Kjarkur nauðsynlegur á Bessastöðum 21. júní 2004 00:01 Það er vandfundið stríðsástandið sem forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur Morgunblaðsins boðaði ef forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar - Gunnar Smári Egilsson. Þrátt fyrir að tiltölulega sviplitla baráttu fyrir komandi forsetakosningar er hún að verða nokkuð söguleg. Ég held það hafi ekki gerst síðan 1952 að forysta stjórnmálaflokks hafi beitt sér að nokkru ráði í forsetakosningum eins og nokkrir af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins hafa gert nú. Og enn síður að nokkur fjölmiðill hafi tekið jafn einarða afstöðu til frambjóðenda og Morgunblaðið hefur gert að undanförnu. Morgunblaðið virðiust ekki styðja neinn frambjóðenda en leggur sig fram um að lýsa andstöðu við Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta. Morgunblaðið hefur skrifað þónokkra leiðara gegn Ólafi Ragnari frá blaðamannafundinum 2. júní þegar hann tilkynnti að hann tgreysti sér ekki til að staðfesta fjölmiðlalögin. Á laugardaginn helgaði Morgunblaðið andúð sinni á Ólafi Ragnari síðan bæði Reykjavíkurbréf og leiðara sunnudagsútgáfu sinnar. Þótt skrif Morgunblaðsins séu að sjálfsögðu kursteislegar orðuð en þeirra sem ráðist hafa gegn Ólafi Ragnari af mestum dólgskap að undanförnu fer ekki á milli mála að Morgunblaðið og helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins telja Ólaf Ragnar óhæfan forseta. Rökin eru þau að hann hafi teigt á valdsviði embættisins og misbeitt því þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin, móðgað Alþingi, ráðist gegn þingræðinu og framkallað hér eina alsherjar óleysanlega stjórnskipunarkreppu.En er það svo?Ég er ansi hræddur um að fáir verði varir við þennan hildarleik aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og talsmenn þeirra. Þeir virðast kjósa að túlka ákvörðun Ólafs Ragnars sem einskonar árás á sig og öll sín verk. Kreppan sem ákvörðun Ólafs Ragnars framkallar er því mest í þeirra eigin sál. Áður en Ólafur Ragnar kynnti ákvörðun sína lýstu sömu menn því yfir að ef hann staðfesti ekki lögin myndi skapast hér eins konar stríðsástand. Hvar er það stríð í dag – annars staðar en í leiðurum Morgunblaðsins og einstaka skoðanagrein í því blaði? Skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti landsmanna sættir sig vel við ákvörðun Ólafs Ragnars og er henni sammála. Meirihluti landsmanna fagnar því að fá að kjósa um fjölmiðlalögin og ætlast til að stjórnvöld sætti sig við niðurstöður þeirra kosninga. Ef ráðamenn eiga erfitt með að kyngja því meiga þeir ekki telja þau innri átök sín vera einhvert stríðsástand í samfélaginu.Nema ætlun þeirra sé að efna til enn frekari ófriðar í samfélaginu. Það gekk fram af öllum þorra almennings með hvaða hætti fjölmiðlalögin voru sett. Þingnefndum voru skammtaðir fáeinir sólarhringar til að sætta sig við frumvarp forsætisráðherra og augljóst var að beiðni nefndanna um álit fræðimanna og hagsmunaaðila var aðeins leikþáttur. Ef forsetinn er sakaður um að móðga Alþingi í dag; hvað má þá segja um meðferð ríkisstjórnarinar á þessari stofnun sem misyndismennirnir kalla nú elstu og helgustu stofnun landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur málgangs hennar verður að sætta sig við að mikill meirihluti þjóðarinnar var sammála Ólafi Ragnari að grípa inn í þessa atburðarrás og telur að synjunarvald forseta hafi verið sett í stjórnarskrá einmitt til að fyrirbyggja að valdi stjórnmálaflokka– sem vel að nefna er ekki gert ráð fyrir í stjórnarskrá – sé misbeitt. Vald Alþingis þarf að vera meira en vald ríkisstjórna og ríkisstjórna meira en forystumanna stjórnmálaflokka ef stjórnarhættir hér eiga að vera lýðræðislegir. Þegar þessu er snúið á haus getum við þakkað framsýni stjórnarskrárhöfunda að forseti Íslands hafi vald til að vísa málum til þjóðarinnar. Og að í embættiunu sé maður sem hafi kjark til að beitra þessu valdi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vandfundið stríðsástandið sem forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur Morgunblaðsins boðaði ef forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar - Gunnar Smári Egilsson. Þrátt fyrir að tiltölulega sviplitla baráttu fyrir komandi forsetakosningar er hún að verða nokkuð söguleg. Ég held það hafi ekki gerst síðan 1952 að forysta stjórnmálaflokks hafi beitt sér að nokkru ráði í forsetakosningum eins og nokkrir af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins hafa gert nú. Og enn síður að nokkur fjölmiðill hafi tekið jafn einarða afstöðu til frambjóðenda og Morgunblaðið hefur gert að undanförnu. Morgunblaðið virðiust ekki styðja neinn frambjóðenda en leggur sig fram um að lýsa andstöðu við Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta. Morgunblaðið hefur skrifað þónokkra leiðara gegn Ólafi Ragnari frá blaðamannafundinum 2. júní þegar hann tilkynnti að hann tgreysti sér ekki til að staðfesta fjölmiðlalögin. Á laugardaginn helgaði Morgunblaðið andúð sinni á Ólafi Ragnari síðan bæði Reykjavíkurbréf og leiðara sunnudagsútgáfu sinnar. Þótt skrif Morgunblaðsins séu að sjálfsögðu kursteislegar orðuð en þeirra sem ráðist hafa gegn Ólafi Ragnari af mestum dólgskap að undanförnu fer ekki á milli mála að Morgunblaðið og helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins telja Ólaf Ragnar óhæfan forseta. Rökin eru þau að hann hafi teigt á valdsviði embættisins og misbeitt því þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin, móðgað Alþingi, ráðist gegn þingræðinu og framkallað hér eina alsherjar óleysanlega stjórnskipunarkreppu.En er það svo?Ég er ansi hræddur um að fáir verði varir við þennan hildarleik aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og talsmenn þeirra. Þeir virðast kjósa að túlka ákvörðun Ólafs Ragnars sem einskonar árás á sig og öll sín verk. Kreppan sem ákvörðun Ólafs Ragnars framkallar er því mest í þeirra eigin sál. Áður en Ólafur Ragnar kynnti ákvörðun sína lýstu sömu menn því yfir að ef hann staðfesti ekki lögin myndi skapast hér eins konar stríðsástand. Hvar er það stríð í dag – annars staðar en í leiðurum Morgunblaðsins og einstaka skoðanagrein í því blaði? Skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti landsmanna sættir sig vel við ákvörðun Ólafs Ragnars og er henni sammála. Meirihluti landsmanna fagnar því að fá að kjósa um fjölmiðlalögin og ætlast til að stjórnvöld sætti sig við niðurstöður þeirra kosninga. Ef ráðamenn eiga erfitt með að kyngja því meiga þeir ekki telja þau innri átök sín vera einhvert stríðsástand í samfélaginu.Nema ætlun þeirra sé að efna til enn frekari ófriðar í samfélaginu. Það gekk fram af öllum þorra almennings með hvaða hætti fjölmiðlalögin voru sett. Þingnefndum voru skammtaðir fáeinir sólarhringar til að sætta sig við frumvarp forsætisráðherra og augljóst var að beiðni nefndanna um álit fræðimanna og hagsmunaaðila var aðeins leikþáttur. Ef forsetinn er sakaður um að móðga Alþingi í dag; hvað má þá segja um meðferð ríkisstjórnarinar á þessari stofnun sem misyndismennirnir kalla nú elstu og helgustu stofnun landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur málgangs hennar verður að sætta sig við að mikill meirihluti þjóðarinnar var sammála Ólafi Ragnari að grípa inn í þessa atburðarrás og telur að synjunarvald forseta hafi verið sett í stjórnarskrá einmitt til að fyrirbyggja að valdi stjórnmálaflokka– sem vel að nefna er ekki gert ráð fyrir í stjórnarskrá – sé misbeitt. Vald Alþingis þarf að vera meira en vald ríkisstjórna og ríkisstjórna meira en forystumanna stjórnmálaflokka ef stjórnarhættir hér eiga að vera lýðræðislegir. Þegar þessu er snúið á haus getum við þakkað framsýni stjórnarskrárhöfunda að forseti Íslands hafi vald til að vísa málum til þjóðarinnar. Og að í embættiunu sé maður sem hafi kjark til að beitra þessu valdi.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar