Viðskipti innlent

Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan

Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum.

Viðskipti innlent

Keflavíkurflugvöllur verði kolefnalaus fyrir 2030

Á aðalfundi ISAVIA var Kristján Þór Júlíusson kjörin stjórnarformaður en hann gegndi embætti sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra til ársins 2021. Nýja stjórn skipa þau Hólmfríður Árnadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Matthías Páll Imsland og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir.

Viðskipti innlent

Hyggst birta lista yfir kaup­endur í Ís­lands­banka ef lög leyfa

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur leitað til Bankasýslu ríkisins og óskað eftir lista yfir þá sem keyptu hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem fram fór á dögunum þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum. Hann segir listann verða birtan telji Fjármálaeftirlit Seðlabankans slíkt standast lög.

Viðskipti innlent

Vilja reisa nýtt gagna­ver á Akur­eyri

Forstjóri atNorth og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur gagnavers á Akureyri. Fyrirtækið hyggst leigja lóð undir starfsemina á skipulögðu athafnasvæði í útjaðri bæjarins og stefnir á að hefja framkvæmdir þar á næstu mánuðum.

Viðskipti innlent

Guð­mundur nýr frétta­stjóri Markaðarins

Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 

Viðskipti innlent

Anna Kristín nýr formaður SÍA

Anna Kristín Kristjánsdóttir var kjörin formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA) á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær. Fráfarandi formaður er Guðmundur Hrafn Pálsson frá Pipar/TWBA.

Viðskipti innlent