Fimmtungur skilar auðu á laugardag 22. júní 2004 00:01 Útlit er fyrir að fimmtungur kjósenda skili auðu í forsetakosningunum á laugardaginn kemur, að því er fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Þegar allt er talið ætlar fjórðungur landsmanna annað hvort að sitja heima eða skila auðu. Ólafur Ragnar Grímsson mælist nú með um tveimur prósentum minna fylgi en í könnun blaðsins sem gerð var 5. júní. Þá var Ólafur Ragnar með 63,8 prósenta fylgi, en mælist með 61,7 prósent fylgi nú. Baldur Ágústsson bætir lítillega við sig, með 5,3 prósenta fylgi, var með slétt 5 prósent áður. Ástþór Magnússon er svo með eitt prósent fylgi og hefur bætt sig tæpu hálfu prósenti. 17,7 prósent aðspurðra ætla að skila auðu og 5 prósent ætla ekki að kjósa. Óákveðnir eru svo 5 prósent og 4 prósent gefa ekki upp afstöðu sína og tæpt hálft prósent vill einhvern annan en er í boði. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á væntanlegar kosningar og þeir teknir út sem ætla ekki að kjósa, eru óákveðnir, eða vilja aðra frambjóðendur, þá fengi Ólafur Ragnar 71,9 prósent atkvæða, Baldur 6,16 prósent og Ástþór 1,17 prósent, meðan auðir seðlar yrðu 20,6 prósent. Nokkur munur er á fylgi frambjóðenda eftir því hvort kjósendur búa á landsbyggðinni eða í þéttbýli. Ólafur Ragnar er t.d. með 73,2 prósenta fylgi úti á landi, en 64,3 prósenta fylgi í þéttbýli, ef horft er til þeirra sem afstöðu taka. Þá er Ástþór Magnússon með áberandi minna fylgi úti á landi en í þéttbýlinu, eða 0,4 prósent á móti 1,6 prósentum. Baldur er svo með 6,5 prósenta fylgi í þéttbýlinu, en 4,7 prósent úti á landi. Konur eru svo áberandi minna hrifnar af Baldri og Ástþóri en karlarnir. Baldur hefur 3,5 prósent fylgi kvenna og Ástþór 0,9 prósent, meðan 7,5 prósent karla myndu kjósa Baldur og 1,4 prósent Ástþór. Ólafur Ragnar er svo með heldur meira fylgi kvenþjóðarinnar, eða 69,2 prósent á móti 66,4 prósenta fylgi karla við hann. Ef bara er horft á fylgi frambjóðendanna, þá ber Ólafur Ragnar höfuð herðar yfir hina með 90,8 prósent. Baldur mælist er þá með 7,7 prósent fylgi og Ástþór með 1,5 prósent. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns og skiptist það jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Útlit er fyrir að fimmtungur kjósenda skili auðu í forsetakosningunum á laugardaginn kemur, að því er fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Þegar allt er talið ætlar fjórðungur landsmanna annað hvort að sitja heima eða skila auðu. Ólafur Ragnar Grímsson mælist nú með um tveimur prósentum minna fylgi en í könnun blaðsins sem gerð var 5. júní. Þá var Ólafur Ragnar með 63,8 prósenta fylgi, en mælist með 61,7 prósent fylgi nú. Baldur Ágústsson bætir lítillega við sig, með 5,3 prósenta fylgi, var með slétt 5 prósent áður. Ástþór Magnússon er svo með eitt prósent fylgi og hefur bætt sig tæpu hálfu prósenti. 17,7 prósent aðspurðra ætla að skila auðu og 5 prósent ætla ekki að kjósa. Óákveðnir eru svo 5 prósent og 4 prósent gefa ekki upp afstöðu sína og tæpt hálft prósent vill einhvern annan en er í boði. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á væntanlegar kosningar og þeir teknir út sem ætla ekki að kjósa, eru óákveðnir, eða vilja aðra frambjóðendur, þá fengi Ólafur Ragnar 71,9 prósent atkvæða, Baldur 6,16 prósent og Ástþór 1,17 prósent, meðan auðir seðlar yrðu 20,6 prósent. Nokkur munur er á fylgi frambjóðenda eftir því hvort kjósendur búa á landsbyggðinni eða í þéttbýli. Ólafur Ragnar er t.d. með 73,2 prósenta fylgi úti á landi, en 64,3 prósenta fylgi í þéttbýli, ef horft er til þeirra sem afstöðu taka. Þá er Ástþór Magnússon með áberandi minna fylgi úti á landi en í þéttbýlinu, eða 0,4 prósent á móti 1,6 prósentum. Baldur er svo með 6,5 prósenta fylgi í þéttbýlinu, en 4,7 prósent úti á landi. Konur eru svo áberandi minna hrifnar af Baldri og Ástþóri en karlarnir. Baldur hefur 3,5 prósent fylgi kvenna og Ástþór 0,9 prósent, meðan 7,5 prósent karla myndu kjósa Baldur og 1,4 prósent Ástþór. Ólafur Ragnar er svo með heldur meira fylgi kvenþjóðarinnar, eða 69,2 prósent á móti 66,4 prósenta fylgi karla við hann. Ef bara er horft á fylgi frambjóðendanna, þá ber Ólafur Ragnar höfuð herðar yfir hina með 90,8 prósent. Baldur mælist er þá með 7,7 prósent fylgi og Ástþór með 1,5 prósent. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns og skiptist það jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú?
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira