Skrúfa niður í djamminu á Prikinu Árni Sæberg skrifar 20. október 2023 14:21 Prikið er eitt elsta veitingahús landsins. Vísir/Vilhelm Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug. „Ár breytinga, hinn sívinsæli spennubálkur heldur áfram. Við erum að stíga inní fyrsta fasa breytinga á Prikinu. Breytingar sem hafa verið á leiðinni í langan tíma. Í stuttu máli, þá erum við að standsetja Prikið sem stað á einni hæð. Já þið heyrðuð rétt,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins, á Facebook. Hann segir að Prikið fá algera bólstrun og innviðir verði dekraðir. Eldhús verðu gangsett á ný og Vörubíllinn þekkti mæti aftur á seðil. „Við tökum stökk og skrúfum aðeins niður í djamminu eins og það hefur verið á staðnum undanfarinn áratug og lengur. Opnum fyrr, en lokum fyrr. Dúkur í loftinu lagaður, bætt við borðum og ljósum, líftími þessarar stofnunar endurræstur, Prikið þúsund ár og allt það.“ Engar áhyggjur þurfi að hafa af stuðinu, það verði alltaf á sínum stað. „Gleðigutl, egg og beikon, bagg og Akon, Blóðugar Maríur og barnavagnar.“ Stórefla plötuútgáfuna í staðinn Á móti komi að Sticky Plötuútgáfa muni þróast í meira viðburðarmiðað verkefni ásamt útgáfu, hönnunarvinnu og tónlistarumsýslu; aðstandendur hennar muni styðjast við aðra viðburðarsali sem þeir hafa umráð yfir fyrir stærri verkefni hverju sinni. „Næsta útgáfa okkar er á handan við hornið, nýtt verkefni með rapparanum Krabbamane sem við getum ekki beðið eftir að kynna betur fyrir ykkur auk tónleikaraðar sem hefst í desember.“ Efri hæðin taki miklum sviptingum, og verði opinn vinnustofukjarni með sérinngang að aftanverðu. Höfuðstöðvar Sticky verði á efri hæðinni og portið nýtt sem tónleikastaður og viðburðarrými undir markaði og útitónleika þegar vel viðrar. Aðstandendur hafi mikla reynslu af standsetningu og uppsetningu á vinnustofum og stúdíóum, skapandi nærumhverfi sé þeirra sérsvið frábært verði að fá þá orku og starfsemi í þetta aldargamla rými. „Finni [Guðfinnur Karlsson] tók við Prikinu árið 2003, og erum við ein elsta kennitala miðborgarinnar ótrúlegt en satt, vel við hæfi að 2023 sé árið sem við stígum þetta skref. Bara gaman, sé sveifla, allir á Prikið,“ segir Geoffrey að lokum. Næturlíf Menning Tónlist Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Ár breytinga, hinn sívinsæli spennubálkur heldur áfram. Við erum að stíga inní fyrsta fasa breytinga á Prikinu. Breytingar sem hafa verið á leiðinni í langan tíma. Í stuttu máli, þá erum við að standsetja Prikið sem stað á einni hæð. Já þið heyrðuð rétt,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins, á Facebook. Hann segir að Prikið fá algera bólstrun og innviðir verði dekraðir. Eldhús verðu gangsett á ný og Vörubíllinn þekkti mæti aftur á seðil. „Við tökum stökk og skrúfum aðeins niður í djamminu eins og það hefur verið á staðnum undanfarinn áratug og lengur. Opnum fyrr, en lokum fyrr. Dúkur í loftinu lagaður, bætt við borðum og ljósum, líftími þessarar stofnunar endurræstur, Prikið þúsund ár og allt það.“ Engar áhyggjur þurfi að hafa af stuðinu, það verði alltaf á sínum stað. „Gleðigutl, egg og beikon, bagg og Akon, Blóðugar Maríur og barnavagnar.“ Stórefla plötuútgáfuna í staðinn Á móti komi að Sticky Plötuútgáfa muni þróast í meira viðburðarmiðað verkefni ásamt útgáfu, hönnunarvinnu og tónlistarumsýslu; aðstandendur hennar muni styðjast við aðra viðburðarsali sem þeir hafa umráð yfir fyrir stærri verkefni hverju sinni. „Næsta útgáfa okkar er á handan við hornið, nýtt verkefni með rapparanum Krabbamane sem við getum ekki beðið eftir að kynna betur fyrir ykkur auk tónleikaraðar sem hefst í desember.“ Efri hæðin taki miklum sviptingum, og verði opinn vinnustofukjarni með sérinngang að aftanverðu. Höfuðstöðvar Sticky verði á efri hæðinni og portið nýtt sem tónleikastaður og viðburðarrými undir markaði og útitónleika þegar vel viðrar. Aðstandendur hafi mikla reynslu af standsetningu og uppsetningu á vinnustofum og stúdíóum, skapandi nærumhverfi sé þeirra sérsvið frábært verði að fá þá orku og starfsemi í þetta aldargamla rými. „Finni [Guðfinnur Karlsson] tók við Prikinu árið 2003, og erum við ein elsta kennitala miðborgarinnar ótrúlegt en satt, vel við hæfi að 2023 sé árið sem við stígum þetta skref. Bara gaman, sé sveifla, allir á Prikið,“ segir Geoffrey að lokum.
Næturlíf Menning Tónlist Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira