Fjórar leiðir um fjölmiðlun Össur Skarphéðinsson skrifar 21. júní 2004 00:01 Samþjöppun eigendavalds - Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Mikil samþjöppun eigendavalds gæti í framtíðinni haft óæskileg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlun. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að í dag ríki góð fjölbreytni á markaðnum. Samfylkingin er sammála henni. Formaður nefndarinnar, Davíð Þór Björgvinsson prófessor, rammaði niðurstöðuna kyrfilega inn þegar hann sagði í sjónvarpsþætti 27. apríl að fjölbreytnin hefði aukist með tilkomu Fréttablaðsins og batnað enn frekar þegar "...DV kemur út með þeim krafti sem það er að gera þessa dagana og þegar að Íslenska útvarpsfélagið er að reka allar þessar útvarpsstöðvar..." Í ljósi niðurstöðu fjölmiðlanefndarinnar og ekki síst ofangreindrar ályktunar Davíðs Þórs taldi Samfylkingin algerlega tilefnislaust að Alþingi hrapaði að þeim ofbeldiskenndu geðþóttalögum sem forsætisráðherra knúði gegnum þingið með stuðningi Framsóknar. Harkalegasta aðferðin til að vinna gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eigendavalds felst í að brjóta fjölmiðlafyrirtæki, einsog Norðurljós, upp með lögum. Forsætisráðherra valdi þá leið af því hann á í stríði við eigendur félagsins. Samfylkingin lagði hins vegar fram fjórar málefnalegar leiðir, sem samanlagt eru mun áhrifaríkari og mildari en hin íþyngjandi geðþóttalög forsætisráðherra. Fyrsta leið Samfylkingarinnar er að efla Ríkisútvarpið og losa það undan pólitísku oki. Útbreitt og vandað almenningsútvarp er besta tryggingin gegn því að samþjappað eigendavald á einkareknum fjölmiðlum leiði til fábreyttrar fjölmiðlunar. Í dag hefur Sjálfstæðisflokkurinn öll tögl og hagldir í stofnuninni og hefur raðað vildarmönnum sínum í helstu yfirmannastöður. Þessi ofurtök flokksins á Ríkisútvarpinu eru ígildi eigendavalds sem er miklu sterkara en eigendavald Baugs í Norðurljósum. Besta trygging gegn því að ofurtök eigendavalds gegnsýri fjölmiðla er því að skapa umhverfi þar sem vandað, samkeppnishæft almannaútvarp án flokkspólitískra ítaka veitir einkamiðlunum stöðugt aðhald. Önnur leið Samfylkingarinnar er að tryggja ritstjórnarlegt frelsi fréttastofa allra miðla gagnvart eigendavaldinu. Við höfum því lagt til á Alþingi að fjölmiðlar verði skyldaðir til að setja sér innri reglur sem tryggja sjálfstæði ritstjórna. Þetta verndar fréttamenn til dæmis gegn því að verða látnir gjalda þess að vinna fregnir gegn hagsmunum eigendanna. Evrópuráðið mælir sterklegast með þessari leið. Þriðja leið Samfylkingarinnar er að setja lög um að eignarhald á fjölmiðlum verði gagnsætt. Í því felst að almenningur eigi jafnan greiða leið að upplýsingum um hverjir eiga fjölmiðlana. Ástæðan er sú að engin lög, og alls ekki geðþóttalög forsætisráðherra, fela í sér fullkomna vörn gegn ítökum eigendavalds. Lesendur, og neytendur ljósvakamiðla, geta þá metið innihald og efnistök fjölmiðla, og þarmeð trúverðugleika þeirra, með hliðsjón af upplýsingum um hverjir eiga þá. Við lesum til dæmis Morgunblaðið með tilliti til hverjir eiga það og uppsetningu fregna, nafnlaus skrif Staksteina, og áherslur blaðsins metum við í ljósi þess. Fjórða leið Samfylkingarinnar er að efla eftirlit Samkeppnisstofnunar með fjölmiðlum. Stóreigandi að fjölmiðlum sem líka er umsvifamikill í óskyldum rekstri getur hugsanlega reynt að hygla fyrirtækjum sínum. Baugur og Norðurljós koma að sjálfsögðu upp í hugann þegar þessi möguleiki er nefndur. Slík misnotkun fæli í sér samkeppnishömlur sem lögum samkvæmt eru ólögmætar. Vökult eftirlit Samkeppnisstofnunar á að tryggja að slíkar samkeppnishömlur séu upprættar. Þessvegna hefur Samfylkingin lagt til að Samkeppnisstofnun verði stórlega efld og úrræðum hennar beitt af þrótti gegn óæskilegum áhrifum samþjappaðs eigendavalds í fjölmiðlum. Af óskiljanlegum ástæðum leggjast Sjálfstæðismenn gegn eflingu Samkeppnisstofnunar og sumir vilja beinlínis leggja hana niður. Þessar fjórar málefnalegu leiðir Samfylkingarinnar njóta allar blessunar Evrópuráðsins. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar mælti einnig með þeim öllum. Mestu skiptir þó sú staðreynd, að þær eru miklu mildari en um leið miklu áhrifaríkari en hin ofbeldisfullu geðþóttalög forsætisráðherrans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samþjöppun eigendavalds - Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Mikil samþjöppun eigendavalds gæti í framtíðinni haft óæskileg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlun. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að í dag ríki góð fjölbreytni á markaðnum. Samfylkingin er sammála henni. Formaður nefndarinnar, Davíð Þór Björgvinsson prófessor, rammaði niðurstöðuna kyrfilega inn þegar hann sagði í sjónvarpsþætti 27. apríl að fjölbreytnin hefði aukist með tilkomu Fréttablaðsins og batnað enn frekar þegar "...DV kemur út með þeim krafti sem það er að gera þessa dagana og þegar að Íslenska útvarpsfélagið er að reka allar þessar útvarpsstöðvar..." Í ljósi niðurstöðu fjölmiðlanefndarinnar og ekki síst ofangreindrar ályktunar Davíðs Þórs taldi Samfylkingin algerlega tilefnislaust að Alþingi hrapaði að þeim ofbeldiskenndu geðþóttalögum sem forsætisráðherra knúði gegnum þingið með stuðningi Framsóknar. Harkalegasta aðferðin til að vinna gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eigendavalds felst í að brjóta fjölmiðlafyrirtæki, einsog Norðurljós, upp með lögum. Forsætisráðherra valdi þá leið af því hann á í stríði við eigendur félagsins. Samfylkingin lagði hins vegar fram fjórar málefnalegar leiðir, sem samanlagt eru mun áhrifaríkari og mildari en hin íþyngjandi geðþóttalög forsætisráðherra. Fyrsta leið Samfylkingarinnar er að efla Ríkisútvarpið og losa það undan pólitísku oki. Útbreitt og vandað almenningsútvarp er besta tryggingin gegn því að samþjappað eigendavald á einkareknum fjölmiðlum leiði til fábreyttrar fjölmiðlunar. Í dag hefur Sjálfstæðisflokkurinn öll tögl og hagldir í stofnuninni og hefur raðað vildarmönnum sínum í helstu yfirmannastöður. Þessi ofurtök flokksins á Ríkisútvarpinu eru ígildi eigendavalds sem er miklu sterkara en eigendavald Baugs í Norðurljósum. Besta trygging gegn því að ofurtök eigendavalds gegnsýri fjölmiðla er því að skapa umhverfi þar sem vandað, samkeppnishæft almannaútvarp án flokkspólitískra ítaka veitir einkamiðlunum stöðugt aðhald. Önnur leið Samfylkingarinnar er að tryggja ritstjórnarlegt frelsi fréttastofa allra miðla gagnvart eigendavaldinu. Við höfum því lagt til á Alþingi að fjölmiðlar verði skyldaðir til að setja sér innri reglur sem tryggja sjálfstæði ritstjórna. Þetta verndar fréttamenn til dæmis gegn því að verða látnir gjalda þess að vinna fregnir gegn hagsmunum eigendanna. Evrópuráðið mælir sterklegast með þessari leið. Þriðja leið Samfylkingarinnar er að setja lög um að eignarhald á fjölmiðlum verði gagnsætt. Í því felst að almenningur eigi jafnan greiða leið að upplýsingum um hverjir eiga fjölmiðlana. Ástæðan er sú að engin lög, og alls ekki geðþóttalög forsætisráðherra, fela í sér fullkomna vörn gegn ítökum eigendavalds. Lesendur, og neytendur ljósvakamiðla, geta þá metið innihald og efnistök fjölmiðla, og þarmeð trúverðugleika þeirra, með hliðsjón af upplýsingum um hverjir eiga þá. Við lesum til dæmis Morgunblaðið með tilliti til hverjir eiga það og uppsetningu fregna, nafnlaus skrif Staksteina, og áherslur blaðsins metum við í ljósi þess. Fjórða leið Samfylkingarinnar er að efla eftirlit Samkeppnisstofnunar með fjölmiðlum. Stóreigandi að fjölmiðlum sem líka er umsvifamikill í óskyldum rekstri getur hugsanlega reynt að hygla fyrirtækjum sínum. Baugur og Norðurljós koma að sjálfsögðu upp í hugann þegar þessi möguleiki er nefndur. Slík misnotkun fæli í sér samkeppnishömlur sem lögum samkvæmt eru ólögmætar. Vökult eftirlit Samkeppnisstofnunar á að tryggja að slíkar samkeppnishömlur séu upprættar. Þessvegna hefur Samfylkingin lagt til að Samkeppnisstofnun verði stórlega efld og úrræðum hennar beitt af þrótti gegn óæskilegum áhrifum samþjappaðs eigendavalds í fjölmiðlum. Af óskiljanlegum ástæðum leggjast Sjálfstæðismenn gegn eflingu Samkeppnisstofnunar og sumir vilja beinlínis leggja hana niður. Þessar fjórar málefnalegu leiðir Samfylkingarinnar njóta allar blessunar Evrópuráðsins. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar mælti einnig með þeim öllum. Mestu skiptir þó sú staðreynd, að þær eru miklu mildari en um leið miklu áhrifaríkari en hin ofbeldisfullu geðþóttalög forsætisráðherrans.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun