Ólafur með mesta fylgi 12. júní 2004 00:01 Tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hyggjast kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningunum sem fram fara þann 26. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Fylgi Ólafs Ragnars mælist 63,8 prósent í könnuninni og mælist fylgi annarra frambjóðenda aðeins brot af fylgi hans. Fimm prósent aðspurðra hyggjast kjósa Baldur Ágústsson og 0,6 prósent Ástþór Magnússon. Þá sögðust 15 prósent aðspurðra ætla að sitja heima á kjördag og rúm tíu af hundraði eru enn óákveðin. 6,5 prósent neituðu að svara eða vildu annan frambjóðanda. Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku, tæpra 70 prósenta aðspurðra, nýtur Ólafur Ragnar fylgis níu af hverjum tíu. Fylgi Ástþórs mælist tæplega eitt prósent og Baldurs rúmlega 7 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur meira fylgis meðal kvenna en karla. 93,6 prósent kvenna sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa Ólaf Ragnar meðan 86,3 prósent karla hugðust gera slíkt hið sama. Talsvert fleiri karlar en konur hugðust hins vegar kjósa Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon en fylgi Ástþórs mælist ekkert meðal kvenna. Lítill munur mældist á fylgi Ólafs Ragnars á landsbyggðinni og í þéttbýli, 90,3 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast veita honum atkvæði sitt samanborið við 89,5 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Fylgi Baldurs mælist ívið meira á landsbyggðinni en þar er fylgi Ástþórs ekki mælanlegt. 1,5 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast hins vegar kjósa Ástþór. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns sem skiptist jafnt á milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Hvaða frambjóðanda myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hyggjast kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningunum sem fram fara þann 26. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Fylgi Ólafs Ragnars mælist 63,8 prósent í könnuninni og mælist fylgi annarra frambjóðenda aðeins brot af fylgi hans. Fimm prósent aðspurðra hyggjast kjósa Baldur Ágústsson og 0,6 prósent Ástþór Magnússon. Þá sögðust 15 prósent aðspurðra ætla að sitja heima á kjördag og rúm tíu af hundraði eru enn óákveðin. 6,5 prósent neituðu að svara eða vildu annan frambjóðanda. Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku, tæpra 70 prósenta aðspurðra, nýtur Ólafur Ragnar fylgis níu af hverjum tíu. Fylgi Ástþórs mælist tæplega eitt prósent og Baldurs rúmlega 7 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur meira fylgis meðal kvenna en karla. 93,6 prósent kvenna sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa Ólaf Ragnar meðan 86,3 prósent karla hugðust gera slíkt hið sama. Talsvert fleiri karlar en konur hugðust hins vegar kjósa Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon en fylgi Ástþórs mælist ekkert meðal kvenna. Lítill munur mældist á fylgi Ólafs Ragnars á landsbyggðinni og í þéttbýli, 90,3 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast veita honum atkvæði sitt samanborið við 89,5 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Fylgi Baldurs mælist ívið meira á landsbyggðinni en þar er fylgi Ástþórs ekki mælanlegt. 1,5 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast hins vegar kjósa Ástþór. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns sem skiptist jafnt á milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Hvaða frambjóðanda myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú?
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira