Líflegur markaður í miðri London 16. júní 2004 00:01 Spitalfields-markaðurinn í London á sér langa sögu. Upprunalega ávaxta- og grænmetismarkaður en hefur á síðustu árum breyst í vettvang ungra hönnuða sem selja töskur, boli, jakka og fleira spennandi. Enn má þó finna alls konar girnilega matvöru, flott húsgögn, borðbúnað og fleira áhugavert. Skemmtilegast er að heimsækja markaðinn á sunnudögum. Þá iðar hann af lífi. Göturnar í kring eru líka líflegar, alls staðar kaffihús og hvert sem litið er má sjá hipp og kúl Lundúnabúa á ferðinni. Fyrir nokkrum árum stóð til að rífa markaðinn og byggja skrifstofuhúsnæði, verslanir og hótel í staðinn. Kröftug mótmæli björguðu málunum og markaðurinn lifir góðu lífi. Eins og áður sagði eru vörur ungra hönnuða áberandi. Verðið er sanngjarnt og markaðurinn tilvalin tilbreyting frá ösinni á Oxford-stræti. Markaðurinn er eins og Covent Garden var áður en hann breyttist í ferðamannagildru, sagði einhver, og það eru orð að sönnu. Hvernig kemst maður þangað? Næsta neðanjarðarstöð er Liverpool Street Station. Þaðan er nokkurra mínútna gangur að markaðinum sem stendur við Brushgate-götu. Ábending Byrjaðu sunnudaginn á Columbia Road blómamarkaðinum sem er einnig á sunnudögum. Sumir segja að sá markaður sé besti staðurinn til að fá sér árbít. Athugið vel að þessi markaður hefst klukkan 9 og lokar klukkan 12. Næsta neðanjarðarlestarstöð er Shoreditch-stöðin sem opin er á sunnudögum fyrir markaðinn. Markaðurinn sjálfur stendur við Columbia Road. Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Spitalfields-markaðurinn í London á sér langa sögu. Upprunalega ávaxta- og grænmetismarkaður en hefur á síðustu árum breyst í vettvang ungra hönnuða sem selja töskur, boli, jakka og fleira spennandi. Enn má þó finna alls konar girnilega matvöru, flott húsgögn, borðbúnað og fleira áhugavert. Skemmtilegast er að heimsækja markaðinn á sunnudögum. Þá iðar hann af lífi. Göturnar í kring eru líka líflegar, alls staðar kaffihús og hvert sem litið er má sjá hipp og kúl Lundúnabúa á ferðinni. Fyrir nokkrum árum stóð til að rífa markaðinn og byggja skrifstofuhúsnæði, verslanir og hótel í staðinn. Kröftug mótmæli björguðu málunum og markaðurinn lifir góðu lífi. Eins og áður sagði eru vörur ungra hönnuða áberandi. Verðið er sanngjarnt og markaðurinn tilvalin tilbreyting frá ösinni á Oxford-stræti. Markaðurinn er eins og Covent Garden var áður en hann breyttist í ferðamannagildru, sagði einhver, og það eru orð að sönnu. Hvernig kemst maður þangað? Næsta neðanjarðarstöð er Liverpool Street Station. Þaðan er nokkurra mínútna gangur að markaðinum sem stendur við Brushgate-götu. Ábending Byrjaðu sunnudaginn á Columbia Road blómamarkaðinum sem er einnig á sunnudögum. Sumir segja að sá markaður sé besti staðurinn til að fá sér árbít. Athugið vel að þessi markaður hefst klukkan 9 og lokar klukkan 12. Næsta neðanjarðarlestarstöð er Shoreditch-stöðin sem opin er á sunnudögum fyrir markaðinn. Markaðurinn sjálfur stendur við Columbia Road.
Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira