Viðskipti Heitir í höfuðið á bryta Batmans Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigandi ráðningaappsins Alfreðs, segir appið Alfreð heita í höfuðið á bryta Batmans. Alfreð fagnar átta ára afmæli sínu á þessu ári og er í dag í boði fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur á Íslandi, í Tékklandi, Slóvakíu og á Möltu. Og enn er hugað að fleiri og stærri tækifærum fyrir þetta íslenska app. „Stafrænar lausnir eiga mjög auðvelt með að ferðast og þess vegna er freistandi að horfa út yfir túngarðinn,“ segir Halldór. Atvinnulíf 17.5.2021 07:01 Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð. Viðskipti innlent 16.5.2021 21:01 Fyrsta flugið verður til London í lok júní Fyrsta flug flugfélagsins Play verður til Stansted-flugvallar í london í lok júní, að sögn forstjóra félagsins. Viðskipti innlent 16.5.2021 12:33 Leyfi í höfn hjá Play og fyrsta flugvélin á leið til landsins Flugfélagið Play hefur fengið flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Fyrsta flugvélin var afhent í Houston Texas í Bandaríkjunum. Náið samstarf við stærsta flugvélaleigusala heims er ætlað að tryggja hagstæð kjör á þremur systurvélum. Viðskipti innlent 16.5.2021 11:42 Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. Atvinnulíf 16.5.2021 09:00 Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. Atvinnulíf 15.5.2021 10:00 ÁTVR aldrei grætt meira en neftóbakssala hrynur alveg Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur aldrei velt meiru en árið 2020, sem var metár í sögu verslunarinnar. Veltan var yfir 50 milljörðum. Viðskipti innlent 15.5.2021 09:44 Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður. Viðskipti innlent 14.5.2021 19:01 Stytta sér leið með kaupunum á Lumina Origo hefur keypt heilbrigðislausnina Lumina af Lumina Medical Solutions. Hyggst fyrirtækið nýta lausnina í áframhaldandi þróun á notendaviðmóti sjúkraskrárkerfisins Sögu sem er nýtt af meginhluta heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi. Viðskipti innlent 14.5.2021 18:44 Jóhanna Margrét til Skeljungs Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Skeljungi. Viðskipti innlent 14.5.2021 15:36 Jökullinn skartar sínu fegursta Spennandi ferðir um Langjökul eru í boði hjá Mountaineers of Iceland. Samstarf 14.5.2021 14:46 Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. Viðskipti innlent 14.5.2021 14:12 Björn Þorfinnsson nýr ritstjóri DV Björn Þorfinnsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Hann tekur við starfinu af Tobbu Marinós sem lét nýlega af störfum. Viðskipti innlent 14.5.2021 13:23 Landsbankinn sér annað en Íslandsbankinn í kristalskúlunni Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslandsi haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 0,75% við næstu vaxtaákvörðun þann 19. maí. Þó telur deildin að óðum styttist í vaxtahækkun. Viðskipti innlent 14.5.2021 12:54 Meistaramótið í Betri bolta haldið í annað sinn Mótaröðin Meistaramótið í Betri bolta er að hefjast. Allir geta tekið þátt og keppa sigurvegararnir sem fulltrúar Íslands á mótinu á Algarve í Portúgal. Samstarf 14.5.2021 11:36 Bein útsending: Þarf ég hagfræðipróf til að eiga heimili? Viðreisn mun í dag streyma fundi þar sem rætt verður um kostnað og óvissuna við að eignast og reka heimili. Yfirskrift fundarins er: Þarf ég hagfræðipróf til að eiga heimili? Viðskipti innlent 14.5.2021 11:31 Reikna með hækkun stýrivaxta í næstu viku Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur við vaxtaákvörðunina þann 19. maí. Þetta kemur fram í spá Greiningar Íslandsbanka. Viðskipti innlent 14.5.2021 09:52 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? Atvinnulíf 14.5.2021 07:01 Tryggingatrampólínið fékk að fjúka Akandi vegfarendur misstu á dögunum mikilvæga vörðu á leiðinni út úr Reykjavík eftir Vesturlandsvegi, þegar trampólín tryggingafélagsins VÍS á húsþaki við jaðar Grafarholts var fjarlægt með húð og hári. Viðskipti innlent 13.5.2021 10:00 Tesla hættir að taka við Bitcoin Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg. Viðskipti erlent 13.5.2021 08:52 Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. Viðskipti innlent 13.5.2021 08:01 Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. Viðskipti innlent 12.5.2021 23:59 Hörður tekur við starfi yfirmanns markaðs- og samskiptasviðs Sýnar Hörður Harðarson hefur verið ráðinn nýr yfirmaður markaðs- og samskiptasviðs Sýnar. Viðskipti innlent 12.5.2021 14:56 Ráðin lögfræðingur hjá Nasdaq á Íslandi Adela Lubina hefur verið ráðin sem lögfræðingur á lögfræðisviði hjá Nasdaq kauphöllinni á Íslandi og Nasdaq verðbréfamiðstöð. Viðskipti innlent 12.5.2021 14:19 Unnur Ásta nýr meðeigandi hjá MAGNA Lögmönnum Unnur Ásta Bergsteinsdóttir hefur nú gengið í hóp eigenda Magna Lögmanna. Unnur hefur starfað hjá stofunni og forvera þess, Lögmönnum Höfðabakka, frá árinu 2012. Viðskipti innlent 12.5.2021 11:28 Röntgen tekur við Vagninum á Flateyri í sumar Eigendur krárinnar Röntgen á Hverfisgötu taka við rekstri Vagnsins á Flateyri í júní og stefna á mikið og reglulegt skemmtanahald í sumar. Viðskipti innlent 12.5.2021 10:40 Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? Atvinnulíf 12.5.2021 07:00 Bein útsending: Samál boðar sókn í loftslagsmálum Útflutningstekjur álvera á Íslandi námu 208 milljörðum í fyrra og þar af nam innlendur kostnaður 93 milljörðum, að því er fram kemur á ársfundi Samáls í dag. Viðskipti innlent 11.5.2021 13:48 Bein útsending: Með allt í fanginu - hegðun viðskiptavina stórmarkaða Valdimar Sigurðsson, prófessor við viðskiptadeild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um kauphegðun. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. Neytendur 11.5.2021 11:21 Högnuðust um 2,52 milljarða á metári hjá Bónus og Hagkaup Vöxtur var í veltu hjá Bónus, Hagkaup, Útilíf og Zara síðastliðið ár og áttu matvörukeðjurnar sín stærstu rekstrarár frá upphafi. Smásölukeðjan Hagar hagnaðist um 2,52 milljarða króna á síðasta rekstrarári en félagið hagnaðist um 3,05 milljarða króna rekstrarárið á undan. Viðskipti innlent 10.5.2021 21:33 « ‹ 264 265 266 267 268 269 270 271 272 … 334 ›
Heitir í höfuðið á bryta Batmans Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigandi ráðningaappsins Alfreðs, segir appið Alfreð heita í höfuðið á bryta Batmans. Alfreð fagnar átta ára afmæli sínu á þessu ári og er í dag í boði fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur á Íslandi, í Tékklandi, Slóvakíu og á Möltu. Og enn er hugað að fleiri og stærri tækifærum fyrir þetta íslenska app. „Stafrænar lausnir eiga mjög auðvelt með að ferðast og þess vegna er freistandi að horfa út yfir túngarðinn,“ segir Halldór. Atvinnulíf 17.5.2021 07:01
Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð. Viðskipti innlent 16.5.2021 21:01
Fyrsta flugið verður til London í lok júní Fyrsta flug flugfélagsins Play verður til Stansted-flugvallar í london í lok júní, að sögn forstjóra félagsins. Viðskipti innlent 16.5.2021 12:33
Leyfi í höfn hjá Play og fyrsta flugvélin á leið til landsins Flugfélagið Play hefur fengið flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Fyrsta flugvélin var afhent í Houston Texas í Bandaríkjunum. Náið samstarf við stærsta flugvélaleigusala heims er ætlað að tryggja hagstæð kjör á þremur systurvélum. Viðskipti innlent 16.5.2021 11:42
Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. Atvinnulíf 16.5.2021 09:00
Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. Atvinnulíf 15.5.2021 10:00
ÁTVR aldrei grætt meira en neftóbakssala hrynur alveg Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur aldrei velt meiru en árið 2020, sem var metár í sögu verslunarinnar. Veltan var yfir 50 milljörðum. Viðskipti innlent 15.5.2021 09:44
Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður. Viðskipti innlent 14.5.2021 19:01
Stytta sér leið með kaupunum á Lumina Origo hefur keypt heilbrigðislausnina Lumina af Lumina Medical Solutions. Hyggst fyrirtækið nýta lausnina í áframhaldandi þróun á notendaviðmóti sjúkraskrárkerfisins Sögu sem er nýtt af meginhluta heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi. Viðskipti innlent 14.5.2021 18:44
Jóhanna Margrét til Skeljungs Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Skeljungi. Viðskipti innlent 14.5.2021 15:36
Jökullinn skartar sínu fegursta Spennandi ferðir um Langjökul eru í boði hjá Mountaineers of Iceland. Samstarf 14.5.2021 14:46
Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. Viðskipti innlent 14.5.2021 14:12
Björn Þorfinnsson nýr ritstjóri DV Björn Þorfinnsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Hann tekur við starfinu af Tobbu Marinós sem lét nýlega af störfum. Viðskipti innlent 14.5.2021 13:23
Landsbankinn sér annað en Íslandsbankinn í kristalskúlunni Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslandsi haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 0,75% við næstu vaxtaákvörðun þann 19. maí. Þó telur deildin að óðum styttist í vaxtahækkun. Viðskipti innlent 14.5.2021 12:54
Meistaramótið í Betri bolta haldið í annað sinn Mótaröðin Meistaramótið í Betri bolta er að hefjast. Allir geta tekið þátt og keppa sigurvegararnir sem fulltrúar Íslands á mótinu á Algarve í Portúgal. Samstarf 14.5.2021 11:36
Bein útsending: Þarf ég hagfræðipróf til að eiga heimili? Viðreisn mun í dag streyma fundi þar sem rætt verður um kostnað og óvissuna við að eignast og reka heimili. Yfirskrift fundarins er: Þarf ég hagfræðipróf til að eiga heimili? Viðskipti innlent 14.5.2021 11:31
Reikna með hækkun stýrivaxta í næstu viku Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur við vaxtaákvörðunina þann 19. maí. Þetta kemur fram í spá Greiningar Íslandsbanka. Viðskipti innlent 14.5.2021 09:52
Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? Atvinnulíf 14.5.2021 07:01
Tryggingatrampólínið fékk að fjúka Akandi vegfarendur misstu á dögunum mikilvæga vörðu á leiðinni út úr Reykjavík eftir Vesturlandsvegi, þegar trampólín tryggingafélagsins VÍS á húsþaki við jaðar Grafarholts var fjarlægt með húð og hári. Viðskipti innlent 13.5.2021 10:00
Tesla hættir að taka við Bitcoin Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg. Viðskipti erlent 13.5.2021 08:52
Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. Viðskipti innlent 13.5.2021 08:01
Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. Viðskipti innlent 12.5.2021 23:59
Hörður tekur við starfi yfirmanns markaðs- og samskiptasviðs Sýnar Hörður Harðarson hefur verið ráðinn nýr yfirmaður markaðs- og samskiptasviðs Sýnar. Viðskipti innlent 12.5.2021 14:56
Ráðin lögfræðingur hjá Nasdaq á Íslandi Adela Lubina hefur verið ráðin sem lögfræðingur á lögfræðisviði hjá Nasdaq kauphöllinni á Íslandi og Nasdaq verðbréfamiðstöð. Viðskipti innlent 12.5.2021 14:19
Unnur Ásta nýr meðeigandi hjá MAGNA Lögmönnum Unnur Ásta Bergsteinsdóttir hefur nú gengið í hóp eigenda Magna Lögmanna. Unnur hefur starfað hjá stofunni og forvera þess, Lögmönnum Höfðabakka, frá árinu 2012. Viðskipti innlent 12.5.2021 11:28
Röntgen tekur við Vagninum á Flateyri í sumar Eigendur krárinnar Röntgen á Hverfisgötu taka við rekstri Vagnsins á Flateyri í júní og stefna á mikið og reglulegt skemmtanahald í sumar. Viðskipti innlent 12.5.2021 10:40
Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? Atvinnulíf 12.5.2021 07:00
Bein útsending: Samál boðar sókn í loftslagsmálum Útflutningstekjur álvera á Íslandi námu 208 milljörðum í fyrra og þar af nam innlendur kostnaður 93 milljörðum, að því er fram kemur á ársfundi Samáls í dag. Viðskipti innlent 11.5.2021 13:48
Bein útsending: Með allt í fanginu - hegðun viðskiptavina stórmarkaða Valdimar Sigurðsson, prófessor við viðskiptadeild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um kauphegðun. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. Neytendur 11.5.2021 11:21
Högnuðust um 2,52 milljarða á metári hjá Bónus og Hagkaup Vöxtur var í veltu hjá Bónus, Hagkaup, Útilíf og Zara síðastliðið ár og áttu matvörukeðjurnar sín stærstu rekstrarár frá upphafi. Smásölukeðjan Hagar hagnaðist um 2,52 milljarða króna á síðasta rekstrarári en félagið hagnaðist um 3,05 milljarða króna rekstrarárið á undan. Viðskipti innlent 10.5.2021 21:33