Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2025 21:45 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Alþingi braut ekki gegn stjórnarskrá þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir stjórnarandstöðuna ganga erinda sérhagsmuna ætli hún að berjast gegn því að frumvarpið verði dregið til baka. Með lagabreytingunni voru kjötafurðastöðvar meðal annars gerðar undanskildar samkeppnislögum. Upphaflegt frumvarp fór í gegnum fyrstu umræðu á þinginu og þótti það þegar afar umdeilt. Atvinnuveganefnd tók svo við því og breytti því verulega, til hins verra að mati Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna og annarra. Svo fór að heildsalan og kjötinnflytjandinn Innnes lét reyna á lögin fyrir héraðsdómi. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lögin stríddu gegn stjórnarskrá. Málinu var svo áfrýjað beint til Hæstaréttar. Deilt var um hversu miklum breytingum frumvarp má taka í gegnum þær þrjár umræður sem það fer í gegnum á Alþingi. Að mati Hæstaréttar, má það taka talsverðum breytingum miðað við núverandi lög. „Dómurinn er auðvitað vonbrigði að því leytinu til að svigrúm til breytinga á lagafrumvörpum er þá meira en við töldum vera. Það sem kannski skiptir höfuðmáli er að þetta eru slæm lög, og boltinn er núna hjá Alþingi að klára það frumvarp sem liggur fyrir og afnema þessi lög og þar með koma í veg fyrir þær skaðlegu afleiðingar sem myndi af þeim hljótast,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Innness. Páll Rúnar Kristjánsson flutti málið fyrir Hæstarétti fyrir hönd Innness.Vísir/Sigurjón Atvinnuvegaráðherra hefur einmitt lagt fram frumvarp um að afturkalla breytingarnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að stjórnarandstaðan muni reyna að drepa frumvarpið. „Alþingi afgreiðir málið vonandi sem fyrst. Mér sýnist reyndar að stjórnarandstaðan standi rétt upp úr vösunum á hagsmunaaðilum á kjötmarkaði og ætli að þvælast fyrir málunum. Það er bara rétt að segja það eins og er, það fólk er að ganga erinda sérhagsmuna en ekki almennings,“ segir Ólafur. Búvörusamningar Dómsmál Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Með lagabreytingunni voru kjötafurðastöðvar meðal annars gerðar undanskildar samkeppnislögum. Upphaflegt frumvarp fór í gegnum fyrstu umræðu á þinginu og þótti það þegar afar umdeilt. Atvinnuveganefnd tók svo við því og breytti því verulega, til hins verra að mati Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna og annarra. Svo fór að heildsalan og kjötinnflytjandinn Innnes lét reyna á lögin fyrir héraðsdómi. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lögin stríddu gegn stjórnarskrá. Málinu var svo áfrýjað beint til Hæstaréttar. Deilt var um hversu miklum breytingum frumvarp má taka í gegnum þær þrjár umræður sem það fer í gegnum á Alþingi. Að mati Hæstaréttar, má það taka talsverðum breytingum miðað við núverandi lög. „Dómurinn er auðvitað vonbrigði að því leytinu til að svigrúm til breytinga á lagafrumvörpum er þá meira en við töldum vera. Það sem kannski skiptir höfuðmáli er að þetta eru slæm lög, og boltinn er núna hjá Alþingi að klára það frumvarp sem liggur fyrir og afnema þessi lög og þar með koma í veg fyrir þær skaðlegu afleiðingar sem myndi af þeim hljótast,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Innness. Páll Rúnar Kristjánsson flutti málið fyrir Hæstarétti fyrir hönd Innness.Vísir/Sigurjón Atvinnuvegaráðherra hefur einmitt lagt fram frumvarp um að afturkalla breytingarnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að stjórnarandstaðan muni reyna að drepa frumvarpið. „Alþingi afgreiðir málið vonandi sem fyrst. Mér sýnist reyndar að stjórnarandstaðan standi rétt upp úr vösunum á hagsmunaaðilum á kjötmarkaði og ætli að þvælast fyrir málunum. Það er bara rétt að segja það eins og er, það fólk er að ganga erinda sérhagsmuna en ekki almennings,“ segir Ólafur.
Búvörusamningar Dómsmál Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira