Ástþór óánægður með Ólaf Ragnar 19. júní 2004 00:01 Baráttan fyrir komandi forsetakosningar fékk annan og þyngri undirtón þegar forsetaframbjóðendurnir sátu í fyrsta sinn allir saman fyrir svörum í Ríkisútvarpinu í dag. Þeir voru þó ekki í viðtali allir í einu, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, heldur fóru inn hver á eftir öðrum. Ekki voru allir frambjóðendurnir sáttir við að hafa þann háttinn á. Ástþór Magnússon spurði Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, á göngum Ríkisútvarpshússins, hvenær hann ætli að hitta sig í kappræðum. Forsetinn sagði það verða í næstu viku, á tveimur fundum sem búið væri að samþykkja, og byrjaði að ganga í burtu frá Ástþóri sem spurði þá hvers vegna hann hlypi í burtu. Ólafur Ragnar sagðist ekki vera að því og innti Ástþór hann þá eftir því, hvers vegna hann hafi læðst bakdyramegin út af skrifstofu sinni á dögunum til að forðast að hitta sig. Forsetinn sagði það rangt og gekk á brott. Ástþór sagði þá við viðstadda að Ólafur Ragnar væri furðulegasti forseti sem hann hafi kynnst á ævinni. Baldur Ágústsson, þriðji forsetaframbjóðandinn, segir kosningabaráttu sína alls ekki vonlausa þrátt fyrir að sumar kannanir bendi til þess. Honum sé alls staðar tekið vel og kannanirnar, sem birst hafi, séu svo mismunandi og að fylgi hans mælist jafnvel 40% í sumum þeirra. Aðspurður hvort Baldur álíti ákvörðun núverandi forseta, að undirrita ekki fjölmiðlalögin, koma sér til góðs eða ills, segir hann ákvörðunina líklega ekki hafa nein áhrif hvað það varðar. Sjálfur segist hann ætla að undirrita lögin, verði hann kosinn. Ástþór Magnússon segir forsetakosningarnar með sovésku sniði og að fólk ætti að spyrja sig hvers vegna engir umræðuþættir séu á Stöð 2 fyrir kosningarnar. Hann segir ekkert óeðlilegt að niðurstöður kannana, þar sem fylgi hans mælist mjög lítið, séu „með sovésku sniði við svona aðstæður.“ Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Baráttan fyrir komandi forsetakosningar fékk annan og þyngri undirtón þegar forsetaframbjóðendurnir sátu í fyrsta sinn allir saman fyrir svörum í Ríkisútvarpinu í dag. Þeir voru þó ekki í viðtali allir í einu, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, heldur fóru inn hver á eftir öðrum. Ekki voru allir frambjóðendurnir sáttir við að hafa þann háttinn á. Ástþór Magnússon spurði Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, á göngum Ríkisútvarpshússins, hvenær hann ætli að hitta sig í kappræðum. Forsetinn sagði það verða í næstu viku, á tveimur fundum sem búið væri að samþykkja, og byrjaði að ganga í burtu frá Ástþóri sem spurði þá hvers vegna hann hlypi í burtu. Ólafur Ragnar sagðist ekki vera að því og innti Ástþór hann þá eftir því, hvers vegna hann hafi læðst bakdyramegin út af skrifstofu sinni á dögunum til að forðast að hitta sig. Forsetinn sagði það rangt og gekk á brott. Ástþór sagði þá við viðstadda að Ólafur Ragnar væri furðulegasti forseti sem hann hafi kynnst á ævinni. Baldur Ágústsson, þriðji forsetaframbjóðandinn, segir kosningabaráttu sína alls ekki vonlausa þrátt fyrir að sumar kannanir bendi til þess. Honum sé alls staðar tekið vel og kannanirnar, sem birst hafi, séu svo mismunandi og að fylgi hans mælist jafnvel 40% í sumum þeirra. Aðspurður hvort Baldur álíti ákvörðun núverandi forseta, að undirrita ekki fjölmiðlalögin, koma sér til góðs eða ills, segir hann ákvörðunina líklega ekki hafa nein áhrif hvað það varðar. Sjálfur segist hann ætla að undirrita lögin, verði hann kosinn. Ástþór Magnússon segir forsetakosningarnar með sovésku sniði og að fólk ætti að spyrja sig hvers vegna engir umræðuþættir séu á Stöð 2 fyrir kosningarnar. Hann segir ekkert óeðlilegt að niðurstöður kannana, þar sem fylgi hans mælist mjög lítið, séu „með sovésku sniði við svona aðstæður.“
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira