Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ráðu­neytið ræður fjögur ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki vegna sölunnar á Ís­lands­banka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Hrósæfingar fyrir vinnu­staði, gryfjur og góð ráð

„Jú, það er kynslóðamunur á fólki þegar kemur að hrósi. Því elsta kynslóðin á vinnumarkaði er kynslóð sem fékk ekki hrós heldur ólst upp við setningar eins og „Engar fréttir eru góðar fréttir,“ segir Ingrid Kuhlman þjálfari, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hækkanir á Asíumörkuðum

Nokkrar hækkanir urðu á Asíumörkuðum í nótt en svo virðist sem fjárfestar bindi vonir við að samningaviðræður Bandaríkjanna og Kína um tolla og innflutning muni skila árangri og lægja ófriðaröldurnar sem dunið hafa á fjármálakerfum heims.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Um­breyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hug­rekkis“

Velsældarverðlaunin, Wellbeing Awards, voru veitt í fyrsta sinn á Velsældarþinginu sem haldið er í Hörpu. Verðlaunin eru veitt aðilum sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndandi þingsins, afhenti fulltrúum WEGo þjóðanna verðlaunin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fluttu mun minna til Banda­ríkjanna en meira annað

Útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna dróst verulega saman í síðasta mánuði, eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, beitti umfangsmiklum tollum á vörur frá Kína. Þrátt fyrir að jókst útflutningur Kínverja á heimsvísu, samkvæmt nýjum tölum frá Kína, þar sem kínversk fyrirtæki hafa leitað til annarra markaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Að segja upp án þess að brenna brýr

Það er af sem áður var að fólk ynni á sama vinnustað áratugum saman. Jafnvel alla sína starfsævi. Í dag velja flestir að skipta reglulega um starf og líta á það sem hluta af sinni starfsþróun.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eld­flaugina

Framkvæmdastjóri Kjöríss segir ísflaugar fyrirtækisins ekki hafa verið minnkaðar. Hins vegar hafi Lúxus karamellupinnar verið minnkaðir um tíu millilítra fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann gat ekki svarað því hvort verð hafi lækkað samhliða minnkuninni.

Neytendur
Fréttamynd

Bretar fyrstir til að semja við Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í dag „sögulegan“ viðskiptasamning við Bretland sem opna ætti á aukinn útflutning fyrir Bandaríkjamenn. Bretar urðu þar með fyrstir til að semja við Trump eftir að hann boðaði umfangsmikla tolla í síðasta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ingunn ráðin fram­kvæmda­stjóri Auðnu

Auðna tæknitorg hefur ráðið Ingunni Sigurpálsdóttur í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún tekur við starfinu af Einar Mäntylä sem kom að stofnun Auðnu á árinu 2019 og hefur setið í forstjórastól síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðnu.

Viðskipti innlent