Viðskipti

Sprenging í matarinnkaupum á netinu

Íslendingar versluðu mest í erlendri netverslun frá Kína árið 2023 eða fyrir rúmlega sex milljarða króna. Verslun í erlendri vefverslun nam rúmlega helmingi af innlendir vefverslun sem eykst um fimmtung á milli ára. Sprenging hefur orðið í verslun á netinu í dagvöruverslunum.

Neytendur

Eiriksson eignast systur í Grósku

Veitingahjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir ásamt Sveini Þorra Þorvaldssyni og Guðmundi Ragnarssyni hafa ákveðið að opna veitingastaðinn Eiriksdottir í Grósku í Vatnsmýrinni. Staðurinn mun einblína á hádegisverð.

Viðskipti innlent

Mun færri nýjar í­búðir en þörf er á

Nýjum íbúðum fjölgaði um 3.079 á síðasta ári en það er langt frá því að uppfylla íbúðaþörf á landinu. Íbúðum hefði þurft að fjölga um að minnsta kosti fjögur þúsund til að uppfylla þá þörf sem er fyrir hendi og bendir samdráttur í húsnæðisuppbyggingu til þess að enn muni draga úr framboði á nýju húsnæði á næstu árum.

Viðskipti innlent

Guðni leysir Guð­jón af hólmi

Guðni Aðalsteinsson verður forstjóri Reita fasteignafélags. Hann tekur við starfinu af Guðjóni Auðunssyni sem lætur af starfi eftir þrettán ár í forstjórastól. Stólaskiptin verða þann 1. apríl.

Viðskipti innlent

Arion banki lækkar vexti

Arion banki hefur lækkað óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti um 0,15 prósentustig og þeir eru nú 9,45 prósent. Aðrir útlánavextir haldast óbreyttir.

Viðskipti innlent

„Það er mikil­vægur á­fangi að skila hagnaði“

Icelandair hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra, eftir skatta, sem er töluverð breyting frá árinu áður þegar félagið tapaði 800 milljónum. Eldgos og jarðhræringar höfðu mikil áhrif á rekstur félagsins á fjórða ársfjórðungi. Alls ferðuðust þó 4,3 milljónir farþega með þeim í fyrra sem er aukning um 17 prósent frá árinu á undan. 

Viðskipti innlent

Vill færa skráningu Tesla til Texas

Auðjöfurinn Elon Musk vill færa skráningu Tesla frá Delaware og til Texas. Það er eftir að dómari í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að 55 milljarða dala kaupréttarsamningur sem gerður var við hann árið 2018 hefði verið ólöglegur.

Viðskipti erlent

Nú er hægt að greiða fyrir bíla­stæði með appi án auka­gjalda

Verna hefur opnað appið sitt fyrir öll, hvort sem bíllinn er tryggður hjá Verna eður ei. Meðal nýjunga í appinu er sá möguleiki að leggja bílnum í gjaldskyld stæði án þess að greiða aukagjöld. Í notkun á appinu felst engin skuldbinding, bara ávinningur þar sem notendur geta nýtt sér ýmis sértilboð og fríðindi. Notendur sem ná í appið fyrir 1. mars nk. geta unnið 100 þúsund króna gjafabréf frá Play.

Samstarf