófust árið 1960. Viðskipti erlent 1.5.2009 10:51
Segja að Chrysler muni lýsa sig gjaldþrota Heimildir herma að bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler muni lýsa sig gjaldþrota en fyrirtækið hefur átt í viðræðum við ríkisstjórn Obama um frekari aðstoð vegna erfiðleika í rekstrinum. Viðskipti erlent 30.4.2009 13:20
ESB vill herða reglur um vogunarsjóði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að reglur um vogunarsjóði verði hertar. Hún vill einnig að evrópsk fjármálafyrirtæki geti tekið aftur kaupauka frá stjórnendum sem tapa fé með því að taka óhóflega áhættu. Viðskipti erlent 30.4.2009 12:07
Um 3.700 Pólverjar á atvinnuleysisbótum í Noregi Atvinnuleysi meðal Pólverja í Noregi hefur aukist um 555% frá því í apríl í fyrra. Er nú um 3.700 Pólverjar á atvinnuleysisbótum í landinu. Viðskipti erlent 30.4.2009 11:17
Framtíð Chrysler ræðst fyrir miðnætti Bakslag kom í björgunaráætlun bílaframleiðandans Chrysler í gær þegar samningaviðræður bandaríska fjármálaráðuneytisins og lánardrottna Chrysler sigldu í strand. Viðskipti erlent 30.4.2009 08:10
Bouton kveður risabankann Daniel Bouton, fyrrverandi forstjóri og núverandi stjórnarformaður franska risabankans Societe Generale, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með næsta mánuði.Ástæðurnar segir hann vægðarlausa gagnrýni á störf sín. Viðskipti erlent 30.4.2009 04:30
Bjartsýni innan ESB Íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa ekki verið bjartsýnni um horfur í efnahagslífinu í tæp tvö ár, samkvæmt niðurstöðum könnunar á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) og birtar voru í gær. Væntingarvísitala íbúa ESB-landanna fór úr 60,4 stigum í 63,9 stig, sem jafngildir 5,8 prósenta hækkun. Í evrulöndunum jukust væntingar um tæp 3,9 prósent. Viðskipti erlent 30.4.2009 04:00
Ljós í myrkrinu hjá Royal Unibrew Það er ljós í myrkrinu hjá Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Uppgjör Unibrew fyrir fyrsta ársfjórðung ársins er mun betra en vænst var. Stoðir eru meðal stærstu hluthafa með um fimmtungs hlut. Viðskipti erlent 29.4.2009 15:54
Oliver Stone gerir framhald af myndinni Wall Street Kvikmyndaleikstjórinn Oliver Stone hefur undirritað saming við Fox um að gera framhald af mynd sinni Wall Street frá árinu 1987. Viðskipti erlent 29.4.2009 14:11
Töluverðar sveiflur á álmarkaðinum Töluverðar sveiflur hafa verið á álverðinu í heiminum undanfarna sjö daga. Verðið miðað við þriggja mánaða afhendingu fór hæst í tæplega 1.470 dollara tonnið en í dag er það komið í tæplega 1.430 dollara tonnið. Viðskipti erlent 29.4.2009 13:07
Nasdaq frestar afskráningu deCODE Stjórn Nasdaq-kauphallarinnar í New York hefur ákveðið að fresta afskráningu á deCODE á meðan endurskoðun á stöðu félagsins fer fram. Viðskipti erlent 29.4.2009 11:02
Woodstock fjármálaheimsins haldið um næstu helgi Aðalfundur Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags milljarðamæringsins Warren Buffett, verður haldið um næstu helgi en fundir þessir hafa gengið undir nafninu Woodstock fjármálaheimsins. Viðskipti erlent 29.4.2009 09:58
Chrysler bjargaði sér fyrir horn Bílaframleiðandinn Chrysler náði í gær samkomulagi við bandarísk stjórnvöld um enn frekari aðstoð til þess að komast hjá gjaldþroti. Sex komma níu milljarðar dollara af skuldum fyrirtækisins verða að öllum líkindum afskrifaðar nái samkomulagið fram að ganga. Viðskipti erlent 29.4.2009 07:30
Samdráttur í Japan Stjórnvöld í Japan hafa fært efnahagsspá sína fyrir árið úr núlli í samdrátt upp á 3,3 prósent. Fjárlagaárið þar í landi hófst um mánaðamótin. Viðskipti erlent 29.4.2009 05:00
Greitt fyrir uppljóstrun Mary Schapiro, forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins, segir ekki útilokað að greitt fyrir þær upplýsingar sem leiða til þess að efnahagsbrot verða upprætt. Viðskipti erlent 29.4.2009 04:15
Viðsnúningur til hins verra hjá JJB Sports Mikill viðsnúningur hefur orðið til hins verra hvað varðar verð á hlutum í íþróttaverslanakeðjunni JJB Sports í dag. Eftir mikla hækkun í gær hafa hlutirnir fallið um 8% í dag að því er segir á Reuters. Viðskipti erlent 28.4.2009 16:19
Snekkjum sökkt eða þeim siglt í strand í kreppunni Leiðindasjón blasir nú víða við í höfnum Bandaríkjanna og meðfram ströndum landsins, einkum við Flórída. Það eru snekkjur sem sökkt hefur verið eða þeim siglt í strand af örvæntingarfullum eigendum sem eiga ekki lengur fyrir afborgunum eða rándýrum leguplássum. Viðskipti erlent 28.4.2009 15:18
Svínaflensan gæti minnkað hagvöxt heimsins um 5% Alþjóðabankinn telur að svínaflensan gæti minnkað hagvöxt (landsframleiðslu) heimsins um 5% ef hún verður að heimsfaraldri. Viðskipti erlent 28.4.2009 13:49
SAS flýgur inn í blóðrautt sólarlag SAS skilaði lélegu uppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung ársins en tap flugfélagsins nam rúmlega hálfum milljarði danskra kr. eða um 11,5 milljörðum kr. Samkvæmt fregnum í norrænum fjölmiðlum í morgun er tapið nokkuð í takt við væntingar sérfræðinga. Viðskipti erlent 28.4.2009 13:19
Deutsche Bank skilar yfir 200 milljarða hagnaði Deutsche Bank, stærsti banki Þýskalands, skilaði mjög góðu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn reyndist tæplega 1,2 milljarður evra eða rúmlega 200 milljarðar kr. Á sama tímabili fyrir ári síðan var tap á rekstri bankans upp á 131 milljón evra. Viðskipti erlent 28.4.2009 10:36