Viðskipti innlent

Út­hluta eftir­standandi hlutum í Ís­lands­banka

Kjartan Kjartansson skrifar
Einstaklingar keyptu langstærsta hlutann af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í útboðinu sem fór fram í síðustu viku.
Einstaklingar keyptu langstærsta hlutann af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í útboðinu sem fór fram í síðustu viku. Vísir/Vilhelm

Fjárfestar sem gerðu tilboð í tilboðsbók B í útboðinu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fá hlutum sínum úthlutað í dag. Áætlað er að hlutir að virði 3,7 milljarða króna verði úthlutað til 56 aðila.

Þegar var búið að úthluta fleiri en 815 milljón hlutum til 31.020 einstaklinga sem gerðu tilboð í tilboðsbók A í útboðinu. Sú leið var aðeins ætluð einstaklingum og nam upphæðin sem ríkið fékk fyrir hlutina 86,9 milljörðum króna að teknu tilliti til aðlögunar og leiðréttinga, að því er segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Tilboð sem bárust í tilboðsbók B námu 84,3 milljörðum króna en sú leið stóð bæði einstaklingum og lögaðilum opin.

Úthlutanir í tilboðsbækur A og B námu heildarumfangi útboðsins og því verða engar úthlutanir í tilboðsbók C. Þeirri leið var bætt við rétt fyrir útboðið en var ætluð stórum fagfjárfestum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×