Málaferli gegn breska ríkinu vegna taps á íslensku bönkunum 22. júní 2009 10:00 Góðgerðarfélög í Bretlandi ætla í mál gegn breska ríkinu vegna ákvörðunar breskra stjórnvalda um að félögin muni ekki fá bætt fjárhagslegt tap sitt af hruni íslensku bankanna s.l. haust. Fjallað er um málið á vefsíðunni ThirdSector, fréttabréfs samtaka góðgerðarfélaga í Bretlandi. Þar segir að forráðamenn þessara félaga séu æfir af reiði vegna ákvörðunar fjármálaráðuneytisins breska frá því á föstudag. Um er að ræða 30 góðgerðarfélög sem töpuðu samtals 50 milljónum punda, eða rúmlega 10 milljörðum kr. á hruni Kaupþings og dótturbanka þess Singer & Friedlander í Bretlandi. Peter Hepburn formaður Save our Savings, sérstakra samtaka góðgerðarfélaganna sem áttu reikninga í fyrrgreindum bönkum segir að meðlimir samtakanna væru æfir af reiði og ætluðu ekki að gefast upp í baráttu sinni við að fá peninga sína endurgreidda. „Við höfum verið kurteis gagnvart stjórnvöldum hingað til og það hefur ekki virkað," segir Hepburn. „Við eigum ekki annarra kosta völ núna en fara með málið fyrir dómstóla." Og formaður barnaspítalans Naomi House, Khaid Aziz, segir að sér sé algerlega misboðið yfir afstöðu stjórnvalda. „Eina ferðina enn eru góðgerðarfélög, sem treysta á framlög frá almenningi, skilin eftir ein á skeri," segir Aziz. Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Góðgerðarfélög í Bretlandi ætla í mál gegn breska ríkinu vegna ákvörðunar breskra stjórnvalda um að félögin muni ekki fá bætt fjárhagslegt tap sitt af hruni íslensku bankanna s.l. haust. Fjallað er um málið á vefsíðunni ThirdSector, fréttabréfs samtaka góðgerðarfélaga í Bretlandi. Þar segir að forráðamenn þessara félaga séu æfir af reiði vegna ákvörðunar fjármálaráðuneytisins breska frá því á föstudag. Um er að ræða 30 góðgerðarfélög sem töpuðu samtals 50 milljónum punda, eða rúmlega 10 milljörðum kr. á hruni Kaupþings og dótturbanka þess Singer & Friedlander í Bretlandi. Peter Hepburn formaður Save our Savings, sérstakra samtaka góðgerðarfélaganna sem áttu reikninga í fyrrgreindum bönkum segir að meðlimir samtakanna væru æfir af reiði og ætluðu ekki að gefast upp í baráttu sinni við að fá peninga sína endurgreidda. „Við höfum verið kurteis gagnvart stjórnvöldum hingað til og það hefur ekki virkað," segir Hepburn. „Við eigum ekki annarra kosta völ núna en fara með málið fyrir dómstóla." Og formaður barnaspítalans Naomi House, Khaid Aziz, segir að sér sé algerlega misboðið yfir afstöðu stjórnvalda. „Eina ferðina enn eru góðgerðarfélög, sem treysta á framlög frá almenningi, skilin eftir ein á skeri," segir Aziz.
Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira