Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Við sjáum það oft í hillingum að yfirfæra íþróttafræðin og keppnisandann yfir á vinnustaðina. Enda er gaman að leita í reynslubrunn Daða Rafnssonar, íþróttasálfræðiráðgjafa og afreksþjálfara, fagstjóra Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi og doktorsnema við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Atvinnulíf 2.10.2025 07:03
„Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Arnar Þór Stefánsson og Unnur Lilja Hermannsdóttir, sem skipuð voru skiptastjórar þrotabús Play í gær segja að skipti búsins séu á algjörum byrjunarreit. Tveimur kröfum hafi þegar verið lýst í búið en eftir eigi að auglýsa eftir kröfum. Kröfulýsingarfrestur verði að öllum líkindum fjórir mánuðir. Þau gera ráð fyrir því að skiptin verði yfir hausamótunum á þeim næstu misseri og benda á að skiptum á þrotabúi Wow air er ekki enn lokið, rúmum sex árum eftir gjaldþrot. Viðskipti innlent 1.10.2025 12:40
Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Skuldabréfaeigendur í Play keppast nú við að bjarga dótturfélagi flugfélagsins á Möltu með því að ná samningum á ný við flugvélaleigusala svo starfsemin geti haldið þar áfram. Í upptöku af starfsmannafundi dótturfélagsins á Möltu sem fréttastofu hefur undir höndum kemur fram að leigusalarnir hafi kippt að sér höndum við fall Play á Íslandi og staðan sé flókin. Viðskipti innlent 1.10.2025 12:11
Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki 1.10.2025 12:01
Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent 1.10.2025 11:48
Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sigurður Kolbeinsson, forstjóri Kólumbus ævintýraferða og Ferðaskrifstofu eldri borgara, hvetur stjórnvöld til að fara sömu leið og í Covid og lána ferðaskrifstofum pening svo þau geti greitt fyrir tap vegna gjaldþrots Play. Minni fyrirtæki sérstaklega geti farið illa út úr gjaldþroti Play. Viðskipti innlent 1.10.2025 09:35
Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Haustið er tími fjúkandi laufa og rigninga og þá fer álagið að aukast á þakrennum landsmanna. Ágúst Ármann, framkvæmdastjóri Skrúbb, segir mikilvægt að sinna reglulegu viðhaldi svo forðast megi kostnaðarsamar skemmdir. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum sérhæft sig í hreinsun, viðgerðum og skiptum á rennum fyrir einstaklinga og húsfélög. Samstarf 1.10.2025 09:16
Búið að greiða laun og barnabætur Vegna hægagangs í vinnslum hjá Reiknistofu bankanna, RB, bárast greiðslur frá Tryggingastofnun og Fjársýslu ríkisins seinna í dag en venjulega. Búið er að greiða laun opinberra starfsmanna og barnabætur. Viðskipti innlent 1.10.2025 08:34
Snaps teygir anga sína út á Hlemm Veitingastaðurinn Snaps teygir nú anga sína á Hlemm Mathöll. Rekstrarstjóri staðarins vonast til að hægt verði að opna staðinn í byrjun nóvember. Viðskipti innlent 30.9.2025 19:56
„Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Forstjóri Úrvals Útsýnar segist hafa hætt viðskiptum við flugfélagið Play fyrir mörgum mánuðum. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vera ekki með betra eftirlit með slíkum rekstri. Fjöldi ferðaskrifstofa sitji uppi með gríðarlegt tjón í kjölfar gjaldþrots Play. Viðskipti innlent 30.9.2025 17:35
Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur úrskurðað Fly Play hf. gjaldþrota. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður á Lex, og Unnur Lilja Hermannsdóttir, lögmaður á Landslögum, hafa verið skipuð skiptastjórar búsins. Viðskipti innlent 30.9.2025 15:57
Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Ferðaþjónusta bænda hf. einnig þekkt undir vörumerkjunum Bændaferðir og Hey Iceland, hefur nýverið fest kaup á öllu hlutafé Súlu Travel sem sérhæfir sig í skemmtiferðasiglingum á vegum Norwegian Cruise Line (NCL). Norwegian Cruise Line siglir um allan heim. Viðskipti innlent 30.9.2025 15:20
Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Ekki verður lengur krafist að neyðarfjarskiptakerfi verði byggt upp á hálendisvegum og uppbygging fjarskiptasenda við stofnvegi verður frestað þar sem fjármagn fékkst ekki frá ríkinu til þess að leysa eldra talstöðvarkerfi af hólmi. Viðskipti innlent 30.9.2025 15:18
Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Miðað við nýlega flugáætlun Play fyrir næsta árið hefði félagið verið með tæplega sex prósent af öllum flugsætum til og frá Keflavíkurflugvelli næsta árið hefði félagið ekki farið í þrot. Þrátt fyrir helmingi minna umfang hefði flugfélagið áfram verið næststærsti viðskiptavinur Isavia á eftir Icelandair sem er með 65 prósent flugsæta. Viðskipti innlent 30.9.2025 15:00
Hrun í makríl og kolmunna Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur veitt ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2026. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en á yfirstandandi ári og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á norsk-íslenskri vorgotssíld. Viðskipti innlent 30.9.2025 14:36
Eigandinn hættir sem forstjóri Daniel Ek eigandi sænsku streymisveitunnar Spotify mun stíga til hliðar sem forstjóri og mun þess í stað leiða stjórn félagsins. Ek stofnaði streymisveituna árið 2006. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2026. Viðskipti erlent 30.9.2025 13:11
Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fall Play áfall en að einhverju leyti hafi það verið fyrirséð. Stjórnendur fyrirtækisins hafi verið mjög opnir með rekstrarerfiðleika félagsins. Tilkynnt var um gjaldþrot félagsins í gær. Um 400 manns misstu vinnuna og eru þúsundir strandaglópar á Íslandi og víða um heim vegna þess. Viðskipti innlent 30.9.2025 12:54
Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að sér þætti ekki óeðlilegt ef farið verður yfir ákveðna þætti sem snúa að eftirliti með flugfélögum, í kjölfar falls Play. Viðskipti innlent 30.9.2025 12:11
Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Arion banki segir í nýrri efnahagsspá sinni að höggið við brotthvarf Play á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað. Hlutdeild Play í komum erlendra ferðamanna til landsins hafi verið komin undir tíu prósent við fall félagsins í gær. Hlutdeild Icelandair sé um fjörutíu prósent til samanburðar. Áhrifin verði þó alltaf einhver á flugframboð og atvinnuleysi. Viðskipti innlent 30.9.2025 11:31
Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Ný efnahagsspá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðarskútan „haldi til hafs á ný eftir samdrátt síðasta árs.“ Þar segir að innlend eftirspurn, með einkaneyslu í broddi fylkingar, hafi verið atkvæðameiri en áður var reiknað með og muni halda sínu hlutverki sem driffjöður hagvaxtar. Viðskipti innlent 30.9.2025 11:05
Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Gjaldþrotaskiptabeiðni Fly Play hf. verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 11. Búast má við því að félagið verði úrskurðað gjaldþrota síðar í dag. Viðskipti innlent 30.9.2025 10:52
Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16 til 74 ára mældist 5,3 prósent í ágúst 2025. Fjöldi atvinnulausra var um 12.800, hlutfall starfandi 78,6 prósent sem samsvarar tæplega 228.900 einstaklingum. Atvinnuþátttaka var 83 prósent eða um 241.700 manns á vinnumarkaði. Viðskipti innlent 30.9.2025 09:17
Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, situr í samgöngunefnd og á von á því að nefndin muni strax í næstu viku, að lokinni kjördæmaviku, kalla ráðherra og forstjóra undirstofnanna á fund sinn. Hann segir þrotið hafa komið sér í opna skjöldu. Hann fór yfir gjaldþrot Play í Bítinu á Bylgjunni. Viðskipti innlent 30.9.2025 09:12
Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka. Viðskipti innlent 30.9.2025 08:40
Leik lokið hjá Play Play varð þriðja íslenska lágfargjaldaflugfélagið sem hverfur af sviðinu á rúmum áratug. Líkt og þegar forveri þess Wow air fór í þrot fyrir sex árum eru fórnarlömbin hundruð starfsmanna sem missa vinnuna og þúsundir farþega sem eru standaglópar eða sitja eftir með sárt ennið. Viðskipti innlent 30.9.2025 08:27
„Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins segir gjaldþrot Play ekki skrifast á stéttarfélagið og vísar slíkum ásökunum aftur til föðurhúsanna. Deilur höfðu staðið yfir milli stéttarfélagsins og Play um að staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið átti að færa starfsemi sína til Möltu. Viðskipti innlent 29.9.2025 22:44