Forseti neitar stríði við Alþingi 19. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafnar því alfarið að með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi hann farið í stríð við Alþingi. Stjórnarskráin hefjist á því að segja að forsetinn og þingið fari saman með löggjafarvaldið. Ólafur Ragnar segir í samtali við DV að það hafi aldrei hvarflað að honum að segja að þingið væri í stríði við forsetann. Í sama viðtali segir hann að hann hafi ákveðið að láta ekki aðra handhafa forsetavalds afgreiða málið. Því hafi hann flýtt sér heim frá útlöndum og ekki farið í brúðkaup Danaprins. Ég gat ekki gert það, segir Ólafur Ragnar, í trausti þess að stjórnarandstaðan myndi halda uppi málþófi. Aukinn þungi er að færast í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar en forsetakosningarnar eru eftir viku. Bæði DV og Fréttablaðið birta stór viðtöl við hann í dag og eftir hádegi tekur hann þátt í kappræðum við mótframbjóðendur sína tvo, Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, í Ríkisútvarpinu. Í Fréttablaðinu segir hann til dæmis að hver sá sem gegnir embætti forseta verði að vera reiðubúinn að axla ábygð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Skoðanalaus forseti myndi fljótlega einangrast. Eftir hádegi verður Ólafur Ragnar í þætti á Ríkisútvarpinu þar sem hver frambjóðendanna þriggja fá tækifæri til að kynna sig, hver fyrir sig en þó ekki í kappræðum, eins og til stóð í upphafi. Ástþór Magnússon hefur ítrekað skorað á Ólaf Ragnar í kappræður en hann hefur ekki fengið nein svör. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson á undanförnum dögum en ekki fengið jákvæð svör. Forsetinn situr hins vegar fyrir svörum í þættinum Íslandi í dag á mánudaginn. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafnar því alfarið að með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi hann farið í stríð við Alþingi. Stjórnarskráin hefjist á því að segja að forsetinn og þingið fari saman með löggjafarvaldið. Ólafur Ragnar segir í samtali við DV að það hafi aldrei hvarflað að honum að segja að þingið væri í stríði við forsetann. Í sama viðtali segir hann að hann hafi ákveðið að láta ekki aðra handhafa forsetavalds afgreiða málið. Því hafi hann flýtt sér heim frá útlöndum og ekki farið í brúðkaup Danaprins. Ég gat ekki gert það, segir Ólafur Ragnar, í trausti þess að stjórnarandstaðan myndi halda uppi málþófi. Aukinn þungi er að færast í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar en forsetakosningarnar eru eftir viku. Bæði DV og Fréttablaðið birta stór viðtöl við hann í dag og eftir hádegi tekur hann þátt í kappræðum við mótframbjóðendur sína tvo, Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, í Ríkisútvarpinu. Í Fréttablaðinu segir hann til dæmis að hver sá sem gegnir embætti forseta verði að vera reiðubúinn að axla ábygð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Skoðanalaus forseti myndi fljótlega einangrast. Eftir hádegi verður Ólafur Ragnar í þætti á Ríkisútvarpinu þar sem hver frambjóðendanna þriggja fá tækifæri til að kynna sig, hver fyrir sig en þó ekki í kappræðum, eins og til stóð í upphafi. Ástþór Magnússon hefur ítrekað skorað á Ólaf Ragnar í kappræður en hann hefur ekki fengið nein svör. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson á undanförnum dögum en ekki fengið jákvæð svör. Forsetinn situr hins vegar fyrir svörum í þættinum Íslandi í dag á mánudaginn.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira