Viðskipti

Musk tímabundið steypt af stóli

Auðjöfurinn Elon Musk tapaði titlinum „ríkasti maður heims“ um stund fyrr í dag og Bernard Arnault og fjölskylda hans, hoppaði upp í fyrsta sæti. Arnault er forstjóri LVMH, móðurfyrirtækis Louis Vuitton.

Viðskipti erlent

Síðasta Boeing 747-þotan úr flugvélaverksmiðjunni

Síðasta eintak júmbóþotunnar, eða Boeing 747, fór út úr samsetningarverksmiðju Boeing í borginni Everett norðan Seattle í Washington-ríki í gærkvöldi. Þetta er fraktvél af undirtegundinni 747-8 og verður afhent bandaríska vöruflutningafélaginu Atlas Air snemma á næsta ári.

Viðskipti erlent

Glugga­smið sem sagði verkið í „al­gjörum for­gangi“ gert að endur­greiða inn­borgun að fullu

Fyrirtæki sem smíðar glugga hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini staðfestingargjald pöntunar að fullu eftir að viðskiptavinur ákvað að rifta samningi, þrettán mánuðum eftir að hann hafði samþykkt tilboð fyrirtækisins í smíði þriggja glugga og hurðar vegna lekavandamála í fasteign. Framkvæmdir voru þá ekki hafnar og ekki vitað til þess að fyrirtækið hefði hafið smíði glugganna.

Neytendur

Árshátíðir í útlöndum styrkja starfsmannahópinn

„Við finnum fyrir miklum ferðaspenningi. Það er bókað hjá okkur allar helgar í haust og fram á næsta ár. Fólk þyrstir í ferðalög og nú er akkúrat tíminn til að skipuleggja ferðir fyrir haustið 2023,“ segir Viktor Hagalín Magnason, sölu og markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Tripical.

Samstarf

Ásgeir hefur aldrei komið til Tene

Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað.

Viðskipti innlent

Play aldrei verið stund­vísara

Flugfélagið Play flutti fjórum sinnum fleiri farþega í nóvember á þessu ári en í sama mánuði á síðasta ári. Sætanýting var tæplega áttatíu prósent og stundvísi rúmlega 98 prósent. Aldrei hafa vélar félagsins verið jafn stundvísar.

Viðskipti innlent

Sumir hækka úr fimm og hálfri í sjö milljónir

Ragnar Þór Ægisson, bílasali og meðeigandi Bílamiðstöðvarinnar, segir að reikna megi með því að rafbílar sem nú eru niðurgreiddir að hluta af hinu opinbera muni í sumum tilvikum hækka í verði úr til dæmis eins og 5,5 milljónum í sjö milljónir.

Neytendur

„Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“

„Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU.

Atvinnulíf

Tvær til þrjár rusla­tunnur við sér­býli

Tvær til þrjár tunnur verða við sérbýli á höfuðborgarsvæðinu með lögum um hringrásarkerfi sem taka gildi um áramótin. Íbúum verður skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili; pappír, plastumbúðir, matarleifar og blandaður úrgangur.

Neytendur

Þrjú ný hjá PLAIO

Sara Árnadóttir, Eggert Gíslason og Andri Sveinn Ingólfsson hafa öll verið ráðin til tæknifyrirtækisins PLAIO. Öll eru þau sérfræðingar í hugbúnaði. 

Viðskipti innlent

Engin jóla­­daga­töl frá Lions í ár

Hin sívinsælu jóladagatöl frá Lionsklúbbnum hafa ekki verið í sölu fyrir þessi jól. Ástæðan er sú að verksmiðjan sem framleiðir dagatölin fékk ekki þau hráefni sem þarf í framleiðsluna. 

Neytendur

Íslenska Tweedið stenst allan samanburð

„Kormákur & Skjöldur hefur í 26 ár snúist um mikið og djúpt úrval í herravörum og viljum við helst eiga allt sem spurt er um,“ segir Gunni Hilmarsson, aðalhönnuður Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.

Samstarf

Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni

Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli.

Viðskipti innlent