Óttinn býr til íhaldssemi 20. júní 2004 00:01 Mig minnir það hafa verið James Joyce sem sagði að íbúar Rómar kynnu ekki annað en selja líkið af ömmu sinni. Þeir ættu svo mikla fortíð að framtíðin kæmist ekki að. Þess vegna væri nútíðin eins og föl eftirmynd fortíðarinnar; einu verðmætin væru í fortíðinni; verkefni nútíðarinnar væri að nýta fortíðina. Á tímum Joyce var Róm eins og risastórt safn fornminja og íbúarnir birtust aðkomumönnum eins og safnverðir. Þeir höfðu ekkert til málanna að leggja annað en að benda á einhverjar rústirnar. Þótt Róm hafi skánað á undanförnum árum er þar enn of mikil fortíð. Fortíðarbransinn hefur eflst með auknum túrisma og gefur vel að sér. Það er því varla hægt að skamma Rómverja fyrir að leggja mikið nýtt til málanna. Þeim dugar enn að benda á rústirnar. Þeir lögðu svo mikið til menningar nútímans fyrir þúsundum ára að þeir gætu þagað nokkur þúsund ár í viðbót án þess að minnka í samanburði við aðra. Það gagnast hins vegar náttúrlega ekki þeim sem nú ganga um stræti Rómar. Þeir eru engu stærri fyrir afrek löngu liðinna manna. Upphafning fortíðarinnar sem lífsviðurværi getur því orðið eins og Joyce sagði; að menn séu að selja líkið af ömmu sinni.Það eru mörg dæmi í sögunni af þjóðum sem hafa snúið vitlaust; horft fremur til fortíðar en framtíðar. Það er auðvitað öllum hollt að þekkja söguna og bera virðingu fyrir þeim sem á undan gengu. En ef menn sjá mest verðmæti í fortíðinni er hætt við að þeir verði of mikilli íhaldssemi að bráð. Versta tilfelli hennar felst í því þegar menn vilja viðhalda óbreyttu ástandi sem lengst og sjá ógn í hverri breytingu. Slík íhaldssemi er í andstöðu við lífið, sem er síkvikt og spriklandi fjörugt. Lífið rennur áfram og þegar menn vilja frysta ákveðið ástand eru þeir engu síður að reyna að móta framtíðina með óskhyggju sinni en þeir sem stefna að gerbreyttu ástandi. Það sem var er engu rétthærra í framtíðinni en það sem aldrei hefur verið; hvort tveggja er utangarðs.Íhaldssemi er alltaf afleiðing ótta. Ef menn óttast ekki breytingar og telja líklegra að þær leiði til verri niðurstöðu er lítil ástæða til íhaldssemi. Það er allt annar handleggur að bera virðingu fyrir liðnum tíma, góðum gildum og afrekum fortíðarinnar. Virðing fyrir fortíðinni eflir okkur til nýrra verka. Ef við óttumst breytingarnar hneigjumst við til þess að upphefja fortíðina svo hún gagnist okkur ekki til annars en að benda á hana.Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum og allt bendir til þess að breytingarnar haldi áfram -- jafnvel með auknum krafti. Það er því skiljanlegt að íhaldssemi hefur fengið nokkurn hljómgrunn. Breytingar valda alltaf ótta. Þessum ótta verður hins vegar ekki svalað í íhaldssemi. Það er sama þótt allt yrði fryst; óttinn nagaði áfram. Til að losna við óttann þurfa menn að temja sér að horfa björtum augum til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mig minnir það hafa verið James Joyce sem sagði að íbúar Rómar kynnu ekki annað en selja líkið af ömmu sinni. Þeir ættu svo mikla fortíð að framtíðin kæmist ekki að. Þess vegna væri nútíðin eins og föl eftirmynd fortíðarinnar; einu verðmætin væru í fortíðinni; verkefni nútíðarinnar væri að nýta fortíðina. Á tímum Joyce var Róm eins og risastórt safn fornminja og íbúarnir birtust aðkomumönnum eins og safnverðir. Þeir höfðu ekkert til málanna að leggja annað en að benda á einhverjar rústirnar. Þótt Róm hafi skánað á undanförnum árum er þar enn of mikil fortíð. Fortíðarbransinn hefur eflst með auknum túrisma og gefur vel að sér. Það er því varla hægt að skamma Rómverja fyrir að leggja mikið nýtt til málanna. Þeim dugar enn að benda á rústirnar. Þeir lögðu svo mikið til menningar nútímans fyrir þúsundum ára að þeir gætu þagað nokkur þúsund ár í viðbót án þess að minnka í samanburði við aðra. Það gagnast hins vegar náttúrlega ekki þeim sem nú ganga um stræti Rómar. Þeir eru engu stærri fyrir afrek löngu liðinna manna. Upphafning fortíðarinnar sem lífsviðurværi getur því orðið eins og Joyce sagði; að menn séu að selja líkið af ömmu sinni.Það eru mörg dæmi í sögunni af þjóðum sem hafa snúið vitlaust; horft fremur til fortíðar en framtíðar. Það er auðvitað öllum hollt að þekkja söguna og bera virðingu fyrir þeim sem á undan gengu. En ef menn sjá mest verðmæti í fortíðinni er hætt við að þeir verði of mikilli íhaldssemi að bráð. Versta tilfelli hennar felst í því þegar menn vilja viðhalda óbreyttu ástandi sem lengst og sjá ógn í hverri breytingu. Slík íhaldssemi er í andstöðu við lífið, sem er síkvikt og spriklandi fjörugt. Lífið rennur áfram og þegar menn vilja frysta ákveðið ástand eru þeir engu síður að reyna að móta framtíðina með óskhyggju sinni en þeir sem stefna að gerbreyttu ástandi. Það sem var er engu rétthærra í framtíðinni en það sem aldrei hefur verið; hvort tveggja er utangarðs.Íhaldssemi er alltaf afleiðing ótta. Ef menn óttast ekki breytingar og telja líklegra að þær leiði til verri niðurstöðu er lítil ástæða til íhaldssemi. Það er allt annar handleggur að bera virðingu fyrir liðnum tíma, góðum gildum og afrekum fortíðarinnar. Virðing fyrir fortíðinni eflir okkur til nýrra verka. Ef við óttumst breytingarnar hneigjumst við til þess að upphefja fortíðina svo hún gagnist okkur ekki til annars en að benda á hana.Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum og allt bendir til þess að breytingarnar haldi áfram -- jafnvel með auknum krafti. Það er því skiljanlegt að íhaldssemi hefur fengið nokkurn hljómgrunn. Breytingar valda alltaf ótta. Þessum ótta verður hins vegar ekki svalað í íhaldssemi. Það er sama þótt allt yrði fryst; óttinn nagaði áfram. Til að losna við óttann þurfa menn að temja sér að horfa björtum augum til framtíðar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun