Forsetinn er ekki bara puntudúkka 18. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sé hann ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. "Saga forsetaembættisins sýnir að atburðarásin getur orðið á þann hátt að forsetinn verður að taka ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð. Það er ekki þar með sagt að embættið verði pólitískara eða flokkspólitískara," segir Ólafur Ragnar. "Menn mega ekki gleyma því að forsetaembættið er hluti af stjórnskipun landsins og hver sá sem gegnir embætti forsetans verður að vera reiðubúinn að axla ábyrgð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Ef forsetinn er ekki reiðubúinn til þess er hann ekki starfinu vaxinn. Forsetinn er ekki bara puntudúkka." Ólafur Ragnar segir að forsetinn verði að hafa skoðanir og geti ekki látið þrýsting eða gagnrýni frá einstökum forystumönnum stjórnmálaflokka í landinu hafa áhrif á gerðir sínar. Aðspurður hvers vegna hann hafi beitt málskotsréttinum í fjölmiðlamálinu en ekki Kárahnjúka- eða öryrkjamálinu segir hann: "Það er ekki hægt að stunda samanburðarfræði frá einu máli til annars. Þau eru öll ólík og aðstæður með svo mismunandi hætti að forsetinn getur ekki borið þau saman við önnur mál í hans tíð eða þau mál sem voru á dagskrá fyrirrennara hans." Ólafur Ragnar segir samskipti sín við ríkisstjórnina í stórum dráttum hafa verið farsæl. "Við forsætisráðherra höfum átt marga árangursríka og góða fundi hér á Bessastöðum þar sem sitthvað hefur verið rætt og mál verið gaumgæfð. Umræður okkar hafa verið fullkomlega eðlilegar og málefnalegar." Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sé hann ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. "Saga forsetaembættisins sýnir að atburðarásin getur orðið á þann hátt að forsetinn verður að taka ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð. Það er ekki þar með sagt að embættið verði pólitískara eða flokkspólitískara," segir Ólafur Ragnar. "Menn mega ekki gleyma því að forsetaembættið er hluti af stjórnskipun landsins og hver sá sem gegnir embætti forsetans verður að vera reiðubúinn að axla ábyrgð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Ef forsetinn er ekki reiðubúinn til þess er hann ekki starfinu vaxinn. Forsetinn er ekki bara puntudúkka." Ólafur Ragnar segir að forsetinn verði að hafa skoðanir og geti ekki látið þrýsting eða gagnrýni frá einstökum forystumönnum stjórnmálaflokka í landinu hafa áhrif á gerðir sínar. Aðspurður hvers vegna hann hafi beitt málskotsréttinum í fjölmiðlamálinu en ekki Kárahnjúka- eða öryrkjamálinu segir hann: "Það er ekki hægt að stunda samanburðarfræði frá einu máli til annars. Þau eru öll ólík og aðstæður með svo mismunandi hætti að forsetinn getur ekki borið þau saman við önnur mál í hans tíð eða þau mál sem voru á dagskrá fyrirrennara hans." Ólafur Ragnar segir samskipti sín við ríkisstjórnina í stórum dráttum hafa verið farsæl. "Við forsætisráðherra höfum átt marga árangursríka og góða fundi hér á Bessastöðum þar sem sitthvað hefur verið rætt og mál verið gaumgæfð. Umræður okkar hafa verið fullkomlega eðlilegar og málefnalegar."
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira