Viðskipti

Fylgdu ekki fyrir­mælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt

Neytendastofa hefur sektað flugfélagið Icelandair um hálfa milljón króna fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ákvörðun stofnunarinnar og veitt kaupendum nægilegar upplýsingar í kaupferli. Neytendastofa skammaði Icelandair meðal annars vegna misræmis milli skilmála og upplýsingasíðna á vef félagsins vegna svokallaðs skrópgjalds. 

Neytendur

Trump-tollarnir hafa tekið gildi

Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna.

Viðskipti innlent

Ís­land klemmist á milli í al­þjóð­legu tollastríði

Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla

Viðskipti innlent

Von­brigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni.

Viðskipti innlent

Stærsti olíu- og gas­fundur olíurisa í 25 ár

Breska orkufyrirtækið BP, þriðja stærsta orkufyrirtæki heims, hefur tilkynnt um stærsta olíu- og gasfund þeirra á þessari öld við austurströnd Brasilíu. Fundurinn er sá stærsti hjá fyrirtækinu síðan gaslindir við Shah Deniz í Kaspíahafi voru uppgötvaðar 1999.

Viðskipti erlent

Tíu prósenta tollur á fær­eyskar vörur

Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst.

Viðskipti erlent

Leist ekki á hag­tölur og rak yfir­mann stofnunarinnar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi.

Viðskipti erlent

Forstjóraskipti hjá Ice-Group

Jón Gunnarsson forstjóri sjávarútvegsfélagsins Ice-Group hefur látið af störfum sem forstjóri félagsins vegna aldurs eftir fimm ár í starfinu. Hann tekur við stjórnarformennsku hjá félaginu. 

Viðskipti innlent

Hvalur hf. stefnir ís­lenska ríkinu

Hvalur hf. hyggst höfða mál á hendur ríkinu til viðurkenningar bótaskyldu vegna þess tjóns sem félagið telur sig hafa beðið vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar tímabundið sumarið 2023.

Viðskipti innlent

Hagnaðist um 2,2 billjónir króna

Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Meta, sem rekur meðal annars Facebook, Instagram og aðra samfélagsmiðla, birtu í gær fjórðungsuppgjör sem þykir mjög jákvætt. Fyrirtækið hagnaðist um rúma átján milljarða dala á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Viðskipti erlent

Festi hagnast um­fram væntingar

Hagnaður fjárfestingafélagsins Festar fór fram úr væntingum á öðrum ársfjórðungi og jókst rekstrarhagnaður fyrir afskriftir um 35 prósent miðað við sama ársfjórðung síðasta árs, en það má að miklu leyti rekja til Lyfju sem gekk nýlega inn í samsteypuna. 

Viðskipti innlent